Skemmtanagleði eða ólæti?

img_0010Eva María Hilmarsdóttir hefur gaman af því að skemmta sér og það í miðbæ Reykjavíkur.  Hún lýsir sér sem hokinni af reynslu í íslensku skemmtanalífi undanfarinna ára og gerir á þeim forsendum tilraun til að takast á við það sem hefur verið kallað “miðbæjarvandinn”. Í greininni segir meðal annars: “Það eru mörg ár síðan móðir mín gaf út þá skipun að ég skyldi aldrei labba ein heim á kvöldin og ég veit að hún hefur enn þessar sömu áhyggjur. Ég er reyndar mátulega kærulaus og trúi því enn þrátt fyrir allt að Reykjavík sé ekki mjög hættuleg borg að búa í, en það er önnur saga. Það sem mér leikur forvitni á að vita er hvað það er nákvæmlega sem er þess valdandi að skyndilega blossar upp þessi umræða um gífurleg vandamál, hættur og viðbjóð sem fylgja skemmtanahaldi. Er eitthvað nýtt að gerast?”

Lesa meira.....


Karlar stóðu saman og óttuðust konur

1900-midbaejarskolihelgarumfjöllun vikunnar fjallar Magnús Már Guðmundsson um aðdraganda stofnunar verkafólksfélaga Dagsbrúnar, Hlífar og Framsóknar, snemma á 20. öldinni. Segir meðal annars í greininni: ,,Ári eftir stofnun Dagsbrúnar mun hafa verið lögð fram tillaga á fundi félagsins um stofnun sérstakrar kvennadeildar. Eftir að tillagan var borin upp fór kliður mikill um salinn. Hugmyndin þótti of ,,byltingarkennd” og þá var talað um að ef kvenfólk fengi inngöngu í félagið í gegnum kvennafélagið myndi það ,,spilla siðgæðinu sem ætti þó ekki úr háum söðli að detta þar sem kvenfólk væri að vinna innan um karlmenn.”

Lesa meira....


Fjölmiðlasirkusinn og Ahmadinejad

ahmadinejadSamkynhneigð fyrirfinnst ekki í Íran og forseti landsins fær ekki að koma nálægt rústum Tvíburaturnanna, eru meðal fregna sem dundu yfir meðan Mahmoud Ahmadinejad var í New York í vikunni. Helga Tryggvadóttir veltir fyrir sér málfrelsi og tvískinnungi sem kristallaðist meðan á heimsókn Ahmadinejad stóð: Móttökurnar sem hann fékk voru harla óblíðar og hefur skólastjórinn Bollinger meðal annars sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um að forsetinn hafi sýnst aumkunarverður og grimmur harðstjóri. Ýmis atriði úr ræðu Ahmadinejad sjálfs í skólanum höfnuðu einnig milli tannanna á fólki og vöktu hlátur, eins og yfirlýsingar um að samkynhneigð fyrirfinnist ekki í Íran.

 Lesa meira...... 


Bleikt og blátt

boy_girl.jpgHvaðan ætli hugmyndin um að bleikt sé stelpulitur og blátt strákalitur sé komin? Þórgunnur Oddsdóttir veltir fyrir sér þessari undarlegu tilhögun og rifjar upp að á árum áður hafi þessu einmitt verið öfugt farið: Rauður litur þótti karlmannlegur enda tengdist hann valdi og hernaði. Það þótti því við hæfi að láta unga drengi klæðast bleiku sem var mildari útgáfa af hinum valdsamlega rauða lit. Stúlkur voru gjarnan klæddar í blátt enda hefur blái liturinn löngum verið tengdur kvenleika og sakleysi. María mey er til að mynda yfirleitt sýnd í bláum kirtli.

Ég vil endilega vita meira um bleikt og blátt ... 


Það er leikur að lána

tengirfolk.gifÍ grein dagsins fjallar Stefán Bogi Sveinsson um nýstárlegar aðferðir við hjálparstarf þar sem hægt er að veita einstaklingi úti í heimi lán og fylgjast með hvernig gengur hjá honum í gegnum netið: „Þessi beintenging þess sem veitir lán við þann sem þiggur það er það sem greinir Kiva frá mörgum öðrum sambærilegum stofnunum og gerir það einhvern veginn að verkum að manni finnst þessir litlu peningar sem maður lætur frá sér svo mikils virði. Þannig verð ég ánægður með sjálfan mig og lánþeginn vonandi líka.“

 

Ég vil endilega kynna mér nýjar leiðir til hjálparstarfs... 


Það sem aldrei eyðist

plastgafflar.jpgÍ grein dagsins fjallar Snorri Sigurðsson um arfleifð mannkynsins, það sem við munum skilja eftir okkur á jörðinni um aldur og ævi. „Ef mannskepnan myndi skyndilega gufa upp myndi hún skilja eftir sig ummerki og eitt þeirra er plast: Plastefni mynda afar stóran hluta þess sem í daglegu máli er kallað rusl og ólíkt mörgu öðru rusli brotnar það afar takmarkað niður. Það er því afskaplega erfitt að losna við það enda er oftast gripið til þess ráðs að fela það t.d. með því að urða það með öðru illviðráðanlegu rusli. Þar bíður það þó einfaldlega, hugsanlega til eilífðarnóns, og brotnar sama sem ekkert niður.

 

Já! Ég vil lesa meira um áhrif plasts á umhverfið..... 


Æði borgarstjóra

pm_820389party-time-posters.jpgHver hefur ekki fengið sig full saddann af ýkjusögum um fullt, pissandi fólk með ólæti í miðborginni? Í grein dagsins veltir Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir því fyrir sér hvort runnið hafi æði á borgarstjóra í þessu máli: Miðbæjarvandinn - málefni miðbæjarins verður að teljast frekar deprímerandi æði, en minnir vissulega á unglingavandmálið sem átti sér stað í Reykjavík fyrir rúmlega 10 árum. Bara það að fyrirbærið beri svona háalvarlegt nafn og sé í fréttum daglega gerir mig persónulega mjög afhuga konseptinu.

 

Já! Ég vil lesa meira um nýjasta æði Villa Vill.... 


Heimurinn sem ég bý ekki í

wholesale_video_games2.jpgÍ grein dagsins fjalla Eva Bjarnadóttir um tilvistarkreppu Íslands í kjölfar þess að sálræna bilið, líkt og það efnahagslega, milli fólks hefur aukist : Í lok aldarinnar splundraðist heimurinn. Ekki bara efnahagslega heldur tilvistarlega. Nú eru ekki aðeins til menn sem eiga meiri pening en ég, heldur er einnig til fólk sem hefur gjörólíkt gildismat og fólk sem ég mun aldrei hitta því við deilum engu. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hafi sálræna bilið, og þar af leiðandi ósamheldnin, verið meiri á Íslandi.

 

Lesa meira um gjörólíkt gildismat Íslendinga...


Er hægt að búa til eitthvað fallegt úr skothylki?

barnahermenn.jpgTitill greinar dagsins er áhugaverð og óvænt spurning. Verður skothylki undir einhverju kringumstæðum álitið fallegt? Út frá litlu trúartákni fjallar Gró Einarsdóttir um ómannúðlegar aðstæður þrjú hundruð þúsund barna í yfir 85 löndum sem þjóna herjum og uppreisnarmönnum sem barnahermenn. Þessi litli kross segir svo ótal margt. Sá sem bjó hann til, í órafjarlægð frá litla Íslandi, hefur orðið vitni að meiri hryllingi en hægt er að ímynda sér.

 

Lesa meira um ómannúðlegar aðstæður barnahermanna.... 


Ómerkileg grein um blogg o.fl.

sing_sm.jpgÍ grein dagsins fjallar Kári Hólmar Ragnarson um almenn leiðindi í skítakulda og hausti og þær frústrasjónir sem því fylgir. Þá er mjög klassískt að pirra sig á bloggi annarra, sérstaklega Moggabloggi:Mjög margir bloggarar skrifa bara til þess að tjá sig um ekki nokkurn skapaðan hlut og hafa ekkert fram að færa. Sem er ekki nógu gott, sérstaklega af því að sá bloggstíll sem tíðkast á Moggablogginu; að bæta sinni skoðun við fréttir, oftast með frekar yfirlætislegum hætti, hefur nokkurn veginn útrýmt eldri bloggstíl…

 

Lesa meira um moggablogg og almenn leiðindi... 


Blackle.com - Google Krúttanna

blackle1_mUmhverfismeðvitund Íslendinga hefur aukist mikið síðustu árin og hefur hin svokallað Krúttkynslóð einkum leitt þá hugarfarsbreytingu. Valgerður Halldórsdóttir er mikill áhugamaður um krúttin og vildi því, í fyrsta grein sinni á Vefritinu, fjalla um hvernig þessi umhverfismeðvitaða kynslóð getur leitast við að hafa áhrif á umhverfi sitt með einföldum hlutum, jafnvel með því að nota sjálft Internetið á ábyrgan hátt. „Með því að taka leitarsíðuna Google.com sem dæmi, en hún fær um 200 milljón heimsókna á dag, fann hann út með einföldum reikningum að ef allar birtingamyndir Google væru í ljóslituðum stöfum á svartan bakgrunn í stað hinns hefbunda hvíta, gætu sparast um 750 MW á ári. Til samanburðar gæti slík orka knúið árlega u.þ.b. tvö netþjónabú sem hafa mikið verið í umræðunni hérlendis undanfarið. Einnig má benda á að hin ofmetna Kárahnjúkavirkjun er um 690 MW.”

Já! Ég vil lesa meira um Krúttin, Google, Blackle, Internetið og annað hresst...


mbl.is Tíu ár síðan lénið google.com var skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta unga fólk...

mullet16Hrafn Stefánsson er bjartsýnismaður að eðlisfari sem telur allajafna að glasið sé hálffullt. Hrafn telur sig hafa heyrt nöldur eins og „þegar ég var ungur þá voru níu plánetur í sólkerfinu, en núna eru þær bara átta”, einum of oft. Hann vildi því endilega skrifa miðvikudagspistlilinn um að heimurinn sé nokkuð ágætur og sé ekki að versna mikið. „Mér finnst reyndar lífið vera miklu betra í dag heldur en það var þegar ég ólst upp. Efnahagurinn er mun sterkari nú heldur en hann var, Kalda Stríðinu er lokið, heimurinn er minni og ég hef aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga í gegn um internetið og svo mætti lengi telja.” 

Já! Ég vil lesa meira um að heimur fari ekki versnandi, efnishyggju og frelsi...


Ekkert leyndarmál lengur

The SecretÍ grein dagsins fjallar Lára Jónasdóttir um leyndarmálið sem farið hefur sigurför um heiminn. Það er hins vegar ekki eins einstakt og af er látið og á sér raunar miklu eldri forvera. Segir meðal annars í greininni: ,,Í grundvallaratriðum gengur hið svokallaða leyndarmál út á það að ef þú hugsar jákvætt þá gerast jákvæðir hlutir, hugsir þú neikvætt dregur þú að þér neikvæða orku og neikvæða hluti. Í myndinni er farið mjög ítarlega í þessa orku og flæði orku í heiminum, rætt er um skammtafræði, eðlisfræði, heimspeki og svo framvegis.

Já! Ég vil lesa meira um leyndarmál, sem eru ekki leyndarmál, og aðra hressa hluti...


Herðubreið

1tbl-fors.jpgNýtt tímarit er komið á markað, Tímaritið Herðubreið. Vefritsfólki lék fortvitni á að vita meira um ritið og sló Magnús Már Guðmundsson á þráðinn til ritstjórans Karls Th. Birgissonar. Í viðtalinu segir ritstjórinn  meðal annars frá tilkomu ritsins, hugmyndinni að baki nafninu, gáfaðasta ritstjórnarmeðliminum og hvers vegna hann kýs að skjóta orðinu frjálslyndur fyrir framan jafnaðarmanna nafbótina.

Auðvitað vil ég lesa þetta viðtal!


Kristur í Kastljósinu

kt2200512151634160tt1.jpgFyrir nokkrum dögum hófst ný auglýsingaherferð hjá Símanum. Í herferðina var farið til að kynna svokalla þriðju kynslóð farsíma, sem fyrirtækið hefur nýverið ákveðið að bjóða upp á hér á landi. Þórir Hrafn Gunnarsson vildi fjalla lauslega um hversu fyrirsjáanlega umfjöllunin í samfélaginu hefur verð um þessar auglýsingar Símans og hversu augljóst það er að Síminn ætlaði sér allan tímann að spila á þessi viðbrögð. „Reyndar kemur ekki á óvart að Síminn hafi ákveðið að nota Jesú. Það hefur sýnt sig að aðdáendahópur Krists er fjölmennur með eindæmum og að vinsældir hans eru engin tískubylgja. Hann hefur einnig mjög jákvæða ímynd og er í íslensku samfélagi tiltölulega óumdeildur. Augljóslega er heldur ekki slæmt að umræddur Jesú er víst ekki lengur í heimi hér og því ólíklegur til þess að krefjast greiðslu fyrir viðvikið.”

Já! Ég vil lesa meira um biskupinn, Kastljósið, Jesú og auglýsingar!


mbl.is Síminn dreifir 3G símum til heyrnarlausra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérframboðið Sameinaðir vinstrimenn

sameinast.jpg

Í dag skrifar Anna Pála Sverrisdóttir um nýtt framboð sem unnið verður að á næstunni og ætlar að bjóða fram í næstu kosningum til Alþingis. Vinnuheiti framboðsins er Sameinaðir vinstrimenn, en tilgangur þess er að fá félagshyggjufólk til að starfa saman. Félagshyggjufólk á að starfa í félagi hvert við annað. Nokkuð kaldhæðnislegt er til þess að hugsa að einstaklingshyggjufólk flykkist í samstarf hvert við annað af því það skilur mikilvægi samvinnunnar. Félagshyggjufólkið aftur á móti virðist gjarnara á að kjósa að vinna ekki saman til að geta haft hlutina nákvæmlega eftir eigin höfði í sínu framboði. Gallinn er bara að þá verða hlutirnir ekki eftir því sama höfði í þjóðfélaginu.

Vei! Auðvitað vil ég lesa mikið um vinstrimenn, bæði sundraða og sameinaða...


Þriðja kynslóðin

bring-bring-771504Tíminn líður hratt á gervihnattaöld, hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld. Vefritspenninn Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er stundum hugsandi yfir öllum þeim breytingum sem hafa orðið allra síðustu árin og hvort að þær hafi verið til bóta. Mis-kristileg kynningarherferð Símanns á nýju þriðjukynslóðar þjónustunni sem þeir bjóða uppá, varð til þess að Fanney ákvað að skrifa stutta hugleiðingu um hverfuleika tækninnar, hversu langt er síðan hún byrjaði í menntaskóla og hversu góðir vinir skipta miklu máli. „Á þessum árum hefur margt breyst í tæknimálum. Til að mynda átti nánast enginn farsíma nema verktakar og viðskiptamenn. Ég man þó eftir einni vinkonu minni á heimavistinni í MA sem fékk gamlan síma frá pabba sínum. Sá sími var á stærð við ágætis örbylgjuofn en við hinstóðum í löngum röðum eftir að geta hringt heim úr tíkallasímanum. Svo hljóp maður eins og fætur toguðu uppí herbergi til að ná símtalinu í herbergissímann.”

Auðvitað vil ég lesa meira um þriðju kynslóðina, tíkallasíma og MySpace. Það er meira að segja fjallað um kindur!


mbl.is Ísland í öðru sæti á efnahags- og lífsgæðalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beirút norðursins

253_reykjavik_iceland.jpgÞrátt fyrir að búa í miðbæ Reykjavíkur, og stunda félagslífið grimmt, hefur Atli Bollason aldrei verið laminn á djamminu. Ef út í það er farið þá hefur hann ekki einu sinni verið bitinn í eyrað á þessu mesta átakasvæði norðan Alpafjalla. Þar sem að umræðan um „Ástandið” í miðbænum hefur verið óvenju móðursýkisleg þetta sumarið, þá vildi Atli deila þessari óvenjulegu reynslu sinni með lesendum Vefritsins. Það er því óhætt að hvetja allar húsmæðurnar úr Vestubænum og Egil Helgason sérstaklega til að lesa þennan þriðjudagspistil. „Ég hef gengið Austurstræti að degi til og lifað það af, ég fór meiraðsegja einu sinni inn á Kaffi Austurstræti meðan það var og hét og slapp óskaddaður út. Ég er staddur í miðbænum í morgunsárið á laugardegi eða sunnudegi allavega einu sinni í mánuði (á tímabili var ég staddur þar vikulega) en ég hef aldrei fengið hnefa í andlitið né spark í magann. Lengst af þurfti ég að þvo bjórbletti úr skyrtunum mínum og reykingarlykt úr hárinu þegar svefninn losaði, en nú er ég laus við síðarnefnda.”

Heldur betur! Ég vil að sjálfsögðu lesa meira um bjór, næturlíf, Kaffi Austurstræti og Villa Vill...


Steinn í götu Gjábakkavegar

gullfoss.jpgAnna Tryggvadóttir vill fá að bæta við umræðuna sem að undanförnu hefur staðið um Gjábakkaveg. Hún þekkir af eigin raun að skrölta um misgóða vegi landsins með gubbandi ferðamenn. Fólk sem starfar í ferðaþjónustu hefur löngum kvartað yfir því að stjórnvöld taki ekki nógu mikið tillit til atvinnugreinarinnar. Að oft séu teknar sértækar ákvarðanir sem styrkja beint aðrar atvinnugreinar landsins, eins og fiskvinnslu svo ekki sé nú minnst á álbræðsluiðnaðinn, en ferðaþjónustan lendi alltaf undir. Þar að auki sé svo sjaldan litið til þarfa ferðaþjónustunnar í öllu almennu ákvarðanaferli að ferðamannaiðnaðurinn geti varla talist viðurkennd atvinnugrein hér á landi.

Auðvitað vil ég lesa meira um Gjábakkaveg, Þingvelli og helv. túristana....


… og enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi

brandenburg.jpgÞegar gengið er um stræti Berlínar á sólríkum sumardegi er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis eru liðin átján ár síðan múr skipti heimsborginni í tvennt. Helga Tryggvadóttir fór til Berlínar og fékk áhuga á sögu múrsins: „Þegar „of auðvelt“ reyndist að komast yfir gaddavírsgirðinguna var ári síðar ákveðið að reisa aðra samhliða þeirri fyrri en tæplega hundrað metrum innar. Öll mannvirki inn á milli voru eyðilögð til að mynda autt svæði, „no man’s land“, sem einnig gekk undir nafninu „dauðaræman“, enda enduðu margar flóttatilraunir þar á sviplegan hátt.

 

Auðvitað vil ég lesa meira um Berlinarmúrinn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband