Ekkert leyndarmál lengur

The SecretÍ grein dagsins fjallar Lára Jónasdóttir um leyndarmálið sem farið hefur sigurför um heiminn. Það er hins vegar ekki eins einstakt og af er látið og á sér raunar miklu eldri forvera. Segir meðal annars í greininni: ,,Í grundvallaratriðum gengur hið svokallaða leyndarmál út á það að ef þú hugsar jákvætt þá gerast jákvæðir hlutir, hugsir þú neikvætt dregur þú að þér neikvæða orku og neikvæða hluti. Í myndinni er farið mjög ítarlega í þessa orku og flæði orku í heiminum, rætt er um skammtafræði, eðlisfræði, heimspeki og svo framvegis.

Já! Ég vil lesa meira um leyndarmál, sem eru ekki leyndarmál, og aðra hressa hluti...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Föðursystir mín, Þórunn Þorgeirsdóttir, fædd 1902, fór oft með eftirfarandi húsgang sem endir til þess að einhverju fólki hafi verið ljóst mikilvægi jákvæðrar hugsunar:

Hafðu gát á hugsun þinni,

hugurinn ýmsu valda má.

 Býr þar mikil orka inni,

ýmsu breytir til og frá.

Ég á svo einhvers staðar annað erindi. Höfundur er mér ókunnur.

Jeggvan Bugvi (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband