29.8.2007 | 12:58
Að velja sér dómara
Í gær var í fréttum að Páll Hreinsson lagaprófessor hefur verið skipaður Hæstaréttardómari. Það þarf ekki að rifja upp fyrir fólki að skipanir í tíð núverandi dómsmálaráðherra hafa verið umdeildar svo það sé orðað varlega, þótt flestir séu sammála um að í þetta skiptið hafi tekist vel til. Dagbjört Hákonardóttir skrifar í dag um hvernig við förum að og hvernig við ættum að fara að því að skipa Hæstaréttardómara: Eins og áður hefur verið rakið eru sitjandi hæstaréttardómarar ekki óskeikulir sem handhafar skipunarvalds. Margir segja að þetta sé einfaldlega íhaldsöm gamalmennaklíka sem geri gömlum kollegum hátt undir höfði og sé e.t.v. illa við umsvifamikla verjendur glæpamanna. Þess í stað hygli þeir rólegum og afkastamiklum fræðimönnum, og e.t.v. liðtækum briddsmönnum.
Páll Hreinsson skipaður dómari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2007 | 09:47
Víða er smokkur rofinn
Það er mál manna að kynlíf sé eitt af því sem gerir lífið bærilegra hér á landi. Læknaneminn Eyjólfur Þorkelsson telur þó að Íslendingar gætu stundað kynlífið sitt á betri og heilbrigðari hátt. Þar sem að Eyjólfur hefur talsverða reynslu á að fara yfir leyndadóma heilbrigðs kynlífs með ungu fólki þá vildi hann fjalla aðeins um málið í þessum þriðjudagspistli. Heilbrigt og öruggt kynlíf hressir, bætir og kætir. Er þar átt við kynlíf þar sem fjölda rekkjunauta er stillt í hóf, einstaklingarnir eru upplýstir um hegðun sína og afleiðingar og sáttir við val sitt, og eðlilegar ráðstafanir eru gerðar til að varna kynsjúkdómasmiti og (eftir atvikum) getnaði. Það sem hins vegar stendur helst í vegi fyrir þessu útópíska kynlífi er áreitið, upplýsingarnar, upplýsingarnar og hin félagslegu viðmið sem móta unglingamenningu samtímans.
Heldur betur! Ég vil lesa meira um öruggara kynlíf!
27.8.2007 | 10:41
Vaknað í ókunnugu sjúkrarúmi
Veturinn 2006-2007 fór Vefritspenninn Anna Pála Sverrisdóttir í hnattreisu og ákvað hún að byrja ferðina á að fljúga illilega á hausinn í Suður-Afríku. Þrátt fyrir að byltan hefði verið slæm þá náði Anna Pála sér á mettíma enda er hún víkingur mikill að eigin sögn. Þar sem að Anna Pála er að eðlisfari bjartsýn ákvað hún að kynna sér heilbrigðiskerfið í Suður-Afríku og geta lesendur Vefritsins núna lesið hugleiðingar hennar um það blessaða kerfi. ,,Síðdegis 13. september 2006 vaknaði ég í sjúkrarúmi og hafði ekki hugmynd um hvar ég var eða hvað hafði gerst. Smám saman fékk ég að vita að sjúkrarúmið var í Höfðaborg, Suður-Afríku. Mér hafði tekist að fljúga á hausinn af hjóli á jafnsléttu.
Já! Ég vil lesa meira um hnattreisur, hjólreiðar, sjúkrahús og Barböru...
27.8.2007 | 10:36
Skattlausa árið
Í ár eru tuttugu ár frá skattlausa árinu svokallaða, en þá greiddu Íslendingar engan skatt af tekjum sínum. Í helgarumfjöllun dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um viðbrögð Íslendinga við skattleysinu og áhrif þess. Segir meðal annars í umfjölluninni: ,,Yfirskoðunarmenn á ríkisreikningum voru á meðal þeirra sem fóru ekki varhluta af þessum tímabundna hvata hjá starfsmönnum ríkisins. Þannig rákust þeir á nokkur dæmi þess að einstakir menn hafi fengið greiddar um eða yfir 1.600 yfirvinnustundir á árinu, sem jafngildir tæpum 4,4 yfirvinnustundum á dag allan ársins hring helgar jafnt sem helgidaga!
Auðvitað vil ég lesa meira um skattleysi, hagfræðibækur og annað hresst!
24.8.2007 | 10:19
Mafían og Klúbburinn
Það er víst erfitt að skilja stjórnmálin almennilega án þess að þekkja sögu þeirra að einhverju marki. Sumt úr sögunni er óneitanlega litríkara en annað og skemmtilegra að lesa um. Magnús Már Guðmundsson rifjar í dag upp þrjátíu ára gamlar deilur, þungar ásakanir og gífuryrði sem gengu á víxl í þjóðfélaginu. Við sögu kemur Mafían, Klúbburinn, Framsóknarflokkurinn og Geirfinnsmálin. ,,Í byrjun árs 1976 risu upp mikar deilur í stjórnmála- og þjóðlífinu varðandi svokallað Klúbbsmál er varðaði embættisfærslur Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins, er hann var forsætis- og dómsmálaráðherra í október 1972. Þann 2. febrúar 1976 rataði einn angi málsins inná Alþingi þar sem ráðherra dómsmála var sagður hafa heft rannsóknina í Geirfinnsmálinu.
Já, ég vil setja mig inn í stjórnmálaslúður áttunda áratugarins.
23.8.2007 | 13:24
Þar sem einstaklingurinn er einn, en frjáls
Í þessum fimmtudagspistli veltir Eva Bjarnadóttir fyrir sér kjarna nýfrjálshyggjunar og hvernig hún hefur hægt og rólega lagt undir sig orðræðuna og heiminn í leiðinni. Eva leggur þessar hugleiðingar m.a. út frá skrifum Pierre Bourdieu, en greinasafn eftir hann, Almenningsálitið er ekki til, var gefið út af Reykjavíkur akademíunni á dögunum í Atviks ritröðinni. Getur hugsast að viðskiptaheimurinn sé í raun ekkert annað en hagnýt útfærsla á staðleysu (útópíu) nýfrjálshyggjunnar sem slær á sig mynd stjórnmálastefnu staðleysu sem styðst við og slær eign sinni tiltekna hagfræðikenningu og gengur svo langt að líta á sjálfa sig sem vísindalega lýsingu á raunveruleikanum?
Já, ég vil lesa meira um nýfrjálshyggjuna, orðræðuna, markaðshagkerfið og atvinnuleysi.
22.8.2007 | 09:45
Hestar, menn og maraþon
Reykjavíkurmaraþonið er einn af föstu punktum ágústmánaðar ár hvert. Þar hlaupa Reykvíkingar, nærsveitarmenn og lengra aðkomnir af hinum ýmsu ástæðum. Samkvæmt auglýsingunum hlaupa sumir til góðs, aðrir gera það þá væntanlega ekki. Fyrir innipúka eins og Vefritsritstjórnina er erfitt að skilja fólk sem ákveður að hlaupa eins og eitt maraþon, en Grétar Halldór Gunnarsson ætlar samt að reyna að gera efninu skil í þessum miðvikudagspistli. En skepnan fær aldrei nóg söng Bubbi á plötunni sinni, Tvíburinn. Það er mikið til í því sem Bubbi syngur enda hafa sumir ekki látið sér nægja hefðbundið maraþonhlaup. Svokallað ultra-maraþon hefur verið fundið upp fyrir þá sem fá ekki nóg, hætta ekki að bæta við sig kílómetrum og taka nýjum áskorunum. Ultramaraþon er gjarnan um 100 kílómetra hlaupaleið.
Já! Ég vil heldur betur lesa meira um hesta, menn og jafnvel líka maraþon.
21.8.2007 | 01:30
Af framboði, eftirspurn og orðabraski
Við notum orð til að endurspegla hugsanir okkar. En endurspeglast kannski hugsanirnar okkar stundum af orðunum sem við notum og þá án þess að við veltum því fyrir okkur? Erla Elíasdóttir skrifar í pistli dagsins um hvernig við notum orð - eða orð nota okkur- og tekur nokkur dæmi, m.a. um orðið atvinnumótmælandi. Yfir þessu sér fólk, sem aldrei myndi nenna að mótmæla nokkurs konar yfirgangi á eigin eða annarra hlut (nema kannski því að heimilislausum sé útvegað húsaskjól í miðbænum), slíkum ofsjónum að það keppist við að lýsa andúð sinni á vinnuþjörkunum í ræðu og riti. Það mætti halda að þau fengju borgað fyrir það!
Lesa greinina, orð fyrir orð...
17.8.2007 | 09:46
Nauðgunarlausa verslunarmannahelgi fjölmiðlanna
Verslunarmannahelgin þetta árið fór mjög vel fram, allavega að mati fjölmiðla Íslands sem hafa keppst við að flytja fréttir af nauðgunarlausri verslunarmannahelgi. Elín Ósk Helgadóttir bendir í grein dagsins á að þrátt fyrir að engin nauðgun um helgina hafi enn verið kærð gætu þær vel hafa átt sér stað og að fjölmiðlar þurfi að hvetja fórnarlömb til að gefa sig fram og leita réttar síns: Umfjöllun fjölmiðla þar sem nauðgunarlausri helgi er hampað er bæði röng og ber vott um vankunnáttu. Það þarf ekki annað að skoða ársskýrslur Stígamóta til að gera sér grein fyrir því að nauðganir eru almennt ekki kærðar daginn eftir eða mánuðinn eftir og oft leita fórnalömb sér hjálpar mörgum árum seinna meðan önnur bera skömmina alla ævi án þess að leita sér aðstoðar.
Fíkniefnamál mun færri í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2007 | 09:40
Ókeypis strætó – og hvað svo?
Er alltaf eftirspurn eftir því sem er ókeypis? Í grein dagsins skoðar Helga Tryggvadóttir grænt skref sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, að gera strætó gjaldfrjálsan: Frumkvæði borgaryfirvalda í Reykjavík um að frítt verði í strætó fyrir námsmenn er gleðilegt, og ekki í takt við aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi strætó síðan nýr meirihluti tók við völdum í borginni fyrir rúmu ári síðan. Þær hafa flestar miðað að því að skerða þjónustuna, tíðari ferðir stofnleiða á álagstímum voru felldar niður og strætisvagnar á leið hafa einungis gengið á hálftíma fresti í allt sumar.
Auðvitað viltu lesa meira um strætóana hans Gísla Marteins!
15.8.2007 | 16:23
Við lærum öll af reynslunni
Mennirnir eru misjafnir eins og þeir eru margir og er það vel. Við hugsum um hlutina á fjölbreyttan hátt og nálgumst málin út frá ólíkum viðhorfum. Það sem blasir við einum eru öðrum hulið. Það er einmitt þessi fjölbreytileiki sem gerir mannlífið eins áhugavert og það er. Lára Jónasdóttir vildi fjalla um þennan fjölbreytileika með nokkrum áhugaverðum dæmisögum í þessum miðvikudagspistli sínum. Reynum að hafa opin huga fyrir því hvað það er gott að allir sjá hlutina ekki frá sama sjónarhorni, því ef svo væri kæmu aldrei fram neinar frumlegar hugmyndir.
Auðvitað vil ég lesa meira um fjölbreytileika, mýs og landakort!
14.8.2007 | 09:18
Spurning um áræði og metnað
Mikið hefur verið rætt um Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna undanfarið, vegna framboðs Íslands til ráðsins. Í grein dagsins ræðir Örlygur Hnefill Örlygsson um hlutverk Öryggisráðsins og möguleika Íslendinga á að ná kjöri. Framboð sem þetta er ekki gróðaleið. Það verður okkur kostnaðarsamt, en ég lít svo á að þarna séum við bæði að stimpla okkur inn sem ríki sem tekur afstöðu í alþjóðamálum og einnig að axla okkar ábyrgð í samfélagi þjóða.
Lesa meira um Ísland og Öryggisráðið...
13.8.2007 | 09:17
Rambópólitík
Verða allar þjóðir að haga seglum eftir vindi, stinga hvor aðra í bakið eftir að hafa snúið þeim saman daginn áður? Í grein dagsins veltir Pétur Ólafsson þeirri spurningu fyrir sér og notfærir sér meðal annars speki John Rambo, sérsveitarmanns, til að svara henni. Í greininni segir meðal annars: ,,Í myndinni ræðir Rambó við áhorfandann um að það sé ekki hægt að vinna stríð gegn Afgönum, þjóðin sé of stolt til að hægt sé að vaða svona yfir hana líkt og Rússar ætluðu sér. Í myndinni bregður Rambó sér í hlutverk prédikara og segir við rússneska stríðsherrann; you can´t win this war, this is your Vietnam war.
Auðvitað vilja allir lesa meira um Rambo, Rumsfeld og Saddam!
10.8.2007 | 11:02
Kjarnorkan og framtíðin
Í gær var þess minnst 62 ár voru liðin frá kjarnorkuárásinni á Nagasaki. Um allan heim voru athafnir til minningar um þá árás og hittust íslenskir friðarsinnar við tjörnina í Reykjavík og Minjasafnstjörnina á Akureyri. Þegar að Enola Gay varpaði Little Boy á Hiroshima þann 6. ágúst 2007 breyttist heimsmynd manna varanlega. Aldrei fyrr hafði mannkynið ráðið yfir vopni með öðrum eins eyðingarmætti. Í tilefni af þessum atburðum vildi Snorri Sigurðsson fjalla lauslega um kjarnorkuna og þróun hennar. Þessu fylgdi mikill ótti og kjarnorkuváin varð lykilþáttur í hinu órólega pólítíska landslagi sem fylgdi lokum heimsstyrjaldarinnar og leiddi til kalda stríðsins sem heltók heimsbyggðína næstu áratugina. Enn þann dag í dag svífur óttinn við gereyðingarmátt kjarnorkuvopna yfir vötnum og veldur eilífri tortyggni í samskiptum þeirra þjóða sem búa yfir slíkum vopnabúnaði.
Ég vil að sjálfsögðu lesa meira um Enolu Gay og kjarnorkusprengjur...
Hörmunga minnst við Tjörnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2007 | 17:17
Eniga meniga - og allir röfla um peninga
Íslenskir námsmenn ættu auðvitað aldrei að borða neitt annað en makkarónur með tómatsósu ef þeir ætla að hafa það af fjárhagslega eða hvað? Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir verður skiptinemi við Háskóla Íslands í ár og er ein þeirra sem farin er að þjást af krónískri kvíðaröskun vegna leiguverðsins og annars. Í pistli dagsins skrifar hún um hvernig Íslendingar og Svíar hugsa hlutina mismunandi og kemur að lokum með hugmynd fyrir LÍN. Ég verð hinsvegar að viðurkenna að sjaldnast hafði ég nokkra hugmynd um hversu mikinn eða öllu heldur lítinn pening ég átti, eitthvað sem að vissu leyti gat auðvitað skrifast á kæruleysi, eða í versta falli dómgreindarleysi undirritaðrar þegar kemur að fjármálum, en að vissu leyti líka á íslensku leiðina, góðan kokteil af tilboðum frá bönkunum sem þrá að við skuldum og hinu klassíska þetta reddast.
Súkkadí púkkadí - kaupa meira fínerí...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.8.2007 kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 12:56
Heima um versló
Verslunarmannahelginni var að ljúka og þúsundir Íslendinga eru á leiðinni til síns heima. Undanfarna áratugi hefur þessi fyrsta helgi ágústmánaðar verið stærsta ferðahelgi ársins, en af fréttaflutningi fjölmiðla má ráða að óvenju margir hafi ákveðið að sitja heima þetta árið. Hún Gró Einarsdóttir er ein þeirra sem sat heima og því vildi hún endilega fjalla aðeins um þessa séríslensku fylleríshelgi og af hverju hún er ekki eins vinsæl og fyrrum. Núna loksins þegar ég má fara finnst mér það bara ekkert spennandi. Það er eins og allur ljóminn og öll spennan hafi bara lekið úr þessu og eftir situr ekkert nema kaldur veruleikinn. Bleyta, bjór, kuldi, æla, slef og hálfur kexpakki. Núna, 19 ára að aldri, finnst mér ég bara vera orðin of gömul fyrir þetta.
Varst þú kannski líka heima um helgina?
3.8.2007 | 11:30
Góða helgi
Ritstjórn Vefritsins óskar gleðilegrar verslunarmannahelgar. Þeim sem voru á Húkkaraballi í gær er þakkað fyrir síðast, enda voru Vefritspennar eins og þeir leggja sig, að sjálfsögðu þar. Líklega þarf að hafa í huga hið fornkveðna um helgina, að ganga hægt um gleðinnar dyr -en þó ekki allt of hægt. Það sama á við í umferðinni. Og látið eiturlyf og ofbeldi víkja fyrir gítar og gleði. Þá eru tónlistarmenn á þjóðhátíðum minntir á að fara varlega í kringum þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Og ef þið eruð undir fimmtugu, umfram allt munið að tjalda ekki.
2.8.2007 | 13:42
Bjargvættir Íslands… í gúrkutíð
Já, það er gúrkutíð og það veit Hrafn Stefánsson eins og aðrir sem hafa tjáð sig um þetta óvænta og ófyrirséða fréttaleysi í sumar. ,,Þetta sumar hefur þó verið sérstakt að því leiti að það hefur komið hingað hópur af fólki til að bjarga okkur frá gúrkunni. Þetta eru samtökin Saving Iceland en með aðgerðum þeirra og ummælum í sumar hefur skapast heilmikil vinna fyrir sumarafleysingarfólk fjölmiðlanna. Þannig er fréttatíminn orðinn að einskonar spennuþætti þar sem farið er yfir nýjustu afrek og afbrot bjargvættanna. En hvað eru þessi samtök að gera og hverju er barátta þeirra að skila, spyr Hrafn í grein dagsins.
Hvað finnst þér um Saving Iceland?
1.8.2007 | 09:35
The Assault on Reason
Nýlega gaf fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Al Gore, út bókina ,,The Assault on Reason. Í grein dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um bókina og segir meðal annars: ,,Kjarni bókarinnar er þó viðameiri en einungis gagnrýni á Bush og félaga. Gore lýsir áhyggjum sínum af þróun lýðræðisins hvernig hinn almenni borgari í Bandaríkjunum lætur sig varða meira svefnleysi Paris Hilton en hverjir fara með almannavald og umfram allt, hvernig. Viðbrögð almennings, eða öllu heldur viðbragðsleysi, við pyntingum bandarískra hermanna á saklausu fólki í Abu Ghraib telur hann vera gott dæmi um andvaraleysi þjóðarinnar gagnvart umhverfi sínu og framtíð.
Auðvitað vil ég lesa meira um Al Gore og þau vandamál sem Bandaríkjamenn standa frammi fyrir...
31.7.2007 | 10:24
Áfram strákar!
Verslunarmannahelgin nálgast. Allir á leið í stuðið sem einkennir þessa vinsælu ferðahelgi. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er ein af þeim sem vonandi skemmtir sér vel um helgina. Hún er hins vegar orðin þreytt á stöðugum tilmælum um að labba ekki ein heim, drekka ekki of mikið eða týna ekki vinkonum sínum. Nauðganir hafa því miður sett ljótan svip á verslunarmannahelgina gegnum árin. Steinunn beinir þó athyglinni að því að rétta aðferðin í baráttunni gegn þeim sé ekki að möguleg fórnarlömb passi sig betur. Ef ég skil útidyrnar mínar eftir ólæstar er það ekki samþykki um innbrot. Daður er heldur ekki samþykki um kynlíf. Kynlíf án samþykkis er nauðgun, skrifar Steinunn sem segir í greininni frá Nei-átaki karlahóps femínistafélagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006