Bloggfćrslur mánađarins, mars 2007

Hugleiđing um frelsi

braveheartÍ grein dagsins lítur Eva Bjarnadóttir á hugtakiđ frelsi, hversu ólíkar birtingarmyndir ţađ getur átt og mikilvćgi ţess ađ einfalda ekki um of umrćđuna um ţađ. Í greininni segir m.a: Ţađ virđist ekki vefjast fyrir mörgum hvađ ţetta frelsi sé. Líkt og allir séu ađ tala um ţađ sama. En ţví fer fjarri. Frelsi er jafn afstćtt og öll önnur hugtök búin til af mönnum. Ţađ er misjafnt eftir tíma og rúmi hvernig fólk túlkar frelsi sitt.

Lesa meira....


%u201CBeautiful nature, you know%u201D

icelandÍ grein dagsins skođar Styrmir Gođason ferđamannaiđnađinn og hvers vegna ţađ ţarf ađ samţćtta ţann iđnađ viđ ađra hagsmuni landsmanna svo vel sé. Í greininn segir m.a: Samkvćmt könnun ferđamálastofu frá árinu 2005 koma 75% ferđamanna til Íslands til ađ upplifa náttúruna. Ţessir ferđamenn hafa mikiđ fyrir ţví ađ koma hingađ ţar sem ţađ er dýrt og lítiđ er um pakkaferđir, en í sömu skýrslu ferđamálastofu kemur fram ađ flestir ferđamenn koma hingađ á eigin vegum.

Lesa meira.....


Indland á krossgötum

trafficjamIndverska hagkerfiđ hefur tekiđ stakkaskiptum á undanförnum tveim áratugum. Dregiđ hefur veriđ úr ríkisafskiptum af efnahagslífinu og hagkerfiđ hefur veriđ opnađ fyrir erlendum viđskiptum og fjárfestingu. Árangurinn hefur ekki látiđ standa á sér, enda hefur hagvöxtur veriđ međ ţví mesta međal stćrri hagkerfa í heiminum og mikil sókn er í indverska tölvu- og tćkniiđnađinum. Ţađ er hins vegar ýmislegt sem bendir til ţess ađ innviđi Indlands ţola ekki frekari vöxt – vegakerfi landsins er kaótískt, skólpkerfiđ rćđur illa viđ rigningatímabil sumarsins, rafmagnstruflanir eru tíđar og hiđ lýđrćđislega ferli er ađ mörgu leyti viđkvćmt fyrir bírćfnum popúlískum áróđri. Í helgarumfjöllun vikunnar fjallar Agnar Freyr Helgason um krosgöturnar sem Indland er á og hvađa lausnir eru í sjónmáli fyrir innviđi indverska hagkerfisins

Lesa grein....


Allir í frambođ

ommiÍ grein dagsins veltir Helga Tryggvadóttir fyrir sér nýja frambođinu, Íslandshreyfingunni, og mögulegum afleiđingum ţess. Í greininni segir m.a: Frambođ sem leggja höfuđáherslu á eitt málefni en sćkja ađ öđru leyti inn á miđjuna hafa áđur komiđ fram í íslenskum stjórnmálum. Skemmst er ađ minnast tilkomu Frjálslynda flokksins sem frá upphafi lagđi höfuđáherslu á breytt fiskveiđistjórnunarkerfi. Vandinn sem Íslandshreyfingin stendur nú frammi fyrir eru hins vegar ţröskuldar til ţess ađ ná kjöri til Alţingis og viđ úthlutun jöfnunarsćta, en ţar koma einungis ţau stjórnmálasamtök til álita sem hlotiđ hafa ađ minnsta kosti fimm prósent greiddra atkvćđa á landsvísu.

Lesa meira...


"Jafnréttissinnar eru perrar"

slaedugreinÍ grein dagsins veltir Anna Tryggvadóttir međal annars fyrir sér stađalímyndum í tengslum viđ klćđnađ kvenna. Í greininni segir međal annars: “En ţađ sem er verst viđ slćđuáráttu Vesturlandanna er bara ekki röng forgangsröđun, og ađ ţar sé veriđ ađ leggja áherslu á birtingarmyndir karlasamfélagsins en ekki raunverulegar meinsemdir ţess. Međ ţví ađ segja viđ múslimakonur ađ ţćr geti ekki veriđ femínistar nema ţćr séu ekki međ slćđu, er veriđ ađ tengja Vesturlönd og jafnréttisumrćđuna órjúfanlegum böndum. Gallinn er bara sá ađ mjög margt sem frá okkur kemur á ekkert skylt viđ jafnrétti.” 

Lesa meira....


Hver vilt ţú ađ stjórni ţínu landi?

bushoddsÍ grein dagsins fjallar Guđfinnur Sveinsson um afstöđu ríkisstjórnar Íslands til stríđa svo sem Íraksstríđsins.  Í greininni segir m.a: Áriđ 2003, nánar tiltekiđ ađfaranótt 20. mars ţađ ár, réđst Bandaríkja- og Bretlandsher inní Írak međ stuđningi 49 annarra ţjóđa, sem kölluđu sig “Bandalag viljugra ţjóđa”. Ein af ţeim ţjóđum var, og er Ísland. Síđan ţá hafa átök stađiđ yfir án hléa. Morđ á saklausum borgurum, mannréttindabrot og eyđilegging samfélagsins - allt í okkar nafni. Er ekkert óeđlilegt viđ ţađ, ađ ólögleg ákvörđun tveggja manna sem var tekin án samráđs viđ Alţingi og Utanríkismálanefnd, standi óhreyfđ enn ţann dag í dag?

Lesa meira........


Ţagnargildi ţjáninga og gleymska á friđartímum

finnskaflaggan Nýlega var gengiđ til kosningar til Finnlandi ţar sem ýmislegt breyttist.  Erla Elíasdóttir skođar Finnsku ţjóđina og umbrotamikla sögu hennar sem hefur skiliđ eftir spor í vitund hennar.  Í framhaldi veltir hún upp hvernig slík saga getur mótađ stjórnmálalíf ţjóđar og gefiđ ţví ađrar forsendur en viđ ţekkjum hér á Íslandi. Í greininni segir m.a: Í lok sama árs nýttu Finnar sér ţá upplausn er skapast hafđi í Rússlandi eftir byltinguna og lýstu yfir sjálfstćđi. Ţó var ţess skammt ađ bíđa ađ  uppreisn Jafnađarmanna í kjölfar ósigurs ţeirra á ţingi myndi leiđa til styrjaldar, sem varđi frá janúar 1918 fram í maí sama árs. Lesa meira...

mbl.is Vanhanen rćđir viđ leiđtoga annarra flokka í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gonzales og alríkissaksóknararnir 8

gonzalesNýjasta hneyksliđ sem skekur Hvíta Húsiđ og fylgismenn Bush er til umfjöllunar í grein dagsins. Ţórir Hrafn Gunnarsson útskýrir hvađ felst í uppsögnum 8 bandarískra alríkissaksóknara sem hafa vakiđ svo miklar deilur. Auk ţess skođar hann hver Gonzales, góđvinur George Bush Bandaríkjaforseta er og hver hans ađkoma ađ málinu er. Í greininni segir m.a: Ţađ sem er alvarlegast í ţessu máli er ekki hversu augljóslega Gonsalez hefur beygt og brotiđ flestar ţćr reglur sem menn í hans stöđu eiga ađ virđa. Hegđun Gonsalezar er augljóslega alvarleg í sjálfu sér, en hún er merki um ţá óheilbrigđu stefnu sem ríkisstjórn Bush hefur starfađ eftir. Í stjórnartíđ Bush hefur embćttismönnum og öđrum starfsmönnum veriđ umbunađ fyrir eina dyggđ, hollustu. Hér ekki um hollustu gagnvart ríki og ţjóđ og hagsmunum, heldur hollustu viđ Bush og stefnu hans.

Lesa Meira.....


Óbilandi stöđugleikinn

111 Í grein dagsins gerir Agnar Burgess góđa úttekt á ţví hvađ stendur ađ baki slagorđunum um ţann efnahagslegan stöđugleika sem okkur er sagt ađ ríki á Íslandi. Í greininni segir m.a: "Stöđugleikinn er ekki til stađar, ekki nema ţađ kallist stöđugleiki ađ hafa síbreytilega verđbólgu, eđa ţá stöđugan slaka í efnahagsmálunum. Ţađ eina sem helst raunverulega stöđugt er fastafylgi Sjálfstćđisflokksins" Lesa meira...

Til hamingju međ afmćliđ!

20050228-iraq-warÍ grein dagsins rifjar Ţórir Hrafn Gunnarsson upp ţađ sem viđ ćttum ekki ađ gleyma, Íraksstríđiđ.  Í greininni segir m.a: Í dag vitum viđ ađ allur ađdragandi Íraksstríđsins byggđist flóknum blekkingarleik ţar sem ađ lygum og hálfsannleik var óspart beitt til ţess ađ réttlćta stríđiđ. Ţađ sáu reyndar margir í gegnum ţennan blekkingarleik á sínum tíma, en ţví miđur ákváđu ráđamenn sumra ţjóđa frekar ađ falla fyrir rangfćrslum Bandaríkjamanna og Breta. Ísland var ein af ţeim ţjóđum sem ákvađ ađ styđja ţessa innrás og er sú ákvörđun ćvarandi smánarblettur á utanríkisstefnu ţjóđar okkar. Lesa meira

Nćsta síđa »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móđurfélagiđ

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband