Sérframboðið Sameinaðir vinstrimenn

sameinast.jpg

Í dag skrifar Anna Pála Sverrisdóttir um nýtt framboð sem unnið verður að á næstunni og ætlar að bjóða fram í næstu kosningum til Alþingis. Vinnuheiti framboðsins er Sameinaðir vinstrimenn, en tilgangur þess er að fá félagshyggjufólk til að starfa saman. Félagshyggjufólk á að starfa í félagi hvert við annað. Nokkuð kaldhæðnislegt er til þess að hugsa að einstaklingshyggjufólk flykkist í samstarf hvert við annað af því það skilur mikilvægi samvinnunnar. Félagshyggjufólkið aftur á móti virðist gjarnara á að kjósa að vinna ekki saman til að geta haft hlutina nákvæmlega eftir eigin höfði í sínu framboði. Gallinn er bara að þá verða hlutirnir ekki eftir því sama höfði í þjóðfélaginu.

Vei! Auðvitað vil ég lesa mikið um vinstrimenn, bæði sundraða og sameinaða...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hugmynd byggð á traustum grunni!:

„Hugmyndin um sérframboðið Sameinaða vinstrimenn leit dagsins ljós einhvern tímann þegar ég hafði nýlokið mér af við að gubba á sjónvarpið mitt.“

Um möguleikann á framboði:„Látum ekki fortíðina flækjast of mikið fyrir okkur“.

Ívar Pálsson, 7.9.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Páll Einarsson

Hefur enginn heyrt um Samfylkinguna ? á að fara að sunda vinstri arminum en meir með að skella en einu samkurlinu?

Það vita nú allir að afturhalds kommatíttir hugsa hvað mest um sjálfan sig og eru ávalt hræddir að missa sitt við að sameinast í stærri flokk.

Páll Einarsson, 7.9.2007 kl. 08:58

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

er það félagshyggjufólk sem stofnar nýtt félag ef það fær ekki sitt í þeim félögum sem fyrir eru?

G. Valdimar Valdemarsson, 7.9.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband