Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2008

Brain cancer. Fuck that!!!

Föstudagin 25. janúar 2008 fékk bandaríski saxafónleikarinn Andrew D’Angelo krampakast ţar sem hann var ađ keyra bílinn sinn í Brooklyn. Ţegar komiđ var á sjúkrahús var Andrew greindur međ heilaćxli. Í grein dagsins fjallar Kári Hólmar Ragnarsson um fáránleika bandaríska heilbrigđiskerfisins og hvetur fólk til ađ mćta á styrktartónleika á Organ í Reykjavík í kvöld: ,,Grundvallarhugmyndin sem hiđ bandaríska, ,,frjálsa” sjúkratryggingakerfi byggir á er hins vegar elskuđ og dáđ af mörgum íslenskum hugsuđum. Einstaklingsfrelsiđ og –framtakiđ, afskiptaleysi ríkisins og lögmál markađarins er kyrjađ eins og mantra sannleikans af ţúsunum bláeygđra Íslendinga.”

Lesa »


Međ 51 kosningastjóra á launum hjá Alţingi

Herra FrumvarpÍ grein dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um tillögur forsćtisnefndar Alţingis sem miđa ađ ţví ađ allir landsbyggđarţingmenn eigi rétt á ađstođarmanni í ţriđjungsstarfi. Segir međal annars í greininni: ,,Ţađ ţarf ekki frjótt ímyndunarafl til ađ geta sér til um kröfur ţingmanna eftir nokkur misseri: Hvorki gengur ađ deila starfsmanni né ađ hafa hann einungis í 33% starfi – eina vitiđ í stöđunni verđur ađ hver ţingmađur fái sinn persónulega ađstođarmann. Og ţá verđa ađstođarmennirnir orđnir 51.

Já takk, ég vil lesa um kosningastjóranna 51


9. nóvember 1932 vs. 24 janúar 2008

24jan_2008.JPGMótmćlin í Ráđhúsi Reykjavíkur í lok janúar á ţessu ári verđa sennilega lengi í minnum höfđ. Fjölmiđlar fóru geyst í umfjöllun sinni um ţau, og voru einhverjir sem líktu ţeim viđ Gúttóslaginn frá 1932. Magnús Már Guđmundsson fjallar um mótmćlin í janúar á ţessu ári og mótmćlin í Gúttó á Íslandi kreppuáranna:  Í Gúttóslagnum var tekist harkalega á og var fundarsalur bćjarstjórnarinnar í Góđtemplarahúsinu rústir einar eftir atganginn. Húsiđ var bárujárnsklćdd timburbygging sem stóđ á horni Templarasunds og Vonarstrćtis. Rúmlega 30 manna lögregluliđ tókst á viđ nokkur hundruđ mótmćlendur og lágu 2/3 lögregluliđsins eftir óvígir.

Lesa alla greinina um Gúttó og Ráđhúsiđ


Ef ţú sérđ eitthvađ, segđu eitthvađ!

if-you-see-something.jpg„Ef ţú sérđ eitthvađ, segđu eitthvađ!“ hefur stađiđ stórum stöfum í neđanjarđarlestunum í New York og skilađi nćrri tvö ţúsund ábendingum um grunsamlegt athćfi lestarfarţega á síđasta ári. Helga Tryggvadóttir fjallar í grein dagsins um herferđina og árangur hennar: „Múslimar finna fyrir aukinni tortryggni í sinn garđ eftir einsleita umrćđu undanfarinna ára um hryđjuverk. Hvađ ţá ef komiđ er fyrir risastórum veggspjöldum í hverja einustu lest um ađ allir eigi ađ hafa augun hjá sér og tilkynna samferđafólk sitt til lögreglu geri ţađ „eitthvađ“.“

Jáhá! Ég vil heldur betur lesa um paranoju og annađ hresst.


Frétt vikunnar: sjálfstćđi Kósóvó

embassy460.jpgÍ grein dagsins fjallar Hrafn Stefánsson um ástandiđ í gömlu Júgóslavíu, nánar tiltekiđ í Kósóvó og Serbíu. Söguleg nálgun er mjög mikilvćg í ţessu tilliti til ađ gera sér grein fyrir kjarna deilunnar: Mótmćli og óeirđir hafa átt sér stađ í kjölfariđ í Serbíu og í gćr var kveikt í sendiráđi Bandaríkjanna í Belgrad auk ţess sem fréttir hafa borist af ţví ađ ráđist hafi veriđ á sendiráđ Breta og Króata. Árásirnar á sendiráđin voru gerđar í kjölfariđ á 150.000 manna mótmćlum í Belgrad ţar sem Serbar mótmćltu friđsamlega.

Ég vil lesa um Kósóvó og Serbíu


Líf án ofbeldis – allra réttur

liberia_01_400×389.jpgÍ grein dagsins fjallar Steinunn Guđjónsdóttir um stöđu kvenna á ófriđarsvćđum. Međal annars fjallar hún um stöđuna í Líberíu, Kongó og Síerra Leóne. Menntamálaráđherra Síerra Leóne var í heimsókn hér á Íslandi fyrir nokkrum vikum. Ţegar hann var spurđur hver stađa menntunar međal kvenna vćri var svar hans á ţá leiđ ađ ţegar drengir og stúlkur hćfu skólagöngu vćri hlutfall ţeirra jafnt. Ţegar á liđi fćru stúlkurnar hins vegar ađ heltast úr lestinni og vćri ţađ ekki síst vegna ofbeldis. Stúlkurnar ţurfa oft ađ ganga langa leiđ í skóla og eiga ţađ á hćttu ađ verđa nauđgađ á leiđinni, sömuleiđis ţegar í skólann er komiđ, stafar ţeim ógn af ađ verđa fyrir ofbeldi af hendi kennara og samnemenda.

Ég vil lesa meira!


Hvers vegna gerist ekki rassgat?

straeto.jpgLára Jónasdóttir tekur fyrir hátt bensínsverđ, REI og lélegar almenningssamgöngur í umfjöllun helgarinnar ađ ţessu sinni. Ţađ eru lika allir orđnir drulluleiđir á umfjöllun um REI, flugvöllinn í Vatnsmýrinni og umrćđunni um útlendinga á Íslandi, ţreyttastir eru líklega ţeir sem falla undir einhvern af ţessum umrćđuflokkum og ţurfa endalaust ađ vera hnykkja á sinni stöđu og hvers vegna ţađ er mikilvćgt ađ hafa ákveđna stefnu í málum eins og ţessum. Hvers vegna gerist ekki rassgat? 

Ađ sjálfsögđu vil ég lesa ţetta!


Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum

425_obama_barack_041807.jpgÓđum styttist í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Einar Örn Einarsson spáir í spilin og vonar ađ Demókratar muni ekki tapa enn einu sinni: Ţannig ađ einhvern veginn tókst George W Bush ađ sigra Demókrata í bćđi skiptin og 8 ára valdatímabili hans er nú ađ ljúka.  Í fyrsta sinn í nokkra áratugi standa Bandaríkjamenn ţví frammi fyrir kosningum ţar sem hvorki sitjandi forseti né varaforseti er í frambođi.  Bandaríkjamenn eru á fullu í óvinsćlu stríđi í Írak, efnahagurinn er í slćmum málum, dollarinn veikur, olíverđ í hćstu hćđum , George W Bush međ ólíkindum óvinsćll forseti og líklegur kandídat Repúblikana verđur 72 ára gamall ţegar ađ kjörtímabiliđ hefst.  Hvernig eiga Demókratar ađ fara ađ ţví ađ tapa núna?

Ég vil lesa meira um kosningarnar í nóvember!


Vangaveltur um ný skólafrumvörp

33-books.gifTalsverđar umrćđur hafa veriđ um skólafrumvörp menntamálaráđherra en ţađ tekur til allra skólastiga utan háskólastigsins. Í grein dagsins fjallar Guđlaugur Kr. Jörundsson um ţessi frumvörp, m.a. međ áherslu á menntun kennara, gjaldfrelsi og niđurfellingu samrćmdra prófa: Međ hćkkandi launum kennara mun skána eitt helsta vandamál menntakerfis okkar en ţađ er ađ tryggja gott skólastarf međ góđum kennurum og skapa stöđugleika međ minni starfsmannaveltu. Ţađ leynist engum sem fer í gegnum íslenskt skólakerfi sem nemandi ađ kennarar eru óđum ađ eldast og ađ vöntun er á virkilega góđum og hćfum kennurum til starfa inn í skólana.

 Lesa meira um skólafrumvörpin ţrjú


Hugleiđingar um ţjóđareign og almenna sanngirni.

smabatar.jpgNýlega gaf Mannréttindanefnd SŢ út álit um fiksveiđistjórnunarkerfi Íslendinga. Álitiđ hefur greinilega styrkt orđrćđu andstćđinga kvótakerfisins. Dagbjört Hákonardóttir fjallar um álit nefndarinnar, ţjóđareign og eignarrétt í grein dagsins. Burtséđ frá sanngirni kerfisins gagnvart smábátaeigendum og öđrum fyrirvinnum landsins í sjávarútvegi, verđum viđ ađ átta okkur á einu: Ţjóđin getur ekki átt nokkurn skapađan hlut. Og ţetta veit meirihluti mannréttindanefndarinnar ekki, sem er afar slćmt, og rýrir gildi álits hennar svo um munar.

Lesa meira um kvótann, mannréttindanefndina og ţjóđareign. 

 


Nćsta síđa »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móđurfélagiđ

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband