Kaffisjúkdómur

coffee_drinker_print_web.jpgEinn bolli á dag kemur skapinu í lag sagði einhver, en bolli af hverju? Kaffi verður sífellt vinsælli drykkur á kostnað tes. Jafnvel í Asíu er aldargömul temenning að láta undan súkkulaði-soja-kaffi-latte í götumáli. Lára Jónasdóttir veltir fyrir sér kaffi- og termenningu: Hvort það eru tengsl milli lækkunar heimsmarkaðsverðs og þess að Asíubúar vilja frekar drekka kaffi nú til dags eru óvíst. Hins vegar er það nokkuð víst að kaffi virðist heilla unga Asíubúa, þeir telja teið vera gamaldags og nenna ekki að taka þátt í temenningunni.

 

Lesa meira um heita drykki... 


Bein lýsing frá leikvangi karlmennskunnar

mendelenk.jpgHvítur miðaldra karlmaður er lýsing á meðal stjórnanda á Íslandi en líka á meðal ofbeldismanni. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifar um karlmennskuna og vondar birtingarmyndir hennar: Í fjölmiðlum var talað um fótboltabullurnar sem ofbeldisfulla brjálæðinga fulla af hatri, skuggahliðar samfélagsins, menn sem voru drifnir áfram af biluðum kenndum en þegar Mendel-Enk fór að kynna sér málið féllu allar kenningarnar um sjálfar sig. Það eina sem þessir menn áttu sameiginlegt var að þeir voru allir karlmenn.

 

Lesa meira um karlmennskuna .... 


Kveðja til þriðja heimsins, skál!

end-of-pov.jpgÁ meðan Íslendingar áframsenda tölvupósta um fátækt og ójöfnuð í þriðja heiminum reynir raunverulegt fólk að komast af við erfiðar aðstæður. Lára Jónasdóttir fjallar um hvernig var umhorfs í Tansaníu þegar henni barst tölvupóstur um Alþjóðlegan dag fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna: Ef ég þekki svona daga rétt þá eru haldnir fundir og fyrirlestrar út um allt. Á einhverjum stöðum er líklega boðið upp á kokteil eftir fyrirlesturinn. Skál fyrir því hvað við erum dugleg að koma saman og tala um fátæka, skál fyrir því hvað ekkert hefur gerst í málum fátækra síðast liðinn áratug.

 

Lesa meira um fátækt og kokteilboð... 


Sálfræðingar skildir útundan

gro-salfr.bmpÓjafnrétti í heilbrigðiskerfinu felst meðal annars í því að þjónusta sálfræðinga er ekki niðurgreidd af ríkinu og því ekki á allra færi. Gró Einarsdóttir fjallar um mikilvægi andlegrar heilsu fyrir starfhæft samfélag: „Sálfræðingar tilheyra nefnilega ekki sjúkrasamlaginu. Það er því ekki á allra færi að leyfa sér þann lúxus að taka á sálrænum vandamálum sínum með hjálp sérfræðings. Það er því efnafólk sem hefur forgang í andlegri heilbrigðisþjónustu.

 

Lesa meira um sálfræðiþjónustu á Íslandi... 


Samsjálfstæðisflokkurinn

200px-sjalfstaedisflokkurinn1.jpgSíðastliðið vor sömdu tveir pólitískir andstæðingar um að stýra þjóðarskútunni í sameiningu. Eftir góðan aðlögunartíma er ef til vill tímabært að rifja upp kosningaloforð og rukka flokkana um svör. Kári Hólmar Ragnarsson spyr hvað gera skal í menntamálum: En þá komum við að aðal gúmmelaðinu. Í vissum málum voru flokkarnir tveir beinlínis ósammála í þessum málaflokki. Fyrst ber að nefna grundvallaratriði: Samfylkingin hafnaði skólagjöldum á öllum námsstigum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi að nemendur taki í auknum mæli þátt í kostnaði við nám sitt.

 Lesa meira um samsjálfstæðiskurlið ....


Af kynvillingu og bókstafstrú

topic_image.jpgSíðusta daga og vikur hefur umræðan um samkynhneigða og stöðu þeirra innan Þjóðkirkjunnar verið nokkuð áberandi í íslenskum fjölmiðlum, og þá sérstaklega í ljósi nýrrar þýðingar á Biblíunni sem kom út á dögunum. Í gær samþykkti Kirkjuþing að heimila prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra og í tilefni af því vildi Örlygur Hnefill Örlygsson fjalla um málið í þessum föstudagspistli. „Það að réttlæta mismunun heima fyrir með fordómum og fáfræði annara þjóða eru léleg rök í máli þeirra sem standa á móti réttindabaráttu samkynhneigðra.”

 

Lesa meira um samkynhneigð og kirkju...


Guðmundur, Guðmundur og Andri

andri.jpgRáðstefnur eru líklega sjaldnast mjög dramatískar og í verstu tilvikum gleymist í mesta lagi einn glærupakki heima. Valgerður Halldórsdóttir hefur þó frá óvenjulegri ráðstefnu á vegum Landsvirkjunar að segja þar sem kemur fyrir ræða Andra Snæs Magnasonar og óvænt uppsögn: Andri lét þetta ekki slá sig út af laginu og greip það ráð að þýða jafn óðum ásakanirnar. „He’s saying what I am saying is a bullshit…“ Salurinn ók sér vandræðalega í sætum sínum þegar karpyrðin héldu áfram. Án rökstuðnings við yfirlýsingar sínar stormaði svo Guðmundur á dyr með hurðaskellum með þeim orðum að hann sæti ekki undir svona vitleysu.

 

Lesa meira um rithöfund og dramatíska ráðstefnu.... 


Stríðið gegn hryðjuverkum hefur skilað öfgamönnum árangri

Í GuantanamoUm þessar mundir kemur út bókin Velkomin til Bagdad: ótti og örlög á vígvöllum stríðsins gegn hryðjuverkum eftir Davíð Loga Sigurðusson. Blaðamaðurinn svara spurningum Önnu Pálu Sverrisdóttur um stríðin og stjórnmálin á Vefritinu: „Gallinn er bara sá - og þetta var kannski markmið bins Ladens - að framganga Bandaríkjamanna hefur verið þannig, að sífellt fleiri öfgamenn verða til sem kannski tengjast ekki með neinu móti bin Laden, hafa aldrei í æfingabúðir al-Qaeda í Afganistan komið. Það er hlutur sem Bandaríkjamenn verða að átta sig á og taka mið af. Þeir verða að sjá að þeir hafa ekki staðið rétt að málum.“

Lesa viðtal við Davíð Loga Sigurðsson .... 


Kynlaus og litblind

dyrin.jpgJafnréttisbaráttan tekur á sig nýjar myndir eftir því sem fleiri hópar krefjast réttar síns. Steinunn Gyðu- og Guðjónardóttir, segir eitt mikilvægasta verkefni jafnréttissinna að stilla saman strengi pg auka skilning milli þeirra hópa sem heyja viðurkenningar-, réttinda- og frelsisbaráttu: „Réttur til þátttöku og hlutdeildar í óbreyttu kerfi er ekki nóg þegar kerfið er sniðið að einum hópi frekar en öðrum. Markmiðið er að breyta því kerfi sem viðheldur misrétti.“

Mig þyrstir í að vita meira um margþætt jafnrétti... 

 

Ráðstefna um samspil mismunandi jafnréttisbaráttu. 


Skemmt brauð í boði?

soup-kitchen.jpgHáskóli Íslands er munaðarleysingi sem fáir hafa sett undir sinn verndarvæng undanfarið. Hann hefur staðið við borðið í súpueldhúsinu og þegið skammarlega lágan skammt á meðan sultarólin hefur verið hert í þeim tilgangi að krafan umskólagjöld berist innan frá. Elín Ósk Helgadóttir spyr hvort félagshyggjuflokkurinn í ríkisstjórn ætli að láta það viðgangast að tekin verði upp skólagjöld í ríkisháskólum: Fráfarandi ríkisstjórnarflokkur hélt í bremsuna og stýrði bátnum frá þessari ákvörðun en það er tilfinning mín að nýi ríkistjórnarflokkurinn, félagshyggjuflokkurinn sé búinn að klippa á bremsurnar.

 

Lesa meira um súpueldhúsið og Háskólann... 


Friðarverðlaun Nóbels og afneitunarsinnar

al_gore_i_an_inconv_100607o.jpgNýlega voru Al Gore og Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tilnefnd friðarverðlaun Nóbels. Ekki eru allir á eitt sáttir með val dómnefndarinnar og helst eru þeir svekktir sem hafna því að loftslagsbreytingar eigi sér stað. Pétur Ólafsson fjallar um tilnefningu Gores og efahyggjumenn: „An Inconvenient Truth hlaut Óskarsverðlaun og nú hefur Al Gore sjálfur fengið tilnefningu norsku nóbelsnefndarinnar til friðarverðlauna. Enn heyrast þó raddir sem bölva því að allt í einu sé búið að viðurkenna að loftslagsbreytingar séu mikið til af mannavöldum – að þær hafi umbreyst í pólitíska rétthugsun.

 

Ég vil endilega lesa meira um afneitun loftslagsbreytinga.... 


Ekki gleyma örygginu

security.jpgNú þegar allir hafa gleymt því hvers vegna það er bannað að ganga inn í fríhafnir flugstöðva í skóm eða bera vatnsbrúsa að heiman er ef til vill ástæða til að hugsa málið. Anna Tryggvadóttir fjallar um öryggið á flugvöllum: Ég á erfitt með að lýsa því hvað ég var hneyksluð. Að ég hafi farið gegn um tvöfallt öryggishlið með vasahníf. Hvað varð um allar öryggsreglurnar sem á ekki að vera hægt að komast framhjá? Ég hefði getað verið hryðjuverkamaður!

 

Lesa meira um öryggi og hryðjuverk... 


Okurbúllan Ísland

penge.jpgÍslenskir neytendur nöldra yfir háu verðlagi og þeir nöldra yfir því að þeir gera ekkert nema nöldra. Hvernig væri að mótmæla? Halldóra Þórsdóttir, stærðfræðinemi, íslenska neytandann: Nokkuð ljóst má þykja að engra breytinga er að vænta ef við höldum áfram að renna kortinu, reið í litla hjartanu en brosandi hinu blíðasta út á við. Auðvitað er erfitt að vera ekki með í lífsgæðakapphlaupinu út af einhverjum prinsippum.

 

Lesa meira... 


mbl.is Lúxus fyrir 50 milljónir plús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandalag um bitlinga?

dagurogond.jpgVið lifum á spennandi tímum í Reykjavíkurborg. Mörgum spurningum um fall meirihlutans er enn ósvarað. Dagbjört Hákonardóttir fjallar um ásakanir gamla meirihlutans og glundroðakenninguna sem virðist ekki síður eiga við hann en aðra: Fyrrverandi meirihluti var aðeins búinn að vera til í nokkra mánuði þegar brestir tóku að myndast. Þó að einhverjir sjálfstæðismenn höfðu fallist á að fara undir fölsku flaggi sem félagshyggjumenn rétt framyfir kosningar, þýddi það víst ekki að Vilhjálmur mætti halda þeim leik áfram. Klám var fordæmt, spilakössum úthýst og bjór var drukkinn volgur.

 

Lesa meira.... 


Til hammó með ammó!

Til hammó! Vefritið okkar er eins árs í dag!

Undanfarið ár hefur Vefritið vaxið og dafnað og er nú orðið að myndar krakka. Frá 13. október í fyrra hafa birst 270 greinar eftir 45 manns, sem lesnar hafa verið af nokkur þúsund Íslendingum. Umræðan um félagshyggju hefur breyst talsvert á þessum tíma og orðræðan stigið eitt skref frá yfirdrifnu frjálhyggjurausi. Við leyfum okkur að segja á þessum tímamótum að við eigum smá hlutdeild í því og munum við halda ótrauð áfram að færa samfélagsumræðunni okkar hugmyndir um hið góða samfélag.

Ritstjórn Vefritsins þakkar lesendum og pistlahöfundum fyrir frábært ár og hlakkar til þess næsta.

Lifi byltingin!

Ný tækni - nýr skattur

adsl99663.gifÍ grein dagsins fjallar Guðlaugur Kr. Jörundsson um nýja tækni og skoðar kostnað heimilanna við að skipta yfir í nýja tækni „Gagnaveitan er í opinberri eigu og ætti að bjóða nýja tækni á viðráðanlegu verði þannig að ekki ráðist af efnahag fólks hvort það geti nýtt sér nýja tækni sem án nokkurs vafa tekur alfarið við af interneti í gegnum símalínur og sjónvarpi í gegnum loftnet.“

 

 

Lesa meira hér ... 


Hraðbraut á milli brjósta fjallkonunnar sem ber hjálm í skiptum fyrir skaut?

kvenleiki.jpgKonur og náttúra eru vörumerki Íslands. Dásamlegar konur er í það minnsta oft notaðar til að selja ferðamönnum ferðir til náttúruperlunnar Íslands og eru þær ýmist djammdruslur eða guðlegar þokkagyðjur sem ganga á vatni. Telma Magnúsdóttir, ferðamálafræðinemi veltir fyrir sér hvort ímyndin hafi jákvæð áhrif: Spurningin er hvort íslenskar konur meðvitað eða ómeðvitað láti ímyndina stjórna sér. Að sama skapi verður íslensk náttúra fyrir stöðugu áreiti þeirra sem vilja nýta fegurð hennar og krafta.

 

Lesa meira um ímynd Íslands... 


Sumarstarfsmaður Ikea

218.jpg

Verslunarferðir í stórverslanir og verslunarmiðstöðvar fara misjafnlega fólk, þá sérstaklega fólk sem venjulega er haldið flugvalla- og biðraðakvíða. Styrmir Goðason lýsir í grein dagsins einum degi í helvíti: "…allavega, ég fór í Ikea og var búinn að kvíða því í um það bil mánuð eða frá því áður en ég kom til Reykjavíkur í páskafrí. Ég vissi sosum að þessi dagur myndi renna upp en ekkert getur undirbúið mig undir það að takast á við þá píslargöngu sem hver Ikea-ferð er."

 

Ég vil lesa meira um Ikea og sænskra kjötbollur..... 

 


Enginn gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona

11lastsupper_sMannskilningur er mismunandi milli samfélaga og menningarheima. Í grein dagsins segir Grétar Halldór Gunnarsson frá því þegar bylting varð innan samfélags nokkurs í Afríku og meðlimir þess öðluðust nýjan mannskilning og þar með nýja stöðu. Þeirra viðhorf og hefð var að nálægð kvenna við matmálstíma væri nægjanleg til að menga matinn.  Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að staða kvenna innan samfélagsins var ekki beisin.

Lesa meira.....


Eldhúsið við Austurvöll

geir_samsettFyrir kosningar í vor var oft talað um að “stækka þyrfti þjóðarkökuna” með tilliti til efnalegra lífsgæða. Agnar Burgess hefur gripið þessa líkingu á lofti, spinnur hana áfram og notar hana til að kryfja stöðuna í íslenskum stjórnmálum, frá kosningum snemmsumars til vorra daga. Hver er að baka flottustu kökurnar? “Síðastliðið vor buðu stjórnmálaflokkarnir þjóðinni til kökuveislu íslenska lýðveldisins. Þeir flögguðu uppskriftum að dýrindis hnallþórum, skúffukökum fyrir unga fólkið, pönnukökum og kleinum svo fátt eitt sé nefnt. Gegn því einu að greiða fyrir göngu flokkanna í eldhúsið var öllu fögru lofað. Í gær var svo eldabuskunum hleypt inn í eldhúsið með uppskriftir sínar og nú er að sjá hvernig baksturinn muni ganga”

Lesa meira.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband