Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á ferð um framtíðarlandið

hafrahvammagljúfurÍ lok júlí 2006 fór Vefritspenninn Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir í ferðalag að Kárahnjúkum. Nokkrum mánuðum síðar var svæðið komið undir vatn og ekkert einsog áður var. Nýverið heimsótti hún svæðið á nýjan leik og er grein dagsins skrifuð í framhaldi af þeirri heimsókn.

,,Þessar framkvæmdir verða ekki teknar til baka. Hálslón er staðreynd – það hef ég nú séð með eigin augum.  Það eina sem við getum gert héðan af er að horfa fram á veginn og ákveða.”

Ég vil gjarnan lesa meira!


Gyðingafordómar á Moggablogginu

Í grein dagsins á Vefritinu fjallar Einar Örn Einarsson um Gyðingafordóma. Hann segir að umræðuna um Ísrael sé ekki oft á háu plani í íslenskum vefmiðlum.

,,Margir halda því fram að aukning á Gyðingafordómum megi eingöngu rekja til aðgerða Ísraels-ríkis. Sú fullyrðing er fáránleg. Í raun eins fáránleg og þegar að verjendur Ísraels ríkis halda því fram að öll gagnrýni á Ísrael sé sprottin út frá Gyðingahatri. Því fer fjarri, enda hefur Ísraels-ríki gert sig sekt um fjölmarga hluti sem réttmætt er að gagnrýna."

Lesa meira? Ehh... já takk


Doha - Ísland

Haraldur BenediktssonMagnús Þorlákur Lúðvíksson fjallar um Doha-viðræðurnar í grein dagsins á Vefritinu. ,,Ýmsa hryllir við tilhugsuninni um að lækka innflutningstolla og skiljanlega. En lækkun tollamúra þarf ekki að þýða að tekjur íslenskra bænda hríðfalli og landbúnaður leggist af. Til að mynda hefur verið bent á að þegar tollar af tómötum, agúrkum og paprikum voru afnumdir 2002 og beinir framleiðslustyrkir teknir upp í staðinn jókst sala á innlendri framleiðslu.”

Lesa »


Við og allir hinir

mannfjoldi,,Með aukinni framgöngu markaðsafla fjölgar þeim sem gefa stjórnmálum engan gaum, jafnvel þótt við hin höldum áfram að rökræða og karpa í okkar litla heimi. Það er leitt en þetta er nú samt staðan og vissara að átta sig á því. Spurningin er ekki lengur hvort einhver er sjálfstæðismaður eða ekki, heldur hvort honum er nákvæmlega sama eða ekki. Eða er það kannski hliðstætt?” Jón Eðvald Vignisson skrifar grein dagsins á Vefritinu.

Lesa meira. 

 


Forvitni er góð

tekjubladid

Dagný Ósk Aradóttir segir í grein dagsins að strákarnir í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins séu vanir því að berjast harkalega gegn því að almenningur sjái álagningarskrárnar alræmdu. Hún segir að í ár hafi heyrst óvenjulítið í þeim og veltir fyrir hvort að þeir hafi frekar viljað njóta góða veðursins í stuttbuxunum sínum heldur en að sitja sveittir á skrifstofu sýslumanns, haldandi dauðahaldi í bækurnar.

Dagný segir að forvitnin snuí ekki að náunganum heldur að samfélaginu. ,,Ég vil fá að vita hvernig samfélagið okkar þróast ár frá ári, hversu há ofurlaunin eru þetta árið, hversu margar konur eru á meðal skattakónga (eða yfir höfuð í blaðinu) o.s.frv.”

Lesa meira? Jábbs


Vond klipping

olafur f. magnussonÍ grein dagsins á Vefritinu fjallar Óskar Örn Arnórsson um umræðuna um nýbyggingu Listaháskólans við Laugaveg. Óskar segist vera mikill varðveislusinni og vilji varla að nokkuð sé rifið, en hann er aftur á móti favoritisma í byggingarlist.

,,Það er ekki jafn auðvelt og fólk heldur að aðlaga vinningstillöguna að 19. aldar götumynd Laugavegarins. Yrði það gert væri það alla veganna ekki sama byggingin og á tillögunni. Annað hvort verður byggingin stolt 21. aldar bygging sem að tekur tillit til fortíðarinnar á annan hátt en þann að hún er klædd með bárujárni og með burstaþök, eða hún verður einfaldlega reist annars staðar.”

Lesa meira? Ehh... já! 


Hjólreiðahetjur á lyfjatúr

Í grein dagsins fjallar Halldóra Þórsdóttir um eiturlyfjasportið hjólreiðar. Segir meðal annars í greininni: ,,Á þennan dýrðarljóma reiðhjólsins skyggir aftur á móti sú vel þekkta staðreynd að Tour de France er í dag ekki frægust fyrir afreksmenn sína, tímamet þeirra eða aðrar hreystisögur, heldur fyrir dóp. Fréttaflutningur frá keppninni, sem nú er nýyfirstaðin, hefur þannig að miklu leyti snúist um þá fjóra sem voru felldir úr keppni vegna lyfjaneyslu. Þannig voru mörgum það t.d. gríðarleg vonbrigði þegar 24 ára gamli Ítalinn Riccardo Ricco var leiddur frá keppni í lögreglufylgd eftir að fjórða lyfjaprófið hans reyndist jákvætt.”

Lesa »


mbl.is Frjálsíþróttamaður frá Jamaíku féll á lyfjaprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af sexý nauðgun - sem endaði sem sexý dómstóll?

 

Þessi mynd birtist með frétt á Vísi í vikunni sem fjallaði um ítalskan dómstól sem komst að því að ekki væri nóg að vera klæddur í gallabuxur til að verjast nauðgun. Bryndís Björgvinsdóttir skrifar í Vefritspistli dagsins um fréttamyndir sem breytast í „rúnk“ og húga-búga fréttir - skondnar fréttir af ömurlegum atburðum sem breitt er yfir með einhvers konar rúsínu í pylsuendanum.

Lesa »


Mistök?

Hver er munurinn á mistökum og rangri stefnu? Steindór Grétar Jónsson veltir þessu fyrir sér í grein dagsins. „Er þá lengur hægt að tala um hagstjórnarmistök? Er þetta ekki brotlending hægristefnunnar, sem hefur ráðið ríkjum seinustu 17 ár eða svo? Stefnunnar sem hefur tekið lán hjá framtíðinni til að borga fyrir veislu gærkvöldsins? Stefnunnar sem selur raforkuna mengandi lægstbjóðanda, elur á ójöfnuði og hatast við Evrópusambandið?“ skrifar Steindór.

Lesa áfram »


mbl.is Bensínverð úr takti við heimsmarkaðsverð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dropinn sem fyllir mælinn

Við sem lifum og hrærumst í vestrænu samfélagi eigum það til að líða í gegnum tilveruna eins og svefngenglar og skeyta litlu um hluti sem eiga sér stað utan okkar nánasta umhverfis. Kamilla Guðmundsdóttir gagnrýnir þennan hugsunarhátt í grein dagsins á Vefritinu: „Hjartað í okkur tekur sjaldan kipp nema þá kannski þegar við heyrum að það eigi ekki að framleiða aðra seríu af Lost eða ef lykilpersóna í Desperate housewives er klippt út úr handritinu. Það hefur öllu minni áhrif á mörg okkar að heyra um stríðsátök í fjarlægum löndum, mikið mannfall vegna náttúruhamfara eða þann gífurlega fjölda fólks sem missir lífið daglega vegna hungurs og vosbúðar.“

Lesa meira...


mbl.is Þrýst á Serba að finna Mladic
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband