Dropinn sem fyllir mælinn

Við sem lifum og hrærumst í vestrænu samfélagi eigum það til að líða í gegnum tilveruna eins og svefngenglar og skeyta litlu um hluti sem eiga sér stað utan okkar nánasta umhverfis. Kamilla Guðmundsdóttir gagnrýnir þennan hugsunarhátt í grein dagsins á Vefritinu: „Hjartað í okkur tekur sjaldan kipp nema þá kannski þegar við heyrum að það eigi ekki að framleiða aðra seríu af Lost eða ef lykilpersóna í Desperate housewives er klippt út úr handritinu. Það hefur öllu minni áhrif á mörg okkar að heyra um stríðsátök í fjarlægum löndum, mikið mannfall vegna náttúruhamfara eða þann gífurlega fjölda fólks sem missir lífið daglega vegna hungurs og vosbúðar.“

Lesa meira...


mbl.is Þrýst á Serba að finna Mladic
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Merkilegt, sérstaklega titilinn, því "dropinn holar steininn", en "kornið fyllir mælinn".

Snorri Bergz, 23.7.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Ómar Ingi

Innlittskvitt

Ómar Ingi, 23.7.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Birna M

Mér finnst þetta góð grein og þörf, en akkurat í augnalikinu finnst mér aðeins brýnna að beina sjónum inná við í okkar eiginn bakgarð. Hér er fátækt, og hér er ofbeldi en einhvernvegin er það bara eki í tísku að tala um það. Og það er ekki fátækt sjálfsköpuð af of mikilli lántöku. Horfum heim og reynum að reyta arfann úr okkar eigin garði og þá verðum við hæf til að sá blómum í garða nágrannanna. Já skjótið mig bara en svona er þetta bara.

Birna M, 23.7.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Vefritid

Að ósk stjórnenda blog.is hefur athugasemd við þetta blogg verið fjarlægð, þar sem þeir töldu athugasemdina geta farið í bága við 233. gr. a. almennra hegningarlaga. Í skilmálum blog.is segir: "Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940."

Ritstjórn Vefritsins hefur ákveðið að verða við óskum stjórnenda bloggvefjarins, án þess að taka afstöðu til þeirrar lagalegu stöðu sem hér er uppi.

Vefritid, 23.7.2008 kl. 13:15

5 Smámynd: Gulli litli

Kornið strákar. Dropinn holar og svo framvegis..

Gulli litli, 23.7.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband