Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Viðsnúningur í skattastefnu

Í grein dagsins fjallar Arnaldur Sölvi Kristjánsson um þróun á tekjuskatti undanfarin tvö ára. Í greininni segir meðal annars: „Tökum dæmi. Verkamaður sem var árið 2006 með laun í neðra fjórðungsmarki greiddi 21% af tekjum sínum í skatt. Þróist laun og verðlag skv. spá Seðlabanka Íslands mun þessi einstaklingur greiða 17% af tekjum sínum í skatt árið 2010. Lækkunin er minni eftir því sem ofar er komið í tekjustiganum og einnig verður lækkun skattbyrðarinnar minni eftir því sem laun hækka meira.
 

mbl.is Ekki hætta á hagsmunaárekstrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur veruleikans

Vefritspistill dagsinn er helgaður endurminningabók sem Elín Ósk Helgadóttir var að leggja frá sér. Elín rifjar í greininni upp heilt sumar sem hún tvítug eyddi hjá vini sínum Fidel og börnum hans: ,,Eitt barna þessa vinar míns er kvikmyndagerðamaðurinn Idelfonso Ramos. Á heimili hans og Rebeccu konu hans við E götu í Vedado hverfi í Havana var ég tíður gestur. Fyrst kom ég færandi hendi með saltfisk frá Íslandi og síðast fór ég með gjafir til barnabarna hans á Íslandi. Hann er merkilegur maður og kenndi mér margt um vin minn Fidel og uppeldisaðferðir hans. Oft hefur því verið haldið fram að bak við hvern merkilegan mann sé enn merkilegri kona og þá í hans tilfelli fyrrverandi kona.“

 

Lesa meira um Fidel, sósíalista og Sovétríkin ... 


Stelpurnar og strákarnir

,,Hvað er málið með þetta stelpu- og strákatal alltaf hreint? Endalausar flokkanir og skilgreiningar sem eru svo úreltar að ég fæ kjánahroll. Ég verð oft hrikalega pirruð og stundum jafnvel ringluð þegar ég verð vitni að einhverju svona. Hvað er það að vera strákur og hvað er það að vera stelpa?“ skrifar Eva María Hilmarsdóttir í grein dagsins

 

Lesa meira kynbundnar staðalímyndir og sveittan mat... 


Samsærismyndir og heimildargildi

Það er vægt til orða tekið að segja að það hafi verið gósentíð fyrir samsæriskenningarsmiði síðan að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin 2001. Gífurlegur fjöldi kenninga hefur sprottið fram um hvað í raun og veru gerðist þennan örlagaríka dag og flestar kenninganna eru á þá leið að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi vitað af árásunum og ekkert gert og jafnvel verið einn af skipuleggjendum atburðanna. Atli Rafnsson fjallar í grein dagsins um netheimildamyndir og hversu vafasamt er að taka þær of bókstaflega.

Ég vil lesa meira!


mbl.is Skipulögðu árás á þyrlu Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllum vopnum beitt

Í grein dagsins fjallar Örlygur Hnefill Örlygsson um stríðsdrauma George Bush og John McCain. ,,Svo virðist sem þetta sé orðin einhverskonar þráhyggja þeirra Bush og McCain, en sá síðarnefndi fagnaði á dögunum auknum útflutningi á sígarettum frá Bandaríkjunum til Íran og sagði það hjálpa til við að drepa Írani. Sýna ummæli sem þessi hversu barnslegar hvatir liggja að baki. Af ummælum sem þessum má ráða að helsta markmiðið sé að drepa sem flesta.”

Já! Ég vil svo sannarlega lesa meira um stríðsfantasíur Bush og McCain!


mbl.is Assad: Stríð yrði dýrkeypt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minning: Íslenska krónan

„Hún var örmagna. Það var þó reynt að hjálpa henni. Hún treysti ráðum þeirra sem komu til hennar í búningi lækna. Hún fékk dugmiklar sprautur. Hún lifnaði við. Fann sína fyrri reisn. En dalurinn sem á eftir kom var dýpri. Hún var orðinn fíkill. Bað um fleiri og fleiri sprautur. Í ráðleysi sínu gáfu læknarnir henni fleiri sprautur. Að lokum eina stóra sem fannst austur á landi.“ Grein dagsins er minningargrein Guðlaugs Kr. Jörundssonar um íslensku krónuna. Lesa »


mbl.is Krónan styrkist um 0,64%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska þjóðin ®

vikingLitríkar söguskýringar er að finna í nýrri skýrslu forsætisráðneytisins um Ímynd Íslands. Kristín Svava Tómasdóttir rýnir í skýrsluna til gagns og gamans: “Já, það er auðvelt og skemmtilegt að vera leiftrandi kaldhæðinn með svona skýrslu í höndunum. Ég gæti til dæmis bent á að eitt af þeim löndum sem skýrsluhöfundar tiltaka sem land með velheppnaða ímynd er Sviss, hundleiðinlegt land þar sem konur fengu kosningarétt um svipað leyti og Sex Pistols gáfu út Never Mind the Bollocks. Annað land sem nefnt er til sögunnar er Danmörk, sem þessa dagana hefur ekki undan að selja danska fána af því að fólk stendur í röðum til að kveikja í þeim.”

 

Lesa meira um ímynd Íslands og söguskoðun rýnihópa ... 


mbl.is Mótmæla meðferð á flóttamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

28 ára og vísað af tjaldsvæðum

Mannréttindabrotin leynast víða, en hver hefði haldið að þau væru að finna á íslenskum tjaldsvæðum? Kristín Laufey Steinadóttir segir frá því þegar fólki á þrítugsaldri var vísað frá þremur tjaldsvæðum: “Ef þið eruð með börn þá megið þið tjalda, ef þið eruð að fara að búa til börn þá farið þið annað!” sagði maðurinn og hló að eigin fyndni á meðan okkur stökk ekki bros. Ég varð orðlaus. Fyrir utan að engin okkar var komin að Laugarási í þeim tilgangi að geta börn þá trúði ég því ekki að á tuttugasta og níunda aldursári væri mér sigað í burtu frá tjaldsvæðum eins og flækingsrakka.

Lesa meira um fordóma gagnvart ungu og barnlausu fólki á íslensku tjaldstæðum ... 


mbl.is Leituðu skjóls í hvassviðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskugrár stormsveipur og fagmennska í Reykjavík

Gráir skaðvaldar hafa tekið sér bólfestu í miðbæ Reykjavíkur. Þeir eru hvorki silfurskottur né rottur, heldur skilyrt gengi smekkbuxnaklæddra næturvera í þjónustu fyrrum flippara með of mikil völd. Stígur Helgason kannaði það hvers vegna skyndilega hefur tekið að grána yfir miðborginni hans: „Þetta hófst allt með því að litlir kallar í stórum húsum fengu móðursýkiskast yfir því að það væru stundum rónar í miðbænum og að þeir væru stundum fullir á daginn.”

 

Lesa meira um Luftsturmmeister Freimann og grámyglulega Reykjavík...


Vinstrihreyfingin - grænt framboð á næsta leik

Vefritspenni dagsins, Dagbjört Hákonardóttir, tók upp á því fyrir helgi að glugga í tæplega ársgamalt dagblað. Þar var að finna góðar fréttir af uppbyggingu. Fimm Kringlur voru í byggingu. Evran kostaði 82 krónur og pundið 120. Dollarinn var í 59 krónum. Þá blómstraði íslenska Kauphöllin og fest voru kaup á erlendum lyfjafyrirtækjum og fatabúðum: „Fyrir ári fór matarverðið auðvitað líka stöðugt hækkandi, en hugtök á borð við „kaupmáttaraukning“ og „1,5% atvinnuleysi“ veittu okkur von. En það er auðvitað alltaf auðvelt að vera vitur eftirá. En ástand dagsins í dag var fyrirsjáanlegt og vel það – en einhæfnin í íslensku atvinnulífi er alger. Því þarf auðvitað að breyta, en við höfum ekkert olnbogarými með ónýtan gjaldmiðil.“

 
Já! Ég vil endilega lesa meira um það af hverju núna er komið að vinstri grænum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband