Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Framganga veitir virðingu en ekki stólar


Í grein dagsins hvetur Guðlaugur Kr. Jörundsson leiðtoga þjóðarinnar til að vinna sér inn virðingu líkt og landslið karla í handbolta hefur gert: Mikið hefur vantað upp á að leiðtogar þjóðarinnar hafi komið fram að festu og öryggi í niðursveiflunni sem nú á sér stað. Það er ekki trúverðugt að þakka sér uppganginn og fría sig svo ábyrgð á niðursveiflunni. Lesa meira>>
mbl.is Greining Glitnis: Aðgerðarleysi orðum aukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður rétt eftir 30 ár?

CokeLára Jónasdóttir fjallar um gamlar auglýsingar í grein dagsins: Þó margir haldi því fram að jafnréttisbaráttan sé að skila sér hægt, þá hefur baráttan náð miklum árangri á auglýsingamarkaði. Í raun er alveg ótrúlegt að þessar myndir skulu hafa verið settar á markað til að ná athygli fólks, á jákvæðan hátt. Lesa »

 


Hlaupum til góðs

marathon-2Vefritspenninn og stjórnamálafræðingurinn Hrafn Stefánsson tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu um seinustu helgi. Hann sér ekki eftir því og gerir hlaupið að umfjöllunarefni í grein dagsins.

,,Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á því að hlaupa. Ekki þá nema á eftir bolta eða strætó og þá fyrst og fremst vegna skemmtanagildis þess fyrrnefnda og af illri nauðsyn þess síðarnefnda.” Lesa »


Skólagjöld í opinberum menntaskóla eru orðin að raunveruleika

fartolvurDagbjört Hákonardóttir fjallar um skólagjöld og hvort að reglur um tölvukaup í Menntaskólanum séu í rauninni dulbúin skólagjöld.

,,Fólk hefur ekki ótakmarkað val þegar það kemur að menntaskólum. Forgangsröðun inntekinna nemenda eftir búsetu fyrirfinnst enn þann dag í dag, þótt hún hafi verið afnumin í orði. Það þarf því að kanna hvort skyldueign á fartölvum sé ekki dulbúið ólögmætt skólagjald, helst ekki seinna en í gær.”

Lesa »


Við erum umkringd

globalization-300x300“All you need is love” sungu bítlarnir. En höfðu þeir kannski rangt fyrir sér? Á sama tíma og vesturlandabúar elska allt það sem er ekta, upprunalegt og öðruvísi þá er eins og þeim takist sífellt að eyða þessu viðfangi ástar sinnar. Grétar Halldór Gunnarsson skoðar í grein dagsins með hvaða hætti okkar menning er andmenning sem eyðir andstæðum sínum. 

Lesa greinina.....


Þú verður að taka þátt

Það er komið nóg af kvarti og kveini neytenda, segir Atli Rafnsson í grein dagsins. “Við ölumst upp við að það sé einn stjórnmálaflokkur sem blívar, það er bara breytilegt eftir fjölskyldum hvaða flokkur það er. Eltumst við sömu bankana allt okkar líf og skiptum helst ekki um banka nema að lífið liggi við. Og varðandi bensínstöðvarnar, það er það nákvæmlega sama. Fólk fer á sömu bensínstöðina aftur og aftur, burt sé frá því hvort að stöðin er ný eða gömul, sjálfsafgreiðsla eða þjónusta. Við erum föst í viðjum vanans.”
 

Tveir menn, veggjalist og vaffla

Kristín Svava Tómasdóttir hefur 37 pistla greinaflokk sinn um íslenskt menningarástand með hnitmiðaðri orðræðugreiningu á stöðu nútímalistar í efri stéttum þjóðfélagsins.

 

Ég vil endilega vita meira um Egil Helgason, Þjóðmál og menningarvit ... 


Passaðu upplýsingarnar þínar á Facebook

Á fyrirbærinu fésbók má finna ógrynni upplýsinga um fólk út um allan heim. Anna Pála Sverrisdóttir fjallar um óprúttna aðila sem nýta sér slíkar upplýsingar og nauðsyn þess að hafa varann á: “Bara til gamans ætla ég að segja frá því sem ég komst að á síðu eins félagans. Við skulum bara segja að hún heiti Gunna, sem er auðvitað ekki hennar rétta nafn. Á svona einni mínútu var ég búin að komast að því að í dag er hún ekkert í rosalega góðu skapi og að í gær var hún að gera fínt í kringum sig í vinnunni þótt hún sé að hætta eftir sex vikur.”


Já, ég vil kynna mér betur persónuupplýsingar á fésbókinni...

 


mbl.is Facebook.com aldrei vinsælli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegurinn vs. Strandmenning

Sverrir Bollason hugsar um fólkið við hafið og framtíð atvinnugreinar þar sem meðalaldur stjórnenda fer hækkandi: “Það er löngu kominn tími til að horfast í augu við það að sjávarútvegsfyrirtækjunum er stjórnað meira af vilja en mætti. Stundum ekki einu sinni af vilja. Þetta er latasta atvinnugrein sem er starfandi á landinu. Græðgi og leti eru einu lýsingarorðin sem ég á til yfir stjórnendur í sjávarútvegi.”

 

Lesa meira um strandmenningu Íslands ... 


mbl.is Nágrannar deila um deilistofna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Nordic Party Town Reykjavik

Partýborgin Reykjavík er markaðssett víða um heim. Eva Bjarnadóttir kynnir nýjasta partýið fyrir erlendum gestum: “Surely the most intriguing party in the ice-city can be found at the City Hall. Right next to Reykjavik’s beautiful pond you’ll come across a huge grayish building. It might not look like a place to party but there you can find a great deal of action!”

 

Lesa meira um heitasta partý borgarinnar ...


mbl.is Til hamingju með afmælið, Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband