Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
18.7.2007 | 09:49
Af „skoðanajöfnun“ og skrímslinu sem kallast „úthverfi“.
Fyrir nokkru skrifaði hægrimaður gestapistil á Vefritið, þar sem hann úthúðaði pennum Vefritsins fyrir skoðanir sínar og valdi fimm ömurlegustu pistlana. Bryndís Björgvinsdóttir segir að vegna þessarar skoðanajöfnunar geti hún nú haldið áfram að skrifa af dómhörku og kvenrembu, og velur að skeyta skapi sínu á úthverfum í pistli dagsins. Karlpungarnir eiginmenn þeirra eru náttúrulega að meika það í vinnunni og menningin samþykkir að konur eigi að sjá um karla, þrífa undan þeim, ala börnin þeirra, vera sætar og sexí á kantinum og styðja þá í einu og öllu án þess að fá borgað frá Svæðisskrifstofu fatlaðra.
Auðvita vil ég lesa meira um úthverfi, skoðanajöfnun, bóbóa og annað þvíumlíkt!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 09:18
Lögleiðum pókermót
Fyrir mánuði síðan var fyrsta opinbera pókermótið á Íslandi stöðvað af lögreglu. Í grein dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um pókerspilamennsku, vinsælasta afbrigði pókers og hvort ekki sé rétt að leyfa keppnispóker með því fyrirkomulagi sem var á fyrrgreindu pókermóti 16. júní síðastliðinn. Segir meðal annars í greininni: ,,Hins vegar er hægt að spila keppnispóker það er að segja, pókermót þar sem spilarar greiða ákveðið þátttökugjald og eiga þess síðan kost að vinna peningaverðlaun. Spilapeningarnir sem keppendur notast við hafa þá ekkert eiginlegt gildi fyrir utan mótið, heldur eru einungis notaðir til að mæla árangur keppenda og ákvarða niðurröðun þeirra í sæti. Slíkt fyrirkomulag þekkist úr mörgum öðrum íþróttum og spilum, án þess að það þyki vera sérstaklega varhugavert.
16.7.2007 | 01:05
Dubai - seinni hluti
Fyrir nokkru síðan skrifaði Styrmir Goðason grein hér á Vefritið þar sem hann lýsti metnaðarfullum áformum um uppbyggingu í Dubai. Í þessu furstadæmi í eyðimörkinni hefur strandlengjan nú verið lengd úr 70 í 1500 kílómetra og lúxushótelin spretta upp eins og gorkúlur. Dubai er paradís ríka fólksins, arabíski draumurinn. En er Dubai paradís fyrir alla? Verkamönnunum er troðið, allt að 12 saman, inn í litla skúra í útjaðri borgarinnar þar sem þeir búa við opið skólp og enga loftræstingu en hitinn getur farið upp í 50 gráður á celsius þegar verst lætur, skrifar Styrmir meðal annars.
Já, ég vil láta skemma fyrir mér glansmyndina.
13.7.2007 | 09:48
Þetta er hótun
Er sú staðreynd að eitthvað er bannað með lögum einfaldlega rök í sjálfu sér? Eru öll lög jafn mikilvæg? Af hverju virðast áróðursplaköt ganga út frá því að almenningur sé heimskur? Þegar Atli Bollason kíkti í Ríkið núna fyrir helgina byrjaði hann að velta þessum spurningum fyrir sér og ákvað hann að skrifa þennan föstudagspistil út frá þessum hugleiðingum sínum. Með öðrum orðum, það er jafnhættulegt að kaupa kippu af bjór handa nítján ára frænku sinni og það er að keyra hratt, og það er jafnskaðlegt/ósiðlegt að kaupa rauðvínsflösku handa átján ára frænda sínum og það er að stinga af frá reikningnum.
Ég vil að sjálfsögðu lesa meira...
12.7.2007 | 09:31
Þúsund apar verða aldrei Shakespeare
Aðgengi að upplýsingum hefur aldrei verið eins gott og það er í dag. Það hefur heldur aldrei verið eins auðvelt að tjá sig á opinberum vettvangi. Tilkoma internetisins hefur gjörbreytt því hvernig fólk aflar sér upplýsinga og bloggið hefur haft sömu áhrif á hvernig fólk tjáir sig. En er allt þetta magn af upplýsingum og persónulegum upplýsingasíðum af hinu góða? Þeirri spurningu svarar Lára Jónasdóttir í þessum miðvikudagspistli. Því ef þú vilt segja eitthvað, þá skaltu átta þig á því að vefurinn þrífst á sérhæfðu efni. Þar er betra að takmarka sjálfan sig við ákveðið efni og höfða til þrengri hóps, vita mikið um lítið, og keppa við 1.000 aðra bloggara frekar en að afmarka sig ekki og vita lítið um mikið, en um leið að keppa við 5.000 aðra bloggara um athygli.
Ég vil vita meira um upplýsingamengun!
11.7.2007 | 14:06
Konan sem stofnaði Kópavog
Fyrir viku síðan var þess minnst að 50 ár voru frá því að fyrsta konan hér á landi tók við embætti bæjarstjóra. Konan var Hulda Dóra Jakobsdóttir og var hún bæjarstjóri Kópavog um fimm ára skeið. Í tilefni af því fjallar Magnús Már Guðmundsson um feril þessarar áhugaverðu konu og um fyrstu árin í bæjarfélaginu sem hún átti svona stóran þátt í að setja á fót. Á stríðsárunum þótti ekki búsældarlegt í Upphreppi Seltjarnarneshrepps þar sem nánast allt var autt og óbyggt í mýrlendinu. Húsnæðisleysi og hernaðarástand í Reykjavík mun hafa knúið marga til að setjast að í sumarbústöðum á jörðum sem ríkissjóður átti og hluta þeirra hafði verið skipt uppí nýbýli og erfðaleigulönd.
10.7.2007 | 09:54
Löglegt ofbeldi?
Í grein dagsins fjallar Valgerður B. Eggertsdóttir laganemi um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll síðastliðinn fimmtudag. Í dóminum var sýknað af nauðgunarákæru. Í kjölfarið hefur skapast mikil umræða en fjöldi lögfræðinga telur niðurstöðu dómsins einfaldlega lagalega ranga. Þá er einnig viðurkennt sjónarmið í íslenskri dómaframkvæmd að beita þarf minna ofbeldi þegar nauðgun á sér stað í lokuðum rýmum þar sem brotaþoli á erfiðara með komast undan, segir í greininni en í lok hennar veltir Valgerður því upp hvort breyting á hegningarlagaákvæðinu um nauðganir muni breyta einhverju.
Lesa nánar um rökstuðninginn...
6.7.2007 | 10:06
Ég vil verða Hæstaréttardómari
Hvaða flokksgæðingur Sjálfstæðisflokksins verður næsti hæstaréttardómari? Ekki er ólíklegt að fólk sé farið að velta fyrir sér þessari spurningu í ljósi sögunnar. Elín Ósk Helgadóttir fjallar í dag um umdeildar skipanir og illa rökstuddar -að minnsta kosti að mati flestra, þótt dómsmálaráðherra hafi látið hafa eftir sér að ákvörðun hans væri hafin yfir allan vafa. Nú hafa tvær af síðustu þremur skipunum í stöður Hæstaréttardómara verið ámælisverðar. Bæði hefur kærunefnd jafnréttismála ályktað þess efnis sem og Umboðsmaður Alþingis, skrifar Elín meðal annars.
Best að hafa málið á hreinu...
5.7.2007 | 12:35
Palestínusleikjur og hryðjuverkavinir
Allir miklir hugsuðir hafa gott af að fá á sig gagnrýni. Ritstjórn Vefritsins ákvað því að fá til liðs við sig alræmdan hægrimann; feðraveldi og fasista; til að skrifa upplýstan pistil um Vefritið og fólkið sem skrifar á það. Bjarni Már Magnússon heitir maðurinn sem skrifar gestapistil í dag. Hann fer yfir helstu skoðanir Vefritspenna: Góðar konur ættu að vera lesbíur sem ættu að geta gifst en olíuiðnaðurinn og tóbaksfyrirtækin koma í veg fyrir að svo verði, og velur að lokum fimm ömurlegustu pistlana.
4.7.2007 | 10:13
Paris Hilton í Kastljósinu
Flestir hafa orðið var við að líf Parísar Hilton er meira spennandi og dramatískara en við hin eigum að venjast. Það hefur verið ómögulegt að komast hjá því að verða var við hina miklu fjölmiðlaumfjöllun sem virðist fylgja þessum fræga hótelerfingja. En hvernig er þetta eiga Íslendingar engar Parísar sjálfir? Hvað á þá Kastljósið eiginlega að gera yfir sumarmánuðina? Í framhaldi af þessum hugleiðingum ákvað Þórir Hrafn Gunnarsson að fjalla aðeins um París Hilton og íslenska fjölmiðla. Þetta þarf þó ekkert að koma á óvart. Séð og Heyrt væðing íslenskra fjölmiðla er orðin algjör og satt að segja muna fæstir eftir því þegar þetta var ekki normið. Þeir fjölmiðlar sem eiga að halda uppi einhverjum lágmarkskröfum standa sig engan veginn í stykkinu.
Auðvitað viltu lesa meira - það er meira að segja talað um Geir Ólafsson í greininni!
Akstur og áfengisneysla eiga ekki samleið að sögn Parisar Hilton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006