Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Áfram strákar!

nei.jpgVerslunarmannahelgin nálgast. Allir á leið í stuðið sem einkennir þessa vinsælu ferðahelgi. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er ein af þeim sem vonandi skemmtir sér vel um helgina. Hún er hins vegar orðin þreytt á stöðugum tilmælum um að labba ekki ein heim, drekka ekki of mikið eða týna ekki vinkonum sínum. Nauðganir hafa því miður sett ljótan svip á verslunarmannahelgina gegnum árin. Steinunn beinir þó athyglinni að því að rétta aðferðin í baráttunni gegn þeim sé ekki að möguleg fórnarlömb passi sig betur. „Ef ég skil útidyrnar mínar eftir ólæstar er það ekki samþykki um innbrot. Daður er heldur ekki samþykki um kynlíf. Kynlíf án samþykkis er nauðgun,“ skrifar Steinunn sem segir í greininni frá Nei-átaki karlahóps femínistafélagsins.

Skoða þetta...


Harry Potter og leiðinlegar skáldsögur

51tB0kftR-L__AA240_Föstudagskvöldið 20. júlí klukkan 23:01 var hundruðum aðdáenda hleypt inn í helstu bókabúðir Reykjavíkur til þess að ná sér í eintak af nýjustu Harry Potter bókinni. Gríðarleg auglýsingaherferð var búin að byggja upp mikla eftirvæntingu vegna bókarinnar. Það var reyndar ekki erfitt þar sem um var að ræða sjöundu og síðustu bókina og í henni áttu örlög þessa fræga galdradrengs að ráðast. En það voru ekki allir jafn ánægðir með hann Harry Potter. Þórir Hrafn Gunnarsson ákvað að skrifa þennan mánudagspistil um hverjir voru svona óánægðir með hann, af hverju þeir voru það og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér að þeir hafi verið svona fúlir. „Sú staðreynd að bækurnar eru aðgengilegar fyrir aðdáendur þeirra og að þeim finnist þær beinlínis skemmtilegar, virðist nefnilega vera í eðli sínu slæm samkvæmt ákveðnum hópi manna. Þessir gagnrýnendur virðast nefnilega telja að góð skáldsaga eigi að vera ögrandi, erfið, helst soldið leiðinleg og umfram allt ekki vinsæl.”

 

Hvernig spyrðu? Auðvitað vil ég lesa meira um Harry Potter og vonda fólkið sem þolir hann ekki.


Ekki gera ekki neitt

ekkineittÝmislegt er gagnrýnt í nútímanum og oft verður sú gagnrýni til mikils góðs. Þannig hefur mikið verið sett út á fyrirbærið “kolefnisjöfnun”  undanfarið.  En getur verið að eitthvað sé bogið við þær aðfinnslur? Þeirri spurningu veltir Grétar Halldór Gunnarsson fyrir sér þessa helgina. Því er haldið fram að með þátttöku í verkefninu sé fólk bara að kaupa sér samviskufrí.  Í framhaldinu fari það að menga í gríð og erg, í ljósi þess að hefur greitt fyrir að láta kolefnisjafna leiðindafylgifiska aksturs síns.  Þetta er vissulega mikilvæg athugasemd. Enginn ætti að kaupa sig frían til vondrar umgengni.

Viltu lesa meira? 


Rúðuþurrkuaktivismi

75lagurÍ öllu fjölmiðlafárinu yfir hættulegu hryðjuverkamönnunum í Saving Iceland þá hefur algjörlega gleymst að það eru til fleiri aktívistar heldur en bara þeir sem komast í kvöldfréttatímann hjá Rúv. Til að mynda hefur Vefritspenninn Agnar Burgess hafið sína eigin aktívistaherferð. Hann Agnar er nefnilega ekki týpan sem liggur upp í rúmi allan daginn og hlustar á gamlar Rage against the machine plötur og dreymir um að vera rebbell, nei hann Agnar ætlar að breyta samfélaginu. Hvernig það hefur gengið er eitthvað sem hann greinir frá í þessum föstudagspistli. „Það hefur bersýnilega komið í ljós undanfarna daga, að hér á Íslandi gerist ekki nokkur skapaður hlutur án þess að aktivistar af einhverju tagi komi þar að og ýti málum af stað. Í mótmælaskyni við ráðandi öfl hef ég því sjálfur gerst aktivisti og sem slíkur að sjálfsögðu lent í kasti við laganna verði (reyndar bara laganna vörð, í eintölu).”

 

Auðvitað ætla ég að hækka í Rage against the machine og lesa um rúðurþurrkuaktívisma!


Sjálfsákvörðunarréttur – mon cul!

two-humpback-whales-breachingÞessar blessuðu hvalaveiðar okkar Íslendinga. Fyrir ári síðan hófu Íslendingar hvalveiðar í viðskiptaskyni að nýju. Umhverfisvargurinn Anna Tryggvadóttir hefur gert sitt besta í allt sumar til að kynna frönskum ferðamönnum og málstað okkar hvalveiði ríkja að sannfæra þá um gæði hvalkjötsins. Það hefur gengið nokkuð illa og setti hún því saman þennan pistil. „ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur mér heldur ekki enn tekist að sannfæra neinn um að hvalkjöt sé “gastrónómískt kúríósítet”. Samt er fólkið almennt til í að stinga upp í sig hverju því sem borið er fyrir það, svo fremi sem það fæst ekki heima hjá þeim.“

Já auðvitað vil ég lesa um franska ferðamenn og hvalveiðar!


Biðstofan Reykjavíkurflugvöllur

obl4sReykjavíkurflugvöllur er ekki bara miðstöð innanlandsflugs á Íslandi, heldur er völlurinn einn umdeildasti staður landsins. Deilurnar um staðsetningu vallarins hafa verið langar, um framtíð hans hefur verið kosið og fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var mikið talað um völlinn og enn fleiru lofað. En samt virðist enginn vita hver næstu skref eigi að vera. Þórgunnur Oddsdóttir fór því á flug og skrifaði pistil um þessa endalausu bið. „Á degi hverjum eiga fjölmargir farþegar leið um Reykjavíkurflugvöll. Þeim erlendu ferðamönnum sem þangað stíga inn hlýtur að bregða í brún eftir að hafa séð alla uppbygginguna sem á sér stað í Reykjavík. Þetta hlið borgarinnar að landsbyggðinni lofar ekki góðu því þarna er allt í niðurníðslu.”

Auðvitað viltu lesa meira!


Íslendingar eru hneykslisfíklar

cucumberblogEins og flestir hafa orðið varir við þá er gúrkutíð í fjölmiðlum á Íslandi. Kjánalegar fréttir um veðrið, fyndin dýr og verðlagningu á Sýn eru aðalatriðið í öllum fréttatímum. Í tilefni af því vildi Ásþór Sævar Ásþórsson skrifa þennan þriðjudagspistil um fjölmiðla, fréttamat og að sjálfsögðu hundinn Lúkas. „Fjölmiðlamenn þurfa alltaf að hugsa sig um þegar þeir fjalla um fréttir. Þeir verða að meta það hvort ákveðin mál eigi upp á pallborðið hjá þjóðinni og hugsa það til enda hvaða afleiðingar fréttaflutningurinn getur haft í för með sér.”

Lesa meira.


Hakuna matata

korogocho1Hakuna matata – engar áhyggjur – fær að flakka í tíma (og reyndar ótíma líka) í Kenýa, enda endurspegla þessi orð lífsspeki íbúa þessa hlýja og yndislega lands ágætlega. Auðvitað má vel taka undir og tileinka sér boðskap þessara orða, en þau hljóma samt pínulítið kaldhæðnisleg í landi þar sem rétt um helmingur íbúanna býr við fátækt og risavaxin vandamál blasa við hvert sem litið er. Helga Tryggvadóttir var við störf í Kenýja í júnímánuði og vildi hún birta hugleiðingar um dvöl sína þar. „Við hittum líka unga konu með nokkurra daga gamalt barn á sæng. Hún átti fyrir þriggja ára gamlan dreng sem orðið hafði til við nauðgun í hverfinu þegar hún var að reyna að afla matar fyrir sig og alnæmissmitaða móður sína.”

Hakuna matata - auðvitað vil ég lesa meira um Kenýja.


Tæknileg mistök í Flórída

russibani.JPGRíkisstjóri Flórída hefur nú undirritað dauðadóm í fyrsta sinn í sjö mánuði. Kári Hólmar Ragnarsson skrifar í dag um tæknimál Flórídafylkis en til að orða það afar varlega, heldur hann því fram að tæknilegar lausnir í fylkinu séu ófullnægjandi: … við aftöku Pedro Medina bilaði rafmagnsstóllinn þannig að um leið og straumurinn var sendur í gegnum líkama Medina spruttu eldtungur upp úr höfði hans. Eitt dagblað lýsti aftökunni sem martröð eða hryllingsmynd, þar sem fnykur af brennandi holdi fyllti aftökuklefann og fyllti vitni aftökunnar viðbjóði.

Lesa greinina...


Stöðva ber sölu Gagnaveitu Reykjavíkur

monopoly_1.jpgForsíðufrétt Blaðsins á þriðjudag greinir frá því að Orkuveita Reykjavíkur (OR) sé að undirbúa sölu á dótturfyrirtæki sínu, Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), og sé það nú í verðmati hjá bankastofnun. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, svarar fyrir þessa fyrirætlan og skýrir hana með þeim hætti að verið sé að selja fyrirtæki sem stendur í samkeppnisrekstri. Guðlaugur Kr. Jörundsson er ekki sáttur við skýringar borgarstjóra og skrifaði því þennan gestapistil sem Vefritið er hæstánægt með að birta. „Það var rangt hjá ríkinu að einkavæða grunnnetið. Síminn er nú orðið hreint samkeppnisfyrirtæki en Míla er hreinræktað einokunarfyrirtæki. Þau fyrirtæki sem vilja bjóða borgurunum þjónustu í gegnum koparlagnir landsins verða að skipta við Mílu. Ef fyrirtækin eru ósátt við þjónustu Mílu þá geta þau ekkert gert, nema kæra til Póst- og fjarskiptastofnunar og bíða löngum stundum eftir úrskurði og eftirfylgd.”

Hvers vegna á ekki að selja?


Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband