6.10.2008 | 08:39
Stúdentaosmósi – Áfram gakk!
Lesa »
29.9.2008 | 13:17
Refsipólitík og agi
Elín Ósk Helgadóttir fjallar í grein dagsins um sifjaspell og þörf samfélagsins til að refsa brotamönnum heiftarlega. Áður en almenn umræða um kynferðisbrot hófst má kannski segja að samfélagið hafi komið sér saman um að þessi brot ættu sér ekki stað eða í það minnsta væru þau svo óalgeng ekki tæki því að ræða um þau. Á þessum tíma var t.d. að finna í kennslubókum fyrir heilbrigðisstéttir að kynsjúkdómurinn lekandi smitaðist einungis með samförum nema þegar litlar stúlkur ættu í hlut. Í tilvikum þeirra smitaðist lekandi með t.d. handklæðum, svömpum og hitamælum
26.9.2008 | 09:22
Lög, regla og samfélag
Í grein dagsins fjallar Sverrir Bollason um stöðu löggæslumála á Íslandi. Um fjárskort og manneklu - Glæpi og refsingu. Það verður að segjast eins og er að allur málaflokkur löggæslumála sé í klandri hér á landi og það er farið að leggjast á sálarlíf fólksins í landinu. Sýnileg löggæsla, innrás útlendra glæpaklíkna, móttaka kæra og eftirfylgni þeirra, mönnun lögregluliðsins, sókn mála fyrir dómstólum, þyngd dóma, áherslur dómstóla og skipun dómara, yfirfull fangelsi og skortur á fleiri úrræðum en fangelsun. Ekki stendur steinn yfir steini í nokkrum þessara mála.
25.9.2008 | 09:30
Af hipsterum og hipsterisma
Karl Tryggvason fjallar í sinni fyrstu grein hér á Vefritinu um fyrirbærið hipster. Hann veltir fyrir illskiljanlegum skilgreiningum á fyrirbærinu og hvernig þeir virðast allsráðandi á strætum stór- og smáborga. Douglas Haddow telur hipsterinn afkvæmi hugsjóna og hugmynda andmenningarhreyfinga fyrri áratuga (e. counterculture). Þannig hafi hipparnir, pönkararnir, umhverfisverndasinnarnir og hip hop-ararnir og allt sem þeir stóðu fyrir runnið saman og útkoman er hipsterinn, alþjóðlegt en illskilgreinanlegt fyrirbæri sem lifir stílíseruðum en innihaldslausum og hugsjónalausum lífstíl.
22.9.2008 | 08:18
Trúðu þeim er leita sannleikans, ekki þeim sem segjast hafa fundið hann
Í grein dagsins fjallar Kamilla Guðmundsdóttir um fréttaþáttinn Kompás og veltir fyrir sér hvort leitin að sannleikanum eða einföld sölumennska ráði för við efnistök og framsetningu þáttanna. En hversu langt geta fréttamenn gengið í rannsóknarblaðamennsku sinni? Sumir myndu ætla að engin takmörk væru fyrir því hversu hnýsin þessi starfstétt megi vera svo framarlega sem siðareglum Blaðamannafélagsins og almennum lögum er fylgt. Það vakti því óneitanlega athygli á sínum tíma þegar dæmt var í máli manns sem var einn þeirra sem beit á agn Kompásmanna og freistaði þess að hitta barnunga stúlku í íbúð í Reykjavík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 11:42
Tíminn, rúmið og lesandinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 16:20
Tölum um sjúkratryggingar
Rætt er um sjúkratryggingar á Alþingi í dag. Sverrir Bollason segir margt vitlausara en að taka sér góðan tíma til að ræða grundvallarbreytingar í samfélaginu og gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir slæleg vinnubrögð við að kynna sjúkratryggingafrumvarpið: Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við sínu embætti sem heilbrigðisráðherra hefur hann orðið sem huldumaður í íslenskri stjórnmálaumræðu. Hann er sá ráðherra sem minnst sést í fjölmiðlum og orðið á göngum heilbrigðisstofnana er að þar sé hann ekki síður ósýnilegur. Það eru ekki líðandi vinnubrögð í lýðræðisríki nútímans að umræðan um svo veigamikið mál fari bara fram undir stífum formerkjum fundarskapa Alþingis.
Lesa meira um ósýnilega heilbrigðisráðherrann!
Samþykktar sjúkratryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2008 | 09:10
Er kreppa á Íslandi?
4.9.2008 | 08:52
Utanríkismál á mannamáli
Grein dagsins á Ásþór Sævar Ásþórsson, en hann var einn þeirra sem sótti í gær opinn fund í Iðnó með Miguel Ángel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar: Á fundinum voru Evrópumálin líka til umræðu, enda er Spánn mjög virkur þátttakandi í Evrópusambandinu. Oft heyrir maður kallað á það að dýpka þurfi umræðuna í Evrópumálum eða færa hana upp á annað plan. Þeir sem tala svona, eru oftast líka þeir sem segja að Ísland hafi hagnast á aðildinni af Evrópska efnahagssvæðinu og þess vegna sé lítil ástæða til að endurskoða stöðu Íslands í Evrópusamvinnunni. Það er semsagt eina markmiðið með Evrópusamstarfi Íslendinga að við græðum á því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2008 | 09:22
Segjum NEI við ofbeldi gegn konum!
2.9.2008 | 12:43
Framganga veitir virðingu en ekki stólar
Í grein dagsins hvetur Guðlaugur Kr. Jörundsson leiðtoga þjóðarinnar til að vinna sér inn virðingu líkt og landslið karla í handbolta hefur gert: Mikið hefur vantað upp á að leiðtogar þjóðarinnar hafi komið fram að festu og öryggi í niðursveiflunni sem nú á sér stað. Það er ekki trúverðugt að þakka sér uppganginn og fría sig svo ábyrgð á niðursveiflunni. Lesa meira>>
Greining Glitnis: Aðgerðarleysi orðum aukið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2008 | 10:05
Hvað verður rétt eftir 30 ár?
27.8.2008 | 00:38
Hlaupum til góðs
Vefritspenninn og stjórnamálafræðingurinn Hrafn Stefánsson tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu um seinustu helgi. Hann sér ekki eftir því og gerir hlaupið að umfjöllunarefni í grein dagsins.
,,Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á því að hlaupa. Ekki þá nema á eftir bolta eða strætó og þá fyrst og fremst vegna skemmtanagildis þess fyrrnefnda og af illri nauðsyn þess síðarnefnda. Lesa »
26.8.2008 | 00:56
Skólagjöld í opinberum menntaskóla eru orðin að raunveruleika
Dagbjört Hákonardóttir fjallar um skólagjöld og hvort að reglur um tölvukaup í Menntaskólanum séu í rauninni dulbúin skólagjöld.
,,Fólk hefur ekki ótakmarkað val þegar það kemur að menntaskólum. Forgangsröðun inntekinna nemenda eftir búsetu fyrirfinnst enn þann dag í dag, þótt hún hafi verið afnumin í orði. Það þarf því að kanna hvort skyldueign á fartölvum sé ekki dulbúið ólögmætt skólagjald, helst ekki seinna en í gær.
25.8.2008 | 08:50
Við erum umkringd
All you need is love sungu bítlarnir. En höfðu þeir kannski rangt fyrir sér? Á sama tíma og vesturlandabúar elska allt það sem er ekta, upprunalegt og öðruvísi þá er eins og þeim takist sífellt að eyða þessu viðfangi ástar sinnar. Grétar Halldór Gunnarsson skoðar í grein dagsins með hvaða hætti okkar menning er andmenning sem eyðir andstæðum sínum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 08:42
Þú verður að taka þátt
21.8.2008 | 12:19
Tveir menn, veggjalist og vaffla
Kristín Svava Tómasdóttir hefur 37 pistla greinaflokk sinn um íslenskt menningarástand með hnitmiðaðri orðræðugreiningu á stöðu nútímalistar í efri stéttum þjóðfélagsins.
Ég vil endilega vita meira um Egil Helgason, Þjóðmál og menningarvit ...
20.8.2008 | 17:15
Passaðu upplýsingarnar þínar á Facebook
Á fyrirbærinu fésbók má finna ógrynni upplýsinga um fólk út um allan heim. Anna Pála Sverrisdóttir fjallar um óprúttna aðila sem nýta sér slíkar upplýsingar og nauðsyn þess að hafa varann á: Bara til gamans ætla ég að segja frá því sem ég komst að á síðu eins félagans. Við skulum bara segja að hún heiti Gunna, sem er auðvitað ekki hennar rétta nafn. Á svona einni mínútu var ég búin að komast að því að í dag er hún ekkert í rosalega góðu skapi og að í gær var hún að gera fínt í kringum sig í vinnunni þótt hún sé að hætta eftir sex vikur.
Já, ég vil kynna mér betur persónuupplýsingar á fésbókinni...
Facebook.com aldrei vinsælli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2008 | 09:52
Sjávarútvegurinn vs. Strandmenning
Sverrir Bollason hugsar um fólkið við hafið og framtíð atvinnugreinar þar sem meðalaldur stjórnenda fer hækkandi: Það er löngu kominn tími til að horfast í augu við það að sjávarútvegsfyrirtækjunum er stjórnað meira af vilja en mætti. Stundum ekki einu sinni af vilja. Þetta er latasta atvinnugrein sem er starfandi á landinu. Græðgi og leti eru einu lýsingarorðin sem ég á til yfir stjórnendur í sjávarútvegi.
Lesa meira um strandmenningu Íslands ...
Nágrannar deila um deilistofna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2008 | 14:22
The Nordic Party Town Reykjavik
Partýborgin Reykjavík er markaðssett víða um heim. Eva Bjarnadóttir kynnir nýjasta partýið fyrir erlendum gestum: Surely the most intriguing party in the ice-city can be found at the City Hall. Right next to Reykjaviks beautiful pond youll come across a huge grayish building. It might not look like a place to party but there you can find a great deal of action!
Lesa meira um heitasta partý borgarinnar ...
Til hamingju með afmælið, Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.8.2008 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006