Kynjaveröld kreppunnar

Karlar eru með 19,6% hærri laun en konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem kynnt var fyrir tveimur vikum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir rekur í grein dagsins af hverju laun kvenna þurfa að hækka sem því nemur: „Gera mætti að því skóna að launamunur kynjanna sé kominn til að vera þegar við siglum inn í tímabil kreppu á landinu öllu nema til róttækra aðgerða komi. Lilja benti á að viðkvæði ráðamanna væri oft þannig að alls ekki megi hækka laun kvennastétta því þá fari launaskrið af stað. Þetta er alþekkt afsökun fyrir því að hækka ekki laun kvennastétta.“

Auðvitað við ég lesa um nauðsyn þess að gæta vel að launamunur kynjanna aukist ekki í kreppunni.


Eiga kaup á vændi að vera refsiverð?

Vændi vekur alltaf upp sterk tilfinningaviðbrögð og umræðu í samfélaginu, og hefur umdeildasta umræðuefnið undanfarinn áratug verið hvort gera eigi kaup á vændi refsiverð. Hrafnhildur Kristinsdóttir ræðir vændi í pistli dagsins: „Óumdeilt er að í kjölfar gildistöku laganna dró verulega úr sýnilegu vændi í Svíþjóð, þ.e. götuvændi, auk þess sem þeim körlum fækkaði, sem keyptu kynlífsþjónustu. Þá eru einnig fyrir hendi skýrar vísbendingar um að lögin hafi haft bein og jákvæð áhrif á mansal til Svíþjóðar og að Svíþjóð hafi nú ekki lengur aðdráttarafl fyrir þá sem skipuleggja slíka starfsemi.“

 Já! Ég vil lesa af hverju kaup á vændi eiga að vera refsiverð.


Utan gátta

Vefritspenni dagsins, Jóhanna Katrín Magnúsdóttir, sá leikritið Utan gátta í Kassanum í Þjóðleikhúsinu um helgina og þótti aðstæðurnar um margt kunnuglegar: „Morguninn eftir þegar ég settist niður með tebolla og blöðin þá rifjaðist þetta allt upp fyrir mér. Þetta er einmitt sama leikrit og stjórnvöld og Seðlabanki íslands hafa boðið almenningi upp á í síðustu viku. Á föstudaginn síðasta kom ég heim um kvöldið og þurfti virkilega að melta þau ummæli og fáránleikann sem kom frá stjórnvöldum í liðinni viku.“

Lesa um Villu og Millu, Geir og Ingibjörgu Sólrúnu.


Eru ráðamenn og verða ráðamenn?

Í sviptingum undanfarinna vikna hefur hrikt í stoðum samfélagsins. Erla Elíasdóttir bendir í grein dagsins á nauðsyn þess að skapa nú jafnréttismálum sess til framtíðar: „Hefð er fyrir því að afsaka stráka og afskrifa heimskupör þeirra með því að þeir 'séu og verði strákar'; bojs vill bí bojs. Þetta hljómar voða krúttlega en heldur auðvitað ekki vatni í neinskonar rökræðu. Merkilegt nokk, þá finnst mér afsakanir ráðamanna á ástandinu og þaraðlútandi sinnuleysi vera á nokkurnveginn þessu plani. Eins og þau hafi hvorki vitað betur né átt að vita betur.“

Ég vil lesa meira um jafnréttið og kreppuna.


„Nýtt“ Ísland á úreltum gildum

Vefritspenni dagsins, Dagný Ósk Aradóttir, kallar eftir því að ríkisstjórnin taki ábyrgð og viðurkenni að mistök hafi verið gerð við stjórnun landsins: „Ef það er eitthvað sem einkennir ráðmenn þessa dagana þá er það óbilandi trú á eigin ágæti og gríðarlegur hroki. Auðvitað bera stjórnvöld ábyrgð. Það gera líka ýmsir aðrir, einhverjir bankakallar, eftirlitsstofnanir og fleiri. Ég skal meira að segja samþykkja að „óviðráðanlegar ytri aðstæður“ hafi haft einhver áhrif líka. Almenningur ber hins vegar ekki ábyrgð, en henni er samt klínt á okkur í formi fyrirsjáanlegra skattahækkana og skertra lífskjara.“

 Lesa meira um "Nýja" Ísland.


Tími risaeðlanna ætti að vera löngu liðinn

Átök milli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, í umræðum um tillögu stjórnarandstöðunnar um vantraust á ríkisstjórnina hafa vakið mikla athygli. Ásþór Sævar Ásþórsson ræðir í grein dagsins hegðun risaeðlanna í íslenskum stjórnmálum: „Stjórnmálaumræða milli þessara risaeðla hefur oft einkennst af miklum sleggjum, stundum kímni, en oftast reiði út í hvorn annan sem birtist stundum í ómálefnalegum tilburðum. Auk dæmisins hérna að ofan má nefna atvikið snemma á síðasta áratug þar sem stjórnarandsæðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson lýsti Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, nánast sem holdgervingi skítlegs eðlis og atvikið þar sem Davíð Oddson kallaði Samfylkinguna „afturhalds-kommatittsflokk“.

Lesa meira um Davíð, Steingrím, Ólaf Ragnar og fleiri risaeðlur.


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnattvæðing og þjóðríkið

Hið hnattræna efnahagskerfi sem sem hnattvæðingin hefur fært okkur hefur af sumum verið talið ein helsta ógn ríkisins. Jón Hartmann Elíasson ræðir í Vefritsgrein dagsins nokkur vandamál sem upp getað komið í hnattrænni stjórnun: „Heimurinn hefur þjappast saman, minnkað, og aukin meðvitund er um hann sem eina heild. Því geta ýmis mál ekki lengur talist einkamál ríkis því búið er að skapa formgerðir sem eru hafnar yfir landamæri ríkja og þessar formgerðir hafa áhrif á þróun heimsmála.“

Já takk! Ég vil lesa meira um hnattvæðinguna og margvísleg áhrif hennar.


Gæti ég fengið að kjósa?

Íslendingar hafa verið duglegir að mótmæla síðustu vikur. Vefritspenna dagsins, Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur, telst svo til að undanfarna viku hafi mótmælafundirnir verið að minnsta kosti fimm og veltir fyrir sér hvað gera þurfi svo á okkur sé hlustað: „Þar sem ég stóð krókloppin á Þjóðfundi á Arnarhóli, aftur og nýbúin að mótmæla ástandinu, þá helltist yfir mig reiði. Ég var satt best að segja alveg að springa. Hvað þarf ég að gera til þess að á mig sé hlustað?“

Já, ég vil lesa um af hverju við þurfum að fá að kjósa!


mbl.is Kreppan hefur áhrif á jólahald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðapredikun um lýðveldið Ísland – togvíraklippufullveldi eða meðvituð ákvörðun um samstöðu

Í dag eru liðin níutíu ár síðan inflúensufölir Reykvíkingar fögnuðu fullveldi Íslands við undirleik illa æfðrar lúðrasveitar fyrir framan Stjórnarráðið. Kristín Svava Tómasdóttir minnir í grein dagsins á Vefritinu á að það sé ekki Ísland sem sé fullvalda, heldur Íslendingar: "Fullveldið þýðir ekki bara að íslenska ríkið sé jafnrétthátt öðrum ríkjum á alþjóðavettvangi heldur líka að meðlimir íslensku þjóðarinnar séu allir jafnréttháir innbyrðis. Við eigum íslenska ríkið, þetta er okkar hús, hér setjum við reglurnar sem við viljum fara eftir (og brjóta eftir hentisemi)."

Ég vil að sjálfsögðu lesa meira um fullveldi Íslands í tilefni dagsins!


mbl.is Haldið upp á fullveldisdaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um (sannleika og) réttlæti

Nokkur umræða hefur verið um menntun og bakgrunn ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Mikið hefur mætt á viðskiptaráðherra, Björgvini G. Sigurðssyni, og efasemdaraddir uppi um hvort heimspekimenntun hans nýtist í starfi. Í grein dagsins skoðar Bjarni Þór Pétursson BA-ritgerð Björgvins sem ber heitið „Hugleiðing um réttlæti“. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að ritgerðin ætti að nýtast Björgvini vel - í því að segja af sér. Ég óska viðskiptaráðherra góðs gengis í sinni ákvarðanatöku, ritgerðin stendur enn fyrir sínu og ætti að hjálpa til við skýrari framtíðarsýn, bæði hans og okkar allra. Megi Björgvini G. Sigurðssyni farnast vel í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur og megi þessi dæmisaga úr raunveruleikanum verða öðrum víti til varnaðar – réttsýnir góðir menn, á réttum stað, á réttum tíma verða að taka réttar ákvarðanir ef vel á að fara.
 
Já, ég kynna mér inntak BA-ritgerðar viðskiptaráðherra!

Duglega Auður

Bylting og kvenfrelsi eru viðfangsefni greinar dagsins á Vefritinu. Eva Bjarnadóttir fjallar um hvernig konur geti sætt lagi á umbrotatímum í þjóðfélaginu til að ná fram breytingum. Íslenskar konur finna að kjöraðstæður fyrir kvenfrelsisbyltingu er núna. Fjármálafyrirtækið Auður Capital gaf tóninn. Auður skapaðist í krafti kvenna og reyndist sjálfbær. Nú koma karlar og drengir heim úr stríðinu, eins og það hefur verið nefnt, með skottið á milli lappanna. Þeir viðurkenna að ef til vill hafi einsleit samsetning herdeildarinnar orsakað tapið.
 
Já, ég vil endilega lesa um tækifæri kvenna!

mbl.is Hömlum aflétt og nýjar settar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gefa sumum upp á nýtt

Af hverju eru allir sammála um að börnin okkar eigi að borga fólki aftur sparnaðinn sem gufaði upp þegar bankarnir gáfu upp öndina? Hvað felst í þessu „new deal“ sem gáfumennum verður tíðrætt um? Fá kannski ekkert allir endurgjöf? Stígur Helgason veltir þessu fyrir sér. Það eina sem allir virðast geta komið sér saman um er að ríkissjóður þurfi nauðsynlega að tryggja allar bankainnistæður Íslendinga upp í topp. Eftir að efnahagsundrið Ísland hrundi til grunna yfir nótt silaðist forsætisráðherra á fætur upp úr brakinu, gráhærður af ryki, til að segja þetta: Við vitum akkúrat ekkert hvað við ætlum að gera, fyrir utan það að allar innistæður í bönkunum eru að fullu tryggðar. Þetta hefur síðan verið áréttað líklega á annað þúsund sinnum með mismiklum málalengingum. Hvort tveggja. 
 
Já, ég vil lesa endurgjöf í samfélaginu!

mbl.is IMF byrjaður að lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The times they are a-changin'

Gestur Vefritisins að þessu sinni er Bjarni Þór Pétursson. Í pistlinum sínum les hann orð í eyru '68 kynslóðarinnar, sem að hans mati er ekki bara dauð heldur stendur enn í vegi fyrir mikilvægum framförum. Kynslóðin sem kom eins og stormsveipur inn í líf þjóðarinnar og ætlaði sér að bylta samfélaginu í vinstri sinnað réttlátt samfélag er nú að ranka við sér á dánarbeðinu í jakkafötum frjálshyggjunnar á öfgunum hægra megin. Frjálsar ástir urðu frelsi í viðskiptum og uppi sitja komandi kynslóðir með fjárhagslega eyðniveiru. 

 

Já, ég vil lesa um sök '68 kynslóðarinnar!

Kosningar ...eftir smá

Félagshyggjufólk, sem skundar nú og mótmælir um hverja helgi, er margt hvert ósátt við Samfylkinguna. Steindór Grétar Jónsson fjallar í dag um vandasama stöðu flokksins í róstursömu umhverfi dagsins í dag. Því fylgir [...] mikil hætta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú strax, rjúfa þing og boða til kosninga. Í fyrsta lagi gætu Sjálfstæðismenn kippt Framsókn eða Vinstri grænum inn í ríkisstjórn (er ekki öllu trúandi upp á þá eftir framgöngu þeirra í borginni?). Í öðru lagi þarf að koma fjárlögum í gegn fyrir jól. Í þriðja lagi vill Samfylkingin ekkert gera sem gæti orðið til þess að fyrirhugaðri stefnubreytingu Sjálfstæðisflokks (og Framsóknar) í Evrópumálum verði teflt í tvísýnu.  
 
Já, ég vil gjarnan lesa um Samfylkinguna og væntanlegar kosningar!

mbl.is Stólar merktir ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitin að hinu jákvæða

Einar Örn Einarsson reynir að endurtaka ekkert sem Moggabloggarar og Egilskommentarar hafa skrifað áður, enda skrifar hann eiginlega ekki um Davíð Oddsson í grein dagsins á Vefritinu. Hann einbeitir sér að því jákvæða sem kreppan getur komið með, eins og að losa okkur við stórfyrirtækjadýrkun sem hefur grasserað að undanförnu. Oft er talað á niðrandi hátt um eigendur lítilla fyrirtækja. Þetta eru „sjoppukallar“ og „smákóngar“. Stjórnmálamenn hafa á síðustu árum lagt litla áherslu á að hjálpa þessum aðilum. Helsta afrekið hefur verið að lækka skatta á fyrirtæki, en það hjálpar langmest stærri og arðbærari fyrirtækjum (einsog t.d. bönkunum) en ekki þeim sem eru að hefja rekstur og þurfa oft að glíma við taprekstur. 
 
Já, ég vil endilega lesa eitthvað annað en venjulega

Af súkkulaðikúlu og „íslensku leiðinni“ í alþjóðasamskiptum

Í kreppuumræðum undanfarinna vikna hefur staða Íslands á alþjóðlegum vettvangi oft borið á góma. Stóru málin hafa vitaskuld verið Icesave og Evrópusambandið. Í grein dagsins fjallar Anna Tryggvadóttir um „íslensku leiðina“ í alþjóðasamskiptum. Í rauninni má segja að í Icesave-málinu kristallist viðhorf Íslendinga til umheimsins. Í langan tíma höfum við litið á okkur sem súkkulaðikúlu í snúsnú-leik alþjóðasamfélagsins. Við fáum að vera með og leika okkur – en þurfum bara aldrei að snúa.  
 
Já, ég vil lesa meira um súkkulaðikúlur!

mbl.is Hollendingar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að vera svona leiðinleg við Sjálfstæðisflokkinn

Eva Kamilla Einarsdóttir kemur Sjálfstæðisflokknum til varnar í grein dagsins. Því enda þótt flokkurinn hafi verið við völd undanfarin ár og áratugi erum við bara að „persónugera vandann“ með því að vera svona leiðinleg við hann. Núna, þegar kemur að skuldadögum, þurfum við að sýna samstöðu og hætta að vera svona leiðinleg við Sjálfstæðisflokkinn. Og í guðanna bænum förum ekki að fara fram á einhverja forgangsröðun. Það færi nú ekki vel með Sjálfstæðisflokkinn og vini hans. Allra allra síst má síðan félagshyggjufólk fara að leggja einhverja sérstaka áherslu á velferðar-, mennta- og heilbrigðismál. Það má ekki heimta að forgangsraðað verði sérstaklega í þágu þeirra. 
 
Já, ég vil lesa hvernig ég get lagt mitt mitt af mörkum

mbl.is Handrit Seðlabanka ekki skilið eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig þjóðfélag viljum við?

Í ólgusjó undanfarinna vika hafa skammtímalausnir litað umræðuna. Í grein sinni lítur Þórður Sveinsson fram á veginn, spáir vinstrisveiflu í íslenskum stjórnmálum og sér framtíð Íslands borgið í blönduðu hagkerfi. Í þessu blandaða hagkerfi væru fyrirtæki fyrst og fremst rekin starfsemi þeirra sjálfra vegna en ekki til að skapa eigendum ofsagróða á skuldsettu verðbréfabraski sem getur sett allt á annan endann. Sjálfstæði fjölmiðla yrði tryggt sem mest mætti verða. Skýrar reglur yrðu settar um eignarhald sem þó væru ekki það íþyngjandi að þær stefndu rekstri þeirra í voða. Til að auka svigrúm til að dreifa eignaraðildinni mætti hugsa sér að fjölmiðlarnir væru öðrum þræði reknir á félagslegum grunni og fengju styrki frá ríki og sveitarfélögum. 
 
Já, ég vil lesa um framtíð Íslands

mbl.is Ráðherrar boða blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin hreinu hænsn

Gestur Vefritisins að þessu sinni er Jón Þór Pétursson. Í grein sinni fjallar hann um íslensku landnámshænuna, hreinleika hennar og hamingju, en kannski líka eitthvað fleira. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að íslenska landnámshænan býr yfir mörgum mannkostum landnámsmannanna enda hefur hún þurft að glíma við svipuð vandamál í gegnum tíðina. Íslenska landnámshænan er minni en margar aðrar hænutegundir en á móti kemur að hún er harðger og dugleg og það má hugsa sér að þessi persónueinkenni hafi mótast í baráttu við óblíð náttúruöfl Íslands. Íslensku landnámshænurnar fara ekkert að væla þó úti blási heldur setja undir sig hausinn og arka af stað. Íslenski einyrkinn er ekki bara maður, hann er líka hæna, jafnvel kona ef út í það er farið. 
 
Já, ég vil lesa um íslensku landnámshænuna»

mbl.is Ungahlutfall veiddra rjúpna 78%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví er ekki hægt að kaupa evrur, fránka og dollara?

Í grein dagsins fer Arnaldur Sölvi Kristjánsson yfir aðdraganda og ástæður gjaldeyrisskortsins sem er viðvarandi hér á landi. Einnig skoðar hann af hverju heilbrigður gjaldeyrismarkaður er mikilvægur fyrir okkur öll. Ástæðan fyrir því að mjög mikilvægt er að koma gjaldeyrismarkaðnum í lag er sú að gengisþróun krónunnar og aðgangur að erlendum gjaldeyri getur haft úrslitaáhrif á það hversu djúp og langvarandi efnahagslægðin verður. Seðlabankinn spáir því að þeim mun lengri tíma sem það tekur að styrkja gengi krónunnar, þeim mun hærra verður atvinnuleysið og verðbólgan og samdráttur landsframleiðslunnar. 
 
Ég vil lesa meira um gjaldeyrismarkaðinn»

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband