Leitin að hinu jákvæða

Einar Örn Einarsson reynir að endurtaka ekkert sem Moggabloggarar og Egilskommentarar hafa skrifað áður, enda skrifar hann eiginlega ekki um Davíð Oddsson í grein dagsins á Vefritinu. Hann einbeitir sér að því jákvæða sem kreppan getur komið með, eins og að losa okkur við stórfyrirtækjadýrkun sem hefur grasserað að undanförnu. Oft er talað á niðrandi hátt um eigendur lítilla fyrirtækja. Þetta eru „sjoppukallar“ og „smákóngar“. Stjórnmálamenn hafa á síðustu árum lagt litla áherslu á að hjálpa þessum aðilum. Helsta afrekið hefur verið að lækka skatta á fyrirtæki, en það hjálpar langmest stærri og arðbærari fyrirtækjum (einsog t.d. bönkunum) en ekki þeim sem eru að hefja rekstur og þurfa oft að glíma við taprekstur. 
 
Já, ég vil endilega lesa eitthvað annað en venjulega

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband