Klórað í bakkann

reporter2.gifTvær yfirlýsingar voru nýlega sendar út í kjölfar atburða í mótmælum vörubílstjóra. Eva Bjarnadóttir veltir fyrir sér atburðunum sem urðu til þess að annar aðilinn missti stjórn á skapi sínu og hinn missti vinnuna. “Ekki ósvipuð atburðarás varð við ráðhús Reykjavíkur í janúar. Þegar boðuð mótmæli áttu að vera hafin var fátt að gerast fyrir utan ráðhúsið. Mótmælendur höfðu komið sér fyrir inni í húsinu enda vont veður og fólk stóð þar inni þögult og grafalvarlegt. Eitthvað þótti þetta óáhugavert sjónvarpsefni fyrir fréttastofuna sem hafði dröslað öllu sínu hafurtaski niður í bæ. Fréttamaðurinn skammaðist í þeim sem honum þótti bera ábyrgð á samkomunni og bað um að safnað yrði saman hópi fólks fyrir utan húsið sem væru með almennileg mótmæli fyrir myndavélarnar. Og það var gert.”

 

Lesa meira um örvinglaða vörubílstjóra og fréttaleikstjórn ...


mbl.is Missti stjórn á skapi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið um val í lýðræðisríki

john_mccain.jpg Í grein dagsins fjallar Hrafn Stefánsson um bandaríska flokkakerfið og hvernig stóru flokkarnir tveir, Repúblikanar og Demókratar koma í veg fyrir að minni flokkar nái hylli almennings: Flokkarnir hafa nálgast hvor annan í stefnu síðustu ár og er munurinn sáralítill í dag. Málefni eins og afstaðan til fóstureyðinga og dauðarefsinga skilja flokkana helst að þar sem Demókratar eru frjálslyndari og Repúblikanar íhaldssamari. Þó ber að hafa í huga að einungis 70% þingmanna þessara tveggja flokka fylgja flokkslínunum á þingi og eiga það til að kjósa þvert á stefnu síns flokks.

Ég vil lesa meira um bandarísk stjórnmál!


Mánaðarlegar greiðslur námslána, af hverju ekki?


Guantanamó…já, það er ennþá í gangi!

guantanamointerrogation_pic.jpegÍ grein dagsins fjallar Kári Hólmar Ragnarsson um fangelsið í Guantanamó á Kúbu:  Í stuttu máli hélt þessi „lagalegi“ rökstuðningur ekki vatni (vatni? Water-boarding?). Þar var reynt af veikum mætti að útskýra að pyntingar væru í lagi af því að þær færu fram á Kúbu (RANGT: hæstiréttur bandaríkjanna sagði í Rasul v Bush að pyntingasamningur SÞ frá 1984 ætti við og Alþjóðadómstóllinn sagði að mannréttindasamningar ættu við utan eiginlegs landsvæðis ríkja í Palestinian Wall case), eða að þetta væru ekki alvöru pyntingar, af því að þær leiddu ekki til líffæraskemmda eða dauða (RANGT: mannréttindanefnd SÞ og sérfræðingar SÞ um pyntingar hafa hafnað þessu enda er þetta fullkomlega glórulaust…bara pyntingar ef maður deyr?).

Ég vil lesa meira um Guantanamó og pyntingar!


mbl.is Clinton hótar Írönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru Íslendingar! Ég er akfeiti talíbaninn ykkar… ekki málið!

Ég vil lesa meira!


mbl.is Konum meinað að fullorðnast í Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsdagsloddarinn, fagnaðarerindið og umhverfisvernd gegn náttúruvernd

al_gore.jpgÍ grein dagsins fjallar Halldóra Þórsdóttir m.a. um Al Gore, náttúruverndarsinna og umhverfisverndarsinna.  Gore var nýlega fenginn til að breiða út fagnaðarerindi sitt á fyrirlestri í Háskólabíói og var mikið rætt um komu hans í hérlendum fjölmiðlum. Minna bar á umfjöllun um hvað beinlínis fór fram á fyrirlestrinum, sem er ekki að undra í ljósi þeirra hindrana sem voru lagðar á fjölmiðla í þeim efnum. Þannig voru öll upptökutæki fjölmiðla stranglega bönnuð í salnum, hvort sem var hljóð eða mynd, og auk þess voru stífar skorður settar á hvernig mætti greina frá því sem fram kom.

Já ég vil lesa!


mbl.is Stofnandi Saving Iceland ákærður fyrir eignaspjöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík smámunanna

1.jpgHillary Clinton og Barack Obama mættust í sjónvarpssal hjá ABC sjónvarpsstöðinni á miðvikudag í 21. sjónvarpskappræðum forsetaframbjóðenda demókrata. Þar sem íbúar Pennsylvaníuríkis ganga að kjörklefunum á þriðjudag var mikið í húfi. Steindór Grétar Jónsson fjallar um þann farsa sem þessar kappræður voru og spyr líka af hverju svona miklu harðar er gengið á frambjóðendum Demókrata en Repúblikana. “Er það tilviljun að frambjóðendur félagshyggjuaflanna þurfa sífellt að sæta gagnrýni fjölmiðlamanna sem sótt er beint í orðaforða spunameistara hægrimanna, á meðan hægrimenn hljóta litla sem enga gagnrýni fyrir sömu sakir?”

Ég vil lesa um hörmulegar sjónvarpskappræður og silkihanska fjölmiðlanna! 


mbl.is Obama heillar ungu kynslóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík smámunanna

1.jpgHillary Clinton og Barack Obama mættust í sjónvarpssal hjá ABC sjónvarpsstöðinni á miðvikudag í 21. sjónvarpskappræðum forsetaframbjóðenda demókrata. Þar sem íbúar Pennsylvaníuríkis ganga að kjörklefunum á þriðjudag var mikið í húfi. Steindór Grétar Jónsson fjallar um þann farsa sem þessar kappræður voru og spyr líka af hverju svona miklu harðar er gengið á frambjóðendum Demókrata en Repúblikana. “Er það tilviljun að frambjóðendur félagshyggjuaflanna þurfa sífellt að sæta gagnrýni fjölmiðlamanna sem sótt er beint í orðaforða spunameistara hægrimanna, á meðan hægrimenn hljóta litla sem enga gagnrýni fyrir sömu sakir?”

Ég vil lesa um hörmulegar sjónvarpskappræður og silkihanska fjölmiðlanna! 


mbl.is Baráttan harðnar hjá Clinton og Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgönguleið eða hobbýleið

godurvegur.jpgÁ tímum trukkabílstjóramótmæla og samúðaraðgerða hobbýklúbbsins 4X4 getur verið erfitt að vera venjulegur hjólreiðamaður í vesturbænum. Styrmir Goðason fjallar um aðstæður hjólreiðamanna í bílaborginni Reykjavík og veltir fyrir sér af hverju sumir hobbýklúbbar mega mótmæla gengisbreytingum en aðrir ekki. “Ég veit ekki betur en að við það að krónan veiktist þá hafi hobbý-kostnaður hækkað hjá flestum. Flestar hobbý-vörur eru jú innfluttar og græjurnar hafa því tekið á sig gengisfallið, alveg eins og með eldsneytið.”

Ég vil lesa meira um hjólreiðar, gengisbreytingar og hobbý!


mbl.is Bílstjórar stofnuðu hagsmunasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærum af mistökum annarra

studentloans.jpgSíðustu daga hefur umræðan um upptöku skólagjalda í opinberum háskólum verið áberandi, í fjölmiðlum og á bloggsíðum samfélagsspekúlanta. Nýr Vefritspenni, Alma Joensen, fjallar um reynslu nágranna þjóða okkar af upptöku skólgjalda og í hve litlu samræmi sú reynsla er við áróður skólagjaldasinna á Íslandi í dag. “Í þeim löndum sem tekið hafa upp skólagjöld, fullyrða stúdentahreyfingar að skólagjöld séu aðeins enn einn steinn í götu þeirra sem mæta misrétti í háskólakerfinu eða búa við slæmar félags- og efnahagslegar aðstæður. Þeir örfáu úr þessum hóp, sem þrátt fyrir slagandi áhrif skólagjalda skrá sig í háskóla, byggja námsval sitt nú nær undantekningarlaust á arðbærni námsins en ekki á áhuga eða hæfileikum.”

Já! Ég vil svo sannarlega lesa meira um slæma reynslu annarra landa af skólagjöldum! 


mbl.is Vanskil ekki minni frá árinu 2000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærum af mistökum annarra

studentloans.jpgSíðustu daga hefur umræðan um upptöku skólagjalda í opinberum háskólum verið áberandi, í fjölmiðlum og á bloggsíðum samfélagsspekúlanta. Nýr Vefritspenni, Alma Joensen, fjallar um reynslu nágranna þjóða okkar af upptöku skólgjalda og í hve litlu samræmi sú reynsla er við áróður skólagjaldasinna á Íslandi í dag. “Í þeim löndum sem tekið hafa upp skólagjöld, fullyrða stúdentahreyfingar að skólagjöld séu aðeins enn einn steinn í götu þeirra sem mæta misrétti í háskólakerfinu eða búa við slæmar félags- og efnahagslegar aðstæður. Þeir örfáu úr þessum hóp, sem þrátt fyrir slagandi áhrif skólagjalda skrá sig í háskóla, byggja námsval sitt nú nær undantekningarlaust á arðbærni námsins en ekki á áhuga eða hæfileikum.”

Já! Ég vil svo sannarlega lesa meira um slæma reynslu annarra landa af skólagjöldum! 


mbl.is Heitar umræður um skólagjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig framkvæmi ég kælingu á hagkerfi?

verdbolganhamin.jpgUndanfarnar vikur hefur orðaforði meðal Íslendingsins þurft að aðlagast hratt breytingum í efnahagslífinu. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Vefritsgrein dagsins fyrir þau okkar sem áttu nóg með að skilja orð eins og hagvöxt og verðbólgu og eigum ekki séns í allt hitt. „Ég hef hlustað samviskusamlega á fréttir um hrap krónunnar og er í fréttum fjallað um „markaðinn“ eins og hann sé lífvera sem lifi sjálfstæðu lífu og ég hafi ekki nokkurn skapaðan hlut um það að segja. Þessu blessaða dýri getur ýmist verið kalt eða heitt, hreyft sig hægt eða hratt, verið þanið og gott ef það er ekki stundum uppþembt með ólgu í maganum og túrverki.“

Jahá! Ég vil endilega vita meira um gjaldeyrisvaraforða, stýrvexti, myntkörfulán og allt hitt gúmmelaðið!


mbl.is 6,5% atvinnuleysi hjá 16-24 ára fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður meirihluti

menntunrett.jpgFyrir tæpu ári síðan tók nýr meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks við völdum hér á landi. Fyrir ungt fólk var skiljanlega um viðbrigði að ræða, þar sem að eldri meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafði setið í tólf ár samfleytt. Agnar Burgess vill í Vefritsgrein dagsins minna félagshyggjuflokkinn í meirihlutanum á að vera ekki of ánægður með styrk núverandi meirihluta, heldur þurfi að láta verkin tala. “Gamli meirihlutinn var eitt sinn sterkur, ekki jafnsterkur og þessi nýi reyndar, og tók þá ýmsar mikilvægar ákvarðanir. Sumar þeirra voru ekki mjög vinsælar en þá yfirleitt þeim mun nauðsynlegri þjóðinni. Undir lokin voru þær hornsteinn þess að Framsóknarflokkurinn náði þangað sem hann stendur nú.”

Ég vil lesa meira um flokka sem þurfa að efna kosningaloforðin!


mbl.is Sótt um undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ætlar þú að búa?

nykjord-lt.jpgStöðug barátta á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins er eitt helsta einkenni stjórnmála á Íslandi í dag. Einar Örn Einarsson fjallar um þessa skammsýni í Vefritspistli dagsins. Hann veltir því m.a. fyrir sér hvort stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þvi að baráttan um búsetu unga fólksins í dag snýst ekki lengur um landsbyggðina eða höfuðborgina, heldur höfuðborgina eða önnur lönd. “Verkefni nútíma stjórnmálamanna er nefnilega það að auka  samkeppnishæfni höfuðborgarinnar við aðrar borgir Evrópu.  Þeir Íslendingar sem búa í útlöndum verða að hafa einhverjar ástæður til að flytja heim aðra en þá að margir vina þeirra og fjölskyldumeðlima búi hér.”

Ég vil lesa meira um baráttu landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar og skammsýna þingmenn!


mbl.is Stjórnvöld styðja bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsið – spil rökþrota manns

arnimatt.jpgÁ Íslandi er kominn upp sú hugmynd um tjáningarfrelsið að í því felist ekki eingöngu réttur til þess að tjá skoðun sína, heldur réttur til  þess að verða ekki gagnrýndur fyrir hana. Stígur Helgason fjallar um þessa furðulega hugmynd í Vefritspistli sunnudagsins og hvernig bloggdólgar og ráðherrar telja að tjáningarfrelsið virki. “Orðum fylgir ábyrgð þótt orðin séu lögleg og tjáningarfrelsi er aldrei afsökun. Látum vera þótt nokkrir misvitrir lesendur bloggsíðna átti sig ekki á muninum á gagnrýni og tilraun til ritskoðunar. Það er leiðigjarnt, en ekki ýkja alvarlegt mál. Öllu alvarlegra, og raunar mun leiðigjarnara líka, er þegar einn af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar gerist sekur um það.”

Já. Ég vil svo sannarlega lesa meira um Árna Matt og bloggdólgana!


mbl.is Obama harmar ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hugsa út fyrir rammann

skogarborg.jpgNýlega tók meirihlutinn í Reykjavík þá ákvörðun að hefja heimgreiðslur til foreldra barna, sem fá ekki inni á leikskólum. Af þessu tilefni fjallar Dagbjört Hákonardóttir um þessa mömmugildru og almennt um íhaldsöm viðhorf Sjálfstæðisflokksins í málefnum leikskólanna. “Sjálfstæðismenn í borginni þurftu að tapa nokkrum kosningum áður en þeir uppgötvuðu leikskólastefna R-listans sem byggð var upp skv. norrænni fyrirmynd var bjargvættur allra reykvískra barna og foreldra. Loksins varð leikskólinn valkostur fyrir öll börn. Áður en R-listinn komst til valda var forgangsröðunin skýr. Leikskólar voru ætlaðir ólánsömum börnum einstæðra mæðra og námsmanna. “

Já! Ég vil lesa meira um gervilausnir Sjálfstæðisflokksins!


mbl.is Tæplega 10% fyrir neðan lágtekjumörk á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðuleiki óskast, framtíðin er í húfi

ball-and-chain.jpgÁ Vefritið skrifa margir námsmenn í útlöndum. Atli Rafnsson er einn þeirra og honum lýst ekkert á þær fréttir sem hann heyrir af efnahagsóróanum á Íslandi. Í Vefritsgrein dagsins skrifa hann því hugleiðingar um ástand mál og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. “Það þarf  að vera aðlaðandi fyrir námsmenn erlendis að koma aftur heim að loknu námi. Heimurinn er opinn og samkeppni um vinnuafl fer sífellt harðnandi. Á meðan óstöðuleiki einkennir íslenskt efnahagslíf, viðskiptalíf og húsnæðismarkað er Ísland því miður ekki fýsilegur kostur eins og er.”

Já. Ég vil lesa meira um námsmenn erlendis og hvort þeir snúi aftur heim!


mbl.is Seðlabankinn hækkar stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíminn flýgur í Tíbet

tibeski-faninn.pngUndanfarnar vikur hafa mótmæli og óeirðir í Tíbet vakið heimsathygli. Harkaleg viðbrögð Kínverja við þessum mótmælum hafa vakið upp mikla reiði á vesturlöndum og hefur þeim verið mótmælt víða. Eva Bjarnadóttir, kafar ofan í forsögu þessarar deilu í Vefritsgrein dagsins. Greinin er skyldulesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á Tíbet og mannréttindamálum í Kína. “Það hafa ekki einungis fjöldi Tíbeta verið drepnir heldur reyna Kínverjar beinlínis að útrýma þeim með kerfisbundnum hætti. Í Tíbet er fjöldinn allur af kínverskum landnemum. Árið 1994 bjuggu 7,5 milljónir Kínverjar í Tíbet á móti 6 milljónum Tíbeta.  Þeir lúta öðrum reglum en Tíbetar og með tímanum hefur myndast félagsleg og efnahagsleg aðskilnaðarstefna milli Tíbeta og aðfluttra Kínverja.”

Ég vil lesa meira um mannréttindabrot í Tíbet.


mbl.is Gere telur að Kína eigi við djúpstæðan vanda að etja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er bíllinn fyrsta flokks borgari?

teamsters.jpgMótmæli vörubílstjóra út um allt land hafa vakið mikla athygli síðustu daga. Í Vefritspistli dagsins fjallar Sverrir Bollason, nýr Vefritspenni, um bílamenninguna á Íslandi og hvað hún segir um forgangsröðun almennings. Gera Íslendingar sér almennt grein fyrir því hverju þeir eru að fórna fyrir einkabílinn? “Ég kemst ekki hjá því að velta fyrir mér hversu mikið styttri vinnuvikan væri hjá sumum ef þeir skiptu út Land Cruisernum sínum fyrir minni bíl. Hversu margar stundir gæti fólk átt með fjölskyldu og vinum ef afborganir af dýrum bílum hvíldi ekki á herðum þess.”

Ég vil lesa meira um hvað bíllinn kostar okkur...


mbl.is Árni: Gerist ekkert á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf marga Hafnfirðinga til að kjósa alþingismann?

just_try_voting_here_265x358Í Vefritspistli dagsins fer Þórir Hrafn Gunnarsson yfir það hvernig brotið er á íbúum höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að kosningum til Alþingis. Í landi sem byggir á því að allir séu jafnir gagnvart lögunum þykir sjálfsagt að atkvæði sumra vegi tvöfallt meira en annarra og að þessi mismunun sé bundin í lög. “Þessar breytingar voru í raun málamiðlun á milli tveggja ólíkra sjónarmiða. Í fyrsta lagi þess sjónarmiðs að allir Íslendingar séu jafnir gagnvart lögum og atkvæði allra eigi því að telja jafnt. Í öðru lagi þess sjónarmiðs að landsbyggðin eigi einhvern rómantískan rétt til þess að hafa meira vægi en höfuðborgarsvæðið þegar kemur að því að velja fulltrúa á löggjafarþingið.”

Já! Ég vil lesa meira um skipulögð mannréttindabrot á íbúum höfuðborgarsvæðisins!


mbl.is Össur: „Við héldum lífi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband