Í samfélagi okkar eru lög. Lögin kveða á um hvað sé rétt og rangt og ákvarða um leið hvað sé glæpsamlegt. Lögin eru smíð samfélagsins sem þau gilda í. En eru þau mælikvarði á það sem er rétt og rangt? Með öðrum orðum: Eru landslög fullnægjandi siðferðilegur mælikvarði fyrir þá sem lifa í landinu? Elín Ósk Helgadóttir veltir þeirri spurningu upp í grein dagsins þar sem segir m.a: Þið hafið eflaust áttað ykkur á því hvað ég hef verið að fara hér að ofan. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að góður vinur minn hefði getað komist í kast við lögin en ekki þau að háttsemi hans hafi verið vítaverð og siðferðislega röng.
Ég vil lesa meira um lögin og siðferðið. Kannski líka um Goldfinger, Downs og Airwaves!