Í grein dagsins áréttar Agnar Burgess þau viðhorf sem hann lýsti í grein sinni hér á Vefritinu fyrr í vikunni . Segir hann meðal annars: ,,Ekki eru allir sammála mér í þessu sjónarmiði að æðstu valdhafar og kjörnir fulltrúar þjóðarinnar skuli ekki traðka á trausti þjóðarinnar með því að skammta sér óeðlileg kjör, til dæmis í formi sjálftöku líkt og gert var með samþykkt svokallaðra eftirlaunalaga á Alþingi skömmu eftir kosningar árið 2003. Lesa »