Tjáningarfrelsið – spil rökþrota manns

arnimatt.jpgÁ Íslandi er kominn upp sú hugmynd um tjáningarfrelsið að í því felist ekki eingöngu réttur til þess að tjá skoðun sína, heldur réttur til  þess að verða ekki gagnrýndur fyrir hana. Stígur Helgason fjallar um þessa furðulega hugmynd í Vefritspistli sunnudagsins og hvernig bloggdólgar og ráðherrar telja að tjáningarfrelsið virki. “Orðum fylgir ábyrgð þótt orðin séu lögleg og tjáningarfrelsi er aldrei afsökun. Látum vera þótt nokkrir misvitrir lesendur bloggsíðna átti sig ekki á muninum á gagnrýni og tilraun til ritskoðunar. Það er leiðigjarnt, en ekki ýkja alvarlegt mál. Öllu alvarlegra, og raunar mun leiðigjarnara líka, er þegar einn af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar gerist sekur um það.”

Já. Ég vil svo sannarlega lesa meira um Árna Matt og bloggdólgana!


mbl.is Obama harmar ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 13.4.2008 kl. 18:59

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill!

Óskar Arnórsson, 14.4.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ágætis pistill herra eða frú Vefritid. Tjáningarfrelsi fylgir ábyrgð. En er það nokkuð misnotkun á því frelsi að birta fjármálaráðherra með túrban, eins og múslimskan hryðjuverkamann? Múhammeð var teiknaður svona og það olli miklu fjaðrafoki.

Árni Mathiesen hefur ekki ennþá unnið hryðjuverk, nema menn líti þannig á að hin fræga skipun í héraðsdómaraembætti Norðurlands eystra sé hryðjuverk gegn dómskerfinu. Ég vona að þessi setning mín verði ekki túlkuð sem óábyrg notkun á tjáningarfrelsinu.

Síðan finnst mér líka fólgin í því vanvirðing við tjáningarfrelsið hjá þeim sem skrifa pistla á opnum vettvangi að gefa ekki upp nafn höfundar. 

Theódór Norðkvist, 14.4.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

PS Góð mynd samt sem áður.

Theódór Norðkvist, 14.4.2008 kl. 01:06

5 identicon

Ég efast um að nokkur maður sem sér þessa mynd tengi Árna Mathiesen við hryðjuverk. Hún var einfaldlega sett saman í því skyni að tengja fjármálaráðherrann á myndrænan hátt við þá umræðu sem farið hefur fram um tjáningarfrelsið upp á síðkastið. Múhammeðsteikningarnar ollu fjaðrafoki vegna þess að þar var verið að vísa mjög opinskátt í hryðjuverk framin af múslimum og spámaður þeirra hæddur. Ég veit ekki til þess að fjármálaráðherrar hafi framið mörg sprengjutilræði og hafi þannig ástæðu til að verða sárir út af smá glensi.

Og nafn höfundar kemur fram á forsíðu vefritsins. 

Stígur Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:22

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér svar þitt, Stígur, þetta voru nú bara góðlátlegar athugasemdir, ekkert illt meint. Margt gott efni er á þessu Vefriti.

Það er rétt að nafn kemur fram við flesta pistlana, en þessi pistill sem hér er vísað til er titlaður gestapistill. Ég sá hvergi nafn höfundarins.

Theódór Norðkvist, 14.4.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband