Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Hugleiðing um mismun og margbreytileika

FjölmenningErla Elíasdóttir fjallar í grein dagsins um fordóma og umræðuna sem hefur skapast um málefni innflytjenda hér á landi. Í greininni segir meðal annars: „…sumir vilja skipuleggja hvernig best verði búið að hinum aðkomnu á meðan aðrir leggja áherslu á hvort aðstæður okkar leyfi að bjóða þá velkomna yfirhöfuð. Hvað sem öðru líður er umræðan að mörgu leyti á byrjunarstigi og á stundum virðist sem talsmenn hins opinbera vettvangs séu helst á það sáttir, að það skorti á málefnalegheit í þessum efnum. Já, það þarf klárlega að koma af stað málefnalegri umræðu um innflytjendamál!“ Lesa meira.


Síð-efnishyggja og borgaralegt félag

Max WeberÍ gestapistli dagsins fjallar Magnús Björn Ólafsson, nemi í stjórnmálafræði og heimspeki, um þróun gildismats og menningarlegra þátta í stjórnmálum Vesturlanda. Hann rekur ástæður og afleiðingar þessarar þróunar og varpar ljósi á það hvað í henni felst. Í greininni segir meðal annars: Óhætt er þó að fullyrða að stjórnmál samtímans snúast ekki lengur aðeins um hina gömlu hægri-vinstri ása þar sem fátækt og velmegun tókust á. Nýjar víddir hafa bæst við hugtakaheim stjórnmálafræðinnar og hafa skotið rótum í gildismati okkar og menningu og eiga þátt í að ákvarða þá stefnu sem stjórnmálaatferli tekur.“

Lesa meira.


Strætó er á áætlun

StrætóFarþegum Strætós bs. fjölgaði um 3-4% á síðasta ári. Þórir Hrafn Gunnarsson fjallar í grein dagsins um þennan viðsnúning sem telst til tíðinda þar sem notkun almennings á strætisvögnum Reykjavíkur hefur hægt og rólega hnignað síðustu áratugi. Í greininni segir meðal annars: „Það sem er athyglisverðast við þetta góða ár strætó er þó ekki bara það að notkun á vögnunum hefur aukist í fyrsta skipti í langan tíma. Sú staðreynd að árið 2006 var fyrsta árið þar sem að nýtt leiðakerfi, sem hafði mjög róttækar breytingar í för með sér, var í gangi í heilt ár.“ Lesa meira.


Jess, hann er dauður!

Saddam HussainHeimsbyggðin hefur nú verið laus við Saddam Hussein í tæplega viku, en hann var hengdur á laugardag. Anna Tryggvadóttir fjallar í grein dagsins um siðferðilegar spurningar sem vakna við aftökuna, en í henni segir meðal annars:Mannréttindasamtök hafa hinsvegar mótmælt kröftulega þegar þeir sem styðja dauðarefsingar hafa ætlað að klístra réttlætislímmiðanum á aftökuna, með því að skýla sér bakvið rétt Íraka til að ákveða eigin refsingar. Óréttlætið sem mætti Saddam Hussein var nefnilega ekki einungis að dauðarefsing er siðferðislega ámælisverð heldur var leiðin að henni líka haldin alvarlegum ágöllum.“

Lesa meira.

Níræð flokkaskipan

Austurvöllur í byrjun tuttugustu aldarinnarGrein dagsins er eftir Magnús Má Guðmundsson og fjallar um aðdraganda núverandi flokkaskipunar á Íslandi. Flokkaskipan byggðist fyrst nær eingöngu á viðhorfi til sjálfstæðisbaráttunnar, en á fyrsta og öðrum áratug tuttugustu aldarinnar fóru menn að líta meira til innlendra viðfangsefna. „Þegar sjálfstæðismálinu sleppti var lítill munur á Heimastjórnarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Framfaramenn og afturhaldsmenn, samkeppnismenn og samvinnumenn stóðu hlið við hlið í báðum flokkunum. Þess vegna hlutu þessir flokkar að klofna þegar innanlandsmálin tóku að marka flokkakerfið. Ný flokkaskipun sem byggðist fyrst og fremst á innanlandsmálum hlaut að koma til sögunnar.“

Lesa meira.

Gleðilegt kosningaár

flugeldar.jpgKosningaárið 2007 er gengið í garð. Helga Tryggvadóttir veltir í grein dagsins fyrir sér umbreytingu á stjórnmálamönnunum sem þá galdra nýja stefnu fram úr erminni. „Á kosningaári umbreytast stjórnmálamenn. Enginn talar lengur um að draga saman seglin heldur eru allt í einu til nægir fjármunir til allra verkefna sem hugur girnist. Fýlusvipur víkur fyrir sólskinsbrosi, Íraksstríðið verður mistök og allir verða bæði umhverfisvænir og grænir.“ Lesa meira.


Vöktunarsamfélagið

eftirlitsmyndavel.jpgBókin „Óvinir ríkisins“ liggur á náttborðinu og er tilefni þess að mér þótti rétt að fjalla stuttlega um það sem ég vill kalla vöktunarsamfélag nútímans. Umfjöllunarefnið er því ekki þær leynilegu hleranir sem voru stundaðar á tímum kalda stríðsins heldur sú vöktun sem stunduð er fyrir allra augum í dag, oftast án þess að nokkrum andmælum sé hreyft.

Lesa meira...


« Fyrri síða

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband