Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Vörubílar og samfélagið allt - endurlit

publichealthmain.jpgHvað er að gerast þegar vörubílstjórar mótmæla og allt fer í bál og brand? Hvaða ferli liggja þar að baki og hvað birta þau okkur um grunngerð samfélags okkar? Grétar Halldór Gunnarsson skoðar málið og kemur með aðra og kannski skarpari sýn á vörubílamálið og samfélagið allt.  Í greininni segir m.a: Hvað með þá hópa sem eru illa menntaðir og illa skipulagðir?  Þá sem hafa ekki innsýn í kerfið sem við búum í, skilja ekki valdaleikinn sem er stöðugt verið að leika, hafa ekkert næmi fyrir eðli ferlanna og skortir slagkraft og jafnvel forsendur til að greina rætur sinna vandamála í samfélagsstrúktúrnum?

 Lesa meira um hagsmunahópana og skipulagið ...


mbl.is FÍS segir aðgerðir ráðuneytis í litlu samræmi við fyrri orð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þeir eru að berja samlanda sína!"

loggur.jpgÆtli þjóðernishyggja og útlendingahatur tengist órjúfanlegum böndum? Stefán Bogi Sveinsson skoðar hugtökin nánar : “En spurningin hlýtur að vera sú, hvernig maður greinir í sundur þá sem telja sig hafa heilbrigðan og eðlilegan áhuga á viðgangi þjóðar sinnar og þjóðlegra gilda og svo þeirra sem aðhyllast skoðanir í sama anda og þær sem hafa kallað mestu hörmungar 20. aldar yfir íbúa Evrópu.”

 

Lesa meira um þjóðir og hyggjur ...


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klórað í bakkann

reporter2.gifTvær yfirlýsingar voru nýlega sendar út í kjölfar atburða í mótmælum vörubílstjóra. Eva Bjarnadóttir veltir fyrir sér atburðunum sem urðu til þess að annar aðilinn missti stjórn á skapi sínu og hinn missti vinnuna. “Ekki ósvipuð atburðarás varð við ráðhús Reykjavíkur í janúar. Þegar boðuð mótmæli áttu að vera hafin var fátt að gerast fyrir utan ráðhúsið. Mótmælendur höfðu komið sér fyrir inni í húsinu enda vont veður og fólk stóð þar inni þögult og grafalvarlegt. Eitthvað þótti þetta óáhugavert sjónvarpsefni fyrir fréttastofuna sem hafði dröslað öllu sínu hafurtaski niður í bæ. Fréttamaðurinn skammaðist í þeim sem honum þótti bera ábyrgð á samkomunni og bað um að safnað yrði saman hópi fólks fyrir utan húsið sem væru með almennileg mótmæli fyrir myndavélarnar. Og það var gert.”

 

Lesa meira um örvinglaða vörubílstjóra og fréttaleikstjórn ...


mbl.is Missti stjórn á skapi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið um val í lýðræðisríki

john_mccain.jpg Í grein dagsins fjallar Hrafn Stefánsson um bandaríska flokkakerfið og hvernig stóru flokkarnir tveir, Repúblikanar og Demókratar koma í veg fyrir að minni flokkar nái hylli almennings: Flokkarnir hafa nálgast hvor annan í stefnu síðustu ár og er munurinn sáralítill í dag. Málefni eins og afstaðan til fóstureyðinga og dauðarefsinga skilja flokkana helst að þar sem Demókratar eru frjálslyndari og Repúblikanar íhaldssamari. Þó ber að hafa í huga að einungis 70% þingmanna þessara tveggja flokka fylgja flokkslínunum á þingi og eiga það til að kjósa þvert á stefnu síns flokks.

Ég vil lesa meira um bandarísk stjórnmál!


Mánaðarlegar greiðslur námslána, af hverju ekki?


Guantanamó…já, það er ennþá í gangi!

guantanamointerrogation_pic.jpegÍ grein dagsins fjallar Kári Hólmar Ragnarsson um fangelsið í Guantanamó á Kúbu:  Í stuttu máli hélt þessi „lagalegi“ rökstuðningur ekki vatni (vatni? Water-boarding?). Þar var reynt af veikum mætti að útskýra að pyntingar væru í lagi af því að þær færu fram á Kúbu (RANGT: hæstiréttur bandaríkjanna sagði í Rasul v Bush að pyntingasamningur SÞ frá 1984 ætti við og Alþjóðadómstóllinn sagði að mannréttindasamningar ættu við utan eiginlegs landsvæðis ríkja í Palestinian Wall case), eða að þetta væru ekki alvöru pyntingar, af því að þær leiddu ekki til líffæraskemmda eða dauða (RANGT: mannréttindanefnd SÞ og sérfræðingar SÞ um pyntingar hafa hafnað þessu enda er þetta fullkomlega glórulaust…bara pyntingar ef maður deyr?).

Ég vil lesa meira um Guantanamó og pyntingar!


mbl.is Clinton hótar Írönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru Íslendingar! Ég er akfeiti talíbaninn ykkar… ekki málið!

Ég vil lesa meira!


mbl.is Konum meinað að fullorðnast í Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsdagsloddarinn, fagnaðarerindið og umhverfisvernd gegn náttúruvernd

al_gore.jpgÍ grein dagsins fjallar Halldóra Þórsdóttir m.a. um Al Gore, náttúruverndarsinna og umhverfisverndarsinna.  Gore var nýlega fenginn til að breiða út fagnaðarerindi sitt á fyrirlestri í Háskólabíói og var mikið rætt um komu hans í hérlendum fjölmiðlum. Minna bar á umfjöllun um hvað beinlínis fór fram á fyrirlestrinum, sem er ekki að undra í ljósi þeirra hindrana sem voru lagðar á fjölmiðla í þeim efnum. Þannig voru öll upptökutæki fjölmiðla stranglega bönnuð í salnum, hvort sem var hljóð eða mynd, og auk þess voru stífar skorður settar á hvernig mætti greina frá því sem fram kom.

Já ég vil lesa!


mbl.is Stofnandi Saving Iceland ákærður fyrir eignaspjöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík smámunanna

1.jpgHillary Clinton og Barack Obama mættust í sjónvarpssal hjá ABC sjónvarpsstöðinni á miðvikudag í 21. sjónvarpskappræðum forsetaframbjóðenda demókrata. Þar sem íbúar Pennsylvaníuríkis ganga að kjörklefunum á þriðjudag var mikið í húfi. Steindór Grétar Jónsson fjallar um þann farsa sem þessar kappræður voru og spyr líka af hverju svona miklu harðar er gengið á frambjóðendum Demókrata en Repúblikana. “Er það tilviljun að frambjóðendur félagshyggjuaflanna þurfa sífellt að sæta gagnrýni fjölmiðlamanna sem sótt er beint í orðaforða spunameistara hægrimanna, á meðan hægrimenn hljóta litla sem enga gagnrýni fyrir sömu sakir?”

Ég vil lesa um hörmulegar sjónvarpskappræður og silkihanska fjölmiðlanna! 


mbl.is Obama heillar ungu kynslóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík smámunanna

1.jpgHillary Clinton og Barack Obama mættust í sjónvarpssal hjá ABC sjónvarpsstöðinni á miðvikudag í 21. sjónvarpskappræðum forsetaframbjóðenda demókrata. Þar sem íbúar Pennsylvaníuríkis ganga að kjörklefunum á þriðjudag var mikið í húfi. Steindór Grétar Jónsson fjallar um þann farsa sem þessar kappræður voru og spyr líka af hverju svona miklu harðar er gengið á frambjóðendum Demókrata en Repúblikana. “Er það tilviljun að frambjóðendur félagshyggjuaflanna þurfa sífellt að sæta gagnrýni fjölmiðlamanna sem sótt er beint í orðaforða spunameistara hægrimanna, á meðan hægrimenn hljóta litla sem enga gagnrýni fyrir sömu sakir?”

Ég vil lesa um hörmulegar sjónvarpskappræður og silkihanska fjölmiðlanna! 


mbl.is Baráttan harðnar hjá Clinton og Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband