Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Vinstri-grænir á biðilsbuxunum

steingrimurÍ grein dagsins skoðar Gró Einarsdóttir þá stöðu sem hefur komið upp í kjölfar niðurstöðu kosninganna. Vinstri grænir virðast vilja komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum en hallmæla ákaft Framsóknarflokknum fyrir að vera stóriðjuflokkur og hafna samstarfi við hann. Í greininni segir m.a: En síðan hvenær ber Sjálfstæðisflokkurinn eitthvað minni ábyrgð á stóriðjustefnunni en Framsóknarflokkurinn? Síðan hvenær er Sjálfstæðisflokkurinn  grænn flokkur? (Svarið virðist vera: frá þeim tímapunkti að það hentaði Steingrími)

 

Lesa meira....


Risessustórt tækifæri

risessa Í dag gleðst Helga Tryggvadóttir yfir því frábæra tækifæri sem við öll höfum til að hafa áhrif á hvernig landinu er stjórnað. Hún vegur og metur hvað hefur farið vel síðustu 12 ár og hvað hefði mátt fara mun betur.  Í framhaldi kemur hún með hvatningu til allra lesenda Vefritsins.  Í greininni segir m.a: ”Hátíðisdagurinn 12. maí er upp runninn. Risessa gengur um götur borgarinnar í sólinni og nær vonandi að plata risann föður sinn til þess að yfirgefa borgina áður en hann veldur meiri tjóni á bifreiðum en þegar er orðið. Júróvisjón-partýið stendur sem hæst, þrátt fyrir óheppilega útkomu á fimmtudagskvöldið ….   Mér finnst samt best að í dag fáum við að kjósa. Í dag fáum við langþráð tækifæri til þess að hafa áhrif á hverjir stjórna landinu, hverjir taka ákvarðanirnar sem hafa áhrif á líf okkar allra hvern einasta dag.” Lesa meira...
mbl.is Búið að opna kjörstaði um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er alveg að koma

vefkronaÍ grein dagsins veltir Þórgunnur Oddsdóttir því fyrir sér hvernig hægt er að vera jafnréttissinni eins og þeir Geir, Jón og Guðjón Arnar án þess samþykkja að vera femínistar. Í greininni segir meðal annars: “Þeir sem kalla sig jafnréttissinna eru ósáttir við róttækni femínistanna sem krefjast breytinga og aðgerða strax. Þeir segja gjarnan að þetta sé alveg að koma. Við þurfum bara að bíða aðeins og svo jafnist þetta út á endanum.”

Lesa meira...


Ef alltaf væri korter í kosningar

siv Í grein dagsins veltir Eva Bjarnadóttir fyrir sér hversu miklu betra þjóðfélagið væri ef ráðamenn hefðu sama framkvæmdarviljann allt kjörtímabilið. Í greininni segir meðal annars:” Íslenska ríkið hefur efni á því að sinna velferðarkerfinu vel fyrir alla alltaf. Það eina sem þarf er pólitískur vilji sitjandi ríkisstjórnar. Hann er ekki fyrir hendi í dag – nema kannski korteri fyrir kosningar.” Lesa meira...
mbl.is Vilja banna ráðherrum að skrifa undir samninga 90 daga fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu mikið er hægt að kanna?

20061103203619457Undanfarnar vikur hefur síbylja af niðurstöðum úr misgáfulegum skoðanakönnunum, sem mæla fylgi stjórnmálaflokka, dunið á landsmönnum. Í grein dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um allar þessar blessuðu kannanir og veltir því upp hvort að Íslendingar séu hugsanlega orðnir vinstrisinnaðri en á árum áður. Segir meðal annars í greininni: ,,Á móti þessu hafa flokkarnir sem gjarnan eru skilgreindir til vinstri í íslenskum stjórnmálum verið að sækja í sig veðrið enda hin hliðin á sama pening. Eftir að hafa lengstum haft á bilinu 25-30% þingmanna á bakvið sig, hafa Samfylkingin og Vinstri græn (og forverar þeirra) náð 38-40% þingmanna í öllum kosningum frá 1983. Í síbylju skoðanakannananna mælast flokkarnir tveir nú iðulega með 27-30 þingmenn, sem jafngildir um 43-48% þingstyrk.”

Lesa meira...


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvæn ráð í boði McDonalds

waste-_mcdonalds Hvernig getum við tekið aukna ábyrgð gjörðum okkar og áhrifum þeirra á umhverfið? Í grein dagsins veltir Snorri Sigurðsson því fyrir sér og gefur okkur umhverfisvæn ráð. Í greininni segir meðal annars: “Við Íslendingar erum dugleg að bera okkur saman við aðrar þjóðir og toppum gjarnan ýmsa lista þegar tekið er tillit til höfðatölu. Það sorglega er að mikið af þeim listum snúast um neyslu og eyðslu. Íslendingar drekka mikið af kóki, Íslendingar tala mikið í símann, Íslendingar versla mikið á internetinu. Það gerist hins vegar ekki oft að maður heyri um hvað Íslendingar séu duglegir að endurvinna, flokka rusl, spara orku o.s.f.v. Er ekki kominn tími til að bæta úr því ?”
Lesa meira...

Skólagjöld Sjálfstæðisflokksins

111 Hann er óneitanlega fallegur, búningurinn sem Sjálfstæðisflokkur Geirs Haarde klæðist nú skömmu fyrir einkunnaafhendinguna 12. maí. Agnar Burgess grefst fyrir um stefnumál flokksins í grein dagsins. Í hennir segir meðal annars: “Undir menntamálum er stiklað á stóru og auknu framboði á háskólanámi réttilega fagnað. Hins vegar er ekki nefnt einu orði það sem mér finnst markverðast við ályktanir landsþingsins en það er lítil setning, grafin innan um aðrar, undir hlekknum „ályktun landsfundar um skóla- og fræðslumál í heild sinni“. Það er ekki beint ætlast til þess að það fyrsta sem námsmaður í leit að stefnu í skólamálum sjái þetta." Lesa meira...
mbl.is Dregið úr tekjutengingu námslána hjá LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarmálin fella ríkisstjórnina

aldrair Samkvæmt nýlegri könnun Fréttablaðsins munu velferðar- og mennamál ráða miklu í kosningunum 12. maí. Pétur Ólafsson veltir fyrir sér í grein dagsins hvernig ríkisstjórnin hefur staðið sig í í byggja upp íslenskt velferðarsamfélag. Í greininni segir meðal annars: “Ríkiskassinn hefur fjármuni til að útrýma biðlistum með nokkrum pennastrikum en einhverra hluta vegna er eins og handhafar framkvæmdavaldsins vilji það ekki. Þeir hafa tækin, valdið og fjármunina en ekki viljann til að rétta hjálparhönd.” Lesa meira...
mbl.is Telur líklegt að fleiri orkufyrirtæki verði einkavædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisborgararéttur-ný tegund atvinnuleyfis

sumar Mál íslensku stúlkunnar frá Gvatemala hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Flestar spurningar sem hafa vaknað hjá fólki snúa að starfsháttum allsherjarnefnar Alþingis. Í grein dagsins veltir Valgerður B. Eggertsdóttir hins vegar fyrir sér öðrum hliðum málsins. Í greininni segir meðal annars: “Í máli stúlkunnar kristallast fáránleg stefna stjórnvalda í málefnum útlendinga. Fyrir hana, sem var ríkisborgari Gvatemala sem ekki uppfyllti 24 ára regluna, var vonlaust að sækja um atvinnuleyfi á Íslandi. Hennar eina von var að fá náð fyrir augum allsherjarnefndar.” Lesa meira...
mbl.is Bjarni segist ekki hafa neitað Sigurjóni um gögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunir frambjóðandans

frambjTæpar tvær vikur eru í kosningar og 756 frambjóðendur reyna að ná eyrum okkar kjósenda. Anna Tryggvadóttir veltir fyrir sér mismunandi og misvel heppnuðum aðferðum sem notaðar eru í baráttunni um atkvæðin. Í greininni segir meðal annars: “Þegar frambærilegu frambjóðendurnir eru uppteknir við að undirbúa sig fyrir að verða Alþingismenn eru þessir minna frambærilegu að taka virkan þátt í kosningabaráttunni. Þeir reyna að hala inn atkvæðunum með því að ræða við fólkið í landinu, maður á mann.  Það er því minna frambærilega fólkið sem við hittum í verslunarklösunum í úthverfunum og hringir í okkur til að kynna ágæti sitt og flokksins.”  Lesa meira...


Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband