Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Þegnskylda

Þegar ég verð forseti verður það mitt fyrsta verk að gera það að þegnskyldu að hlýða á kvöldfréttir Útvarps og Spegilinn í kjölfarið. Ég er þeirrar skoðunar að greining á málum líðandi stundar, hér á landi sem erlendis, eins og þar er að finna sé öllum hollt að kunna skil á í lýðræðissamfélagi. Lýðræði upplifir í það minnsta mikla bresti ef kosningar snúast fyrst og fremst um tilfinningar. Fólk þarf að fylgjast með og búa yfir ákveðinni þekkingu til að geta réttar ákvarðanir. Í það minnsta réttari ákvarðanir en margar aðrar.

Lesa meira...


Fimm árum of seint

Eðlilega vekur þessi afgreiðsla mála upp margar spurningar. Af hverju var svartri skýrslu um fjármál Byrgisins sem fram kom árið 2002 stungið undir stól og enginn fékk af henni að vita árum saman? Af hverju var ekki brugðist þá strax við og reynt að stuðla að úrbótum á starfseminni eða að öðrum kosti fjárframlögum til hennar hætt? Lesa meira.

Rafrænt tjáningarfrelsi

Internetið er gríðarlega stórt og virðir engin landamæri. Því hafa ríkisstjórnir sem vilja beita ritskoðun og þagga niður í höfundum efnis á netinu oft lent í vandræðum við það að hafa hendur í hári þeirra. Því miður hafa þessar ríkisstjórnir fengið hjálparhönd úr óvæntri átt því að öflug tölvufyrirtæki hafa gerst öflugir bandamenn þeirra með því að veita tæknilega aðstoð.

Lesa meira... 


Til að skilja verðum við að bera saman

Ég hef lengi lagt mig fram við að skilja um hvað kynjajafnrétti snýst í raun og veru. Hvað orsakar misrétti? Eru það gamlar hugmyndir, sem munu lúta lægra haldi í tímans rás, eða eru það stjórnvaldsákvarðanir – hvort tveggja eru hluti af leikreglum samfélagsins. Til þess að skilja ákvað ég að bera saman.

Lesa meira... 


Herba-death?

Herba-death?„Herbalife ásamt urmul af öðrum vörum er markaðsett á þeim forsendum að það sé náttúrulegt og ýjað að því að þar með séu þau hættulaus fyrir líkamann og án allra aukaverkana. Sú trú að náttúran sé algóð er enda rótgróin, en stenst því miður ekki nánari skoðun.“ Lesa meira.


mbl.is Grunur um tengsl á milli Herbalife og lifrarbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er breytt í Háskóla Íslands

„Einhverjir munu segja að þessi fjárveiting sé aðeins tilkomin vegna þess að nú séu kosningar á næsta leyti og að það megi ekki gleyma því hversu yfirvöld hafi svelt Háskólann til þessa. Það má vel vera að eitthvað sé til í því. En það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta er einstaklega góður samningur.“ Lesa meira.

Öfganna á milli

Sú stefna sem rekin hefur verið af stjórnvöldum í þessum málum er heldur ekki líkleg til árangurs – hún er í rauninni eingöngu til friðþægingar. Fjárhættuspil eru að orði til að mestu ólögleg, en víðsvegar eru auglýsingar frá Betsson og 888, Lottó er allt að því þjóðaríþrótt Íslendinga, spilakassar eru í hverri sjoppu og maður kemst varla í gegnum heilan fótboltaleik í sjónvarpinu án þess að vera minntur á 1×2 eða Lengjuna.

Lesa meira... 


Ofurverulegri Magni?

… getur það virkilega talist eðlilegt að fréttatilkynningar séu sendar út um svo persónuleg málefni? Hér nær hin ofurverulega persóna Magna áður óþekktum hæðum – skilnaðurinn verður ekki raunverulegur fyrr en að hann hefur verið tilkynntur í fjölmiðlum. Fjölmiðlaviðburðurinn sem skilnaðurinn er er augljóslega mikilvægari en skilnaðurinn sjálfur.

Lesa meira... 


Klárum dæmið samhliða kosningum í vor

"Það er grátbroslegt að hugsa til þess að við stöndum enn í nokkurs konar kaldastríðsstemmningardeilum um grundvallaratriði í lýðræðinu. Það hvernig við ætlum að tempra vald mismunandi handhafa ríkisvaldsins. Deilur sem hljótast af þessu ósamkomulagi beina athyglinni frá brýnum viðfangsefnum. Svipað og að sitja á fundi þar sem allt púðrið fer í að rífast um fundarsköpin."

Lesa meira... 


Það hefur ekkert upp á sig

LækjargatanÍ haust hafa hugmyndir um að opna aftur lækinn við Lækjargötu komið upp. Óskar Örn Arnórsson fjallar í grein dagsins um hugmyndina og hvað það er sem miðbæ Reykjavíkur raunverulega vantar: „Þegar ég geng um miðbæinn þykir mér helst vanta tengingarnar á milli kennileita borgarlandslagsins. Það er einhvern veginn eins og hlutirnir liggi bara utangátta og hafi ekkert að segja hver við annan. Undanfarna áratugi hefur virðst nóg í Reykjavík að hafa bara nógu stórt og gott bílastæði og þá er aðkoma að byggingunni leyst.“

Lesa meira...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband