Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Fýkur yfir hæðir

Jarðvegseyðing og rof er einn stærsti umhverfisvandi Íslands og á sér raunar enga hliðstæðu í löndum með svipað loftslag. Í grein dagsins beinir Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir augum að ástæðum þess og hvernig best sé að takast á við vandann: „Enn er beitt á svæðum sem illa eru farin af rofi og í raun ætti sjálfbær nýting lands að vera forsenda stuðnings við sauðfjárbúskap. Það verður að efla leiðir til að koma í veg fyrir akstur utan vega. Landgræðsla verður að auki ávallt að vera unnin með tilliti til náttúruverndarsjónarmiða, landlagsverndar og líffræðilegrar fjölbreytni.“

Lesa meira... 


Hvert fór virðisaukinn?

VeitingastaðurÍ grein dagsins fjallar Hrafn Stefánsson um fyrirhugaða lækkun virðisaukaskatts, sem mun síður en svo verða eins áhrifamikil og vonir stóðu til. Segir meðal annars í greininni: Veitinga- og matsölustaðir munu heldur ekki lækka, eins og halda mætti í fyrstu, úr 24,5% í 7%. Hingað til hafa veitinga- og matsölustaðir keypt matvöruna inn á 14% og selt hana á 24,5% virðisauka. Mismuninn þarna á milli hefur ríkið svo endurgreitt þessum stöðum. Með því að einfalda skattkerfið og færa bæði virðisauka á matvöru og veitingaþjónustu í 7% verða þessir staðir af tekjum sínum vegna endurgreiðslu frá ríkinu. Því munu þeir þurfa að hækka verð sín til að vinna þessar tekjur aftur.” Lesa meira ....


Málið snýst um jafnrétti, gildi og góða stjórnun

„Málefnin eru mörg og áherslurnar ólíkar. En það er athyglisvert fagnaðarefni að fólkið sem starfar í kringum SHÍ kemur af breiðu litrófi stjórnmála og samt eru allir á móti skólagjöldum. Það er líka óskandi að sá stóri hópur haldi þessari afstöðu til framtíðar. Því miður hafa ekki allir gert það þegar á líður.“ Lesa meira ....

Verkefni Grósku ekki lokið

Ég tel að stór hluti VG og þorri kjósenda Framsóknar séu frjálslyndir jafnaðarmenn í grunninn. Þeir eiga heima hjá okkur í stórri hreyfingu jafnaðarmanna. Hreyfingu á borð við breska Verkamannaflokkinn. Sundrungin tryggir hægri mönnum og Sjálfstæðisflokki endalaus völd. Glæstustu sigrar okkar jafnaðarmanna eru tengdir sameiningu á borð við þessa; Reykjavíkurlistinn og Röskva. Ég ætla áfram að vinna að því. Verkefninu er ekki lokið, segir Björgvin G. Sigurðsson í viðtali við Grétar Halldór Gunnarsson. Lesa meira.

Ójöfnuður stendur í stað... eða hvað?

Ef að Vefþjóðviljinn og aðrir sem hampað hafa ,,byltingarkenndum” niðurstöðum Ragnars hefðu haft fyrir því að kynna sér málflutning Stefáns ögn ítarlegar, hefðu þeir hinir sömu fljótt séð að niðurstöður Ragnars renna í rauninni að miklu leyti stoðum undir fyrri niðurstöður Stefáns.

Lesa meira... 


Ekki sama hver á í hlut

Réttlæti„ Þar sem ekki þarf að beita ofbeldi eða hótun um ofbeldi í þessum tilvikum lítur löggjafinn svo á að ekki sé um nauðgun að ræða. Með öðrum orðum þá er ekki ákært fyrir nauðgun ef andleg eða líkamleg fötlun er notuð til að ná fram samræði. Í þessum tilvikum er horft á brotið sem misneytingu.“ Lesa meira.


Sannleikurinn um íhaldssamt kristið fólk

Íhaldssamt kristið fólk í Bandaríkjunum er eitthvað sem nær allir hrista hausinn yfir. Vandamálið er hinsvegar að það sem menn hrista höfuðið yfir er í raun ekki til. Myndin sem er teiknuð upp er ekki fullkomlega sönn, eða í það minnsta ákaflega afskræmd.

Lesa meira...


Hinir arflausu óvíkingar

Forsíðan olli fjaðrafoki sérstaklega vegna umræðu um það að svört kona í íslenskum búningi gæti mögulega verið óvirðing við búninginn á einhvern hátt. Hann skoðar þetta út frá við og hinir orðræðunni. Þar sem að búningurinn virðist augljóslega vera eign okkar hlýst sú óvirðing sem felst í því að að hinir fari í hann af því að það rjúfi mörkin á milli okkar og hinna.

Lesa meira... 


Aukið lýðræði í vor eða enn eitt valdaránið?

Í borgarstjórnarkosningunum í vor fékk Björn Ingi Hrafnsson og Framsóknarflokkurinn samtals 4056 atkvæði eða 6,3% og einn mann af fimmtán í borgarstjórn. Þessi sami flokkur á nú mann eða formann í öllum nefndum borgarinnar, formann borgarráðs og að auki fékk Björn Ingi, á einhvern undraverðan hátt, skrifstofu inn í Ráðhúsi. Hvað ætli það hafi kostað? Er Bingi virkilega svona upptekinn?

Lesa meira... 


Hefðin, þorrablótin og pó-mó

„Fólk fortíðarinnar stundaði ekki líf sitt sem hefð eða sið. Fólk borðaði þorramat jú því að það var í boði, og margt annað ekki í boði um leið. Eins leyfi ég mér að efast um að fólk hafi belgt sig út á fjöldasamkomum yfir þessum mat, sem við köllum „þorramat”, talandi um vinnuna á skrifstofunni eða pólitíkina 2007. Bara það að við erum í dag að „stunda” siði og hefðir gerir þessa þætti nútímalega, póst-móderníska, formerkin eru orðin allt önnur en áður fyrr.“ Lesa meira.

Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband