Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Vopnahlé á jólum 1914

FriðardúfaÁ aðfangadag árið 1914 gerðist atburður sem greypti sig í minni þeirra sem upplifðu hann. Grétar Halldór Gunnarsson skrifar um hvað það var sem gerði hann svo sérstakan. Segir meðal annars í greininni: ,,Þessi styrjöld stóð í 4 ár og tók fimmtán milljón mannslíf að talið er. Eftir nokkurra mánaða harða bardaga og mikla sorg og þjáningu báðum megin við vesturvígstöðvarnar gerðist hinsvegar nokkuð ótrúlegt. Þetta var á aðfangadag árið 1914."

Lesa meira...


Þetta er engin pólitík, tík

VigtinÍ grein dagsins fjallar Saga Garðarsdóttir um staðalímyndir og tvískinnunginn sem einkennir umræður um útlitsdýrkunina. Segir meðal annars: ,,Kannski er það út af því, að á eftir spjallþættinum þar sem talað var við sálfræðing og prófessor í kynjafræði um brenglaðar ímyndir stúlkna, er sýnd auglýsing fyrir Viking lite, þar sem afskaplega lítill og aulalegur víkingur er að príla upp á getnaðarlega gellu. Kannski er það útaf því að á undan og á eftir greininni ,,You go girl” í Cosmopolitian eru fótosjoppaðar myndir af þrettán ára stelpum undir kjörþyngd..."

Lesa meira...


Hugleiðingar um nýtt frumvarp um stjórnmálaflokka

AlþingishúsiðNýtt frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og hafa ákvæði þess talsvert verið gagnrýnd. Pétur Ólafsson skoðar frumvarpið í grein dagsins, en í henni segir meðal annars: „ Gagnrýni á frumvarpið hefur aðallega verið tvennskonar. Í fyrsta lagi hefur verið bent á að frumvarpið útiloki önnur stjórnmálasamtök í að bjóða fram, þar sem eingöngu flokkar sem sitji á þingi fái framlög. Í annan stað hefur frjálshyggjuvængurinn sagt að einhverskonar ófrelsi felist í því að banna fyrirtækjum og einstaklingum, sem vilja ekki láta nafns síns getið í bókhaldinu, að styrkja flokka.“

Lesa meira.


Fákeppni á Íslandi

MatarkarfanÍ grein dagsins fjallar Hrafn Stefánsson um fákeppni á Íslandi og hvernig er hægt að sporna við henni. Segir meðal annars í greininni: ,,Neytendur á Íslandi finna fyrir afleiðingum fákeppni og einokunar á hverjum degi. Matarkarfan kostar sitt, símafyrirtækin bjóða upp á sömu taxtana, bensíndropinn er alls staðar jafn dýr, það er ein áfengisverslun á hverja 6500 íbúa, dýrara er að fljúga innanlands en til Evrópu og svo mætti lengi telja.” Lesa meira...


Þú ert maður ársins

Forsíða TimeÍ grein dagsins fjallar Lára Jónasdóttir um óvenjulega tilnefningu Time Magazine á manni ársins 2006 og þá gríðarstóru félagslegu tilraun sem á sér stað á hverjum degi á öldum internetsins. Segir meðal annars í greininni: ,,Þegar fjallað er um Netið og kraftinn sem býr að baki er ekki verið fjalla um Netið sem hefur þróast með ógnarhraða frá dot com æðinu sem skók heiminn fyrir aldamót. Það er verið að tala um Web 2.0 sem er hugmynd um aukna gagnvirkni á vefnum og notendur stjórni og framkvæmi í auknu mæli. Þó er ekki talað um að á undan Web 2.0 hafi verið Web 1.0, heldur var þetta hugmynd að nafni sem sýndi fólki að færa eigi Netið á hærra plan."

Lesa meira...


Málstaður málleysingjanna

HúsdýrGrein dagsins er eftir Snorra Sigurðsson og fjallar um réttindi og velferð dýra hér á Íslandi í samanburði við það sem þekkist erlendis. Í greininni segir meðal annars: „Hverjum dettur ekki fyrst í hug hálfbrjálað fólk að kasta blóði á ofurfyrisætur klæddar loðfeldi eða menn í gúmmibát að elta hvalveiðiskip þegar orðið dýraverndunarsinni ber á góma? Þessi neikvæða mynd er erfiður baggi að bera fyrir öll þau samtök (flestöll erlendis) sem vinna af miklum heilindum og á friðsamlegan hátt við það að verja málstað lífvera sem búa í sambýli við okkur mennina og geta ekki varið sig.“ Lesa meira.


Betri er einn fugl í skógi en tveir í hendi

Karlar og konurPrófkjörum stærstu stjórnmálaflokkanna fyrir alþingiskosningarnar í vor lauk fyrir nokkrum vikum síðan. Menn voru misjafnlega sáttir með niðurstöðurnar eins og gengur og gerist, en áberandi var þó sú gagnrýni að konur báru skarðan hlut frá borði. Agnar Freyr Helgason rýnir í niðurstöðurnar í helgarumfjöllun Vefritsins og reynir að varpa ljósi á árangur kynjanna með ýmsum hætti. Kemur hann í kjölfarið með tillögu að baráttumáli fyrir alla þá sem láta sig jafnrétti kynjanna varða. Segir meðal annars í úttektinni: ,,Það þarf ekki að rýna lengi í myndina hér að ofan til að sjá að yfirburðir þingmannanna eru afgerandi – 21 öruggt þingsæti á móti 9. Það sem stingur enn frekar í augun er misskiptur árangur kvenna sem ekki gegna þingmennsku – einungis ein þeirra náði öruggu sæti hjá flokkunum tveim (Guðfinna S. Bjarnadóttir hjá Sjálfstæðisflokknum) en níu höfnuðu í baráttusæti.”

Lesa meira...


Af róbotisma

Fastir í róbótismaÍ grein dagsins fjalla Eva Bjarnadóttir og Styrmir Goðason um róbótisma í fyrirtækjum og í lífinu sjálfu. Meðal þess sem segir í greininni er: „Það má þó ekki gleyma því að, þótt það hjálpi samfélagi okkar að fyrirtæki að hagnist, þá þjóna þau öðrum mikilvægum, samfélagslegum tilgangi – þau eru vinnustaðurinn okkar og þau sjá okkur fyrir allri þjónustu sem við sækjum.“ Lesa meira...


Bölvaður bjórinn

BjórÍ grein dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um lögleiðingu bjórsins fyrir rúmum 17 árum síðan. Segir meðal annars í greininni: ,,Þegar frumvarpið varð loksins að lögum hafði t.a.m. breytingartillaga um að þjóðin ætti að eiga síðasta orðið felld með einungis einu atkvæði við afgreiðslu málsins hjá neðri deild þingsins. Mótbárur þingmanna (og fjölmargra samtaka og einstaklinga) voru margvíslegar eins og gefur að skilja, en meginstefið var þó það að taumlaus drykkja myndi fylgja í kjölfarið með tilheyrandi eymd og volæði." Lesa meira.


Réttindi og velferðarkerfi

vog.jpgÍ grein dagsins fjallar Hlynur Orri Stefánsson um eignaréttinn út frá kenningum heimspekingsins John Rawls um réttlátt samfélag. Segir meðal annars í greininni: ,,Mistök þess sem gagnrýnir félagshyggju fyrir að brjóta gegn eignaréttinum felst því í því að hann lítur á eignaréttinn sem eilíf og eðlislæg réttindi mannsins (náttúruleg réttindi), en ekki eitthvað sem felst í skipan réttláts samfélagsins og skapar væntingar hjá þeim sem við slíka skipan búa. Réttlát samfélagsskipan felst hins vegar í meiru en bara að vernda eignaréttinn.” Lesa meira.


Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband