Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
26.9.2007 | 00:26
Bleikt og blátt
Hvaðan ætli hugmyndin um að bleikt sé stelpulitur og blátt strákalitur sé komin? Þórgunnur Oddsdóttir veltir fyrir sér þessari undarlegu tilhögun og rifjar upp að á árum áður hafi þessu einmitt verið öfugt farið: Rauður litur þótti karlmannlegur enda tengdist hann valdi og hernaði. Það þótti því við hæfi að láta unga drengi klæðast bleiku sem var mildari útgáfa af hinum valdsamlega rauða lit. Stúlkur voru gjarnan klæddar í blátt enda hefur blái liturinn löngum verið tengdur kvenleika og sakleysi. María mey er til að mynda yfirleitt sýnd í bláum kirtli.
Ég vil endilega vita meira um bleikt og blátt ...
25.9.2007 | 13:11
Það er leikur að lána
Í grein dagsins fjallar Stefán Bogi Sveinsson um nýstárlegar aðferðir við hjálparstarf þar sem hægt er að veita einstaklingi úti í heimi lán og fylgjast með hvernig gengur hjá honum í gegnum netið: Þessi beintenging þess sem veitir lán við þann sem þiggur það er það sem greinir Kiva frá mörgum öðrum sambærilegum stofnunum og gerir það einhvern veginn að verkum að manni finnst þessir litlu peningar sem maður lætur frá sér svo mikils virði. Þannig verð ég ánægður með sjálfan mig og lánþeginn vonandi líka.
Ég vil endilega kynna mér nýjar leiðir til hjálparstarfs...
24.9.2007 | 08:29
Það sem aldrei eyðist
Í grein dagsins fjallar Snorri Sigurðsson um arfleifð mannkynsins, það sem við munum skilja eftir okkur á jörðinni um aldur og ævi. Ef mannskepnan myndi skyndilega gufa upp myndi hún skilja eftir sig ummerki og eitt þeirra er plast: Plastefni mynda afar stóran hluta þess sem í daglegu máli er kallað rusl og ólíkt mörgu öðru rusli brotnar það afar takmarkað niður. Það er því afskaplega erfitt að losna við það enda er oftast gripið til þess ráðs að fela það t.d. með því að urða það með öðru illviðráðanlegu rusli. Þar bíður það þó einfaldlega, hugsanlega til eilífðarnóns, og brotnar sama sem ekkert niður.
Já! Ég vil lesa meira um áhrif plasts á umhverfið.....
21.9.2007 | 00:12
Æði borgarstjóra
Hver hefur ekki fengið sig full saddann af ýkjusögum um fullt, pissandi fólk með ólæti í miðborginni? Í grein dagsins veltir Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir því fyrir sér hvort runnið hafi æði á borgarstjóra í þessu máli: Miðbæjarvandinn - málefni miðbæjarins verður að teljast frekar deprímerandi æði, en minnir vissulega á unglingavandmálið sem átti sér stað í Reykjavík fyrir rúmlega 10 árum. Bara það að fyrirbærið beri svona háalvarlegt nafn og sé í fréttum daglega gerir mig persónulega mjög afhuga konseptinu.
Já! Ég vil lesa meira um nýjasta æði Villa Vill....
20.9.2007 | 07:49
Heimurinn sem ég bý ekki í
Í grein dagsins fjalla Eva Bjarnadóttir um tilvistarkreppu Íslands í kjölfar þess að sálræna bilið, líkt og það efnahagslega, milli fólks hefur aukist : Í lok aldarinnar splundraðist heimurinn. Ekki bara efnahagslega heldur tilvistarlega. Nú eru ekki aðeins til menn sem eiga meiri pening en ég, heldur er einnig til fólk sem hefur gjörólíkt gildismat og fólk sem ég mun aldrei hitta því við deilum engu. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hafi sálræna bilið, og þar af leiðandi ósamheldnin, verið meiri á Íslandi.
Lesa meira um gjörólíkt gildismat Íslendinga...
18.9.2007 | 07:32
Er hægt að búa til eitthvað fallegt úr skothylki?
Titill greinar dagsins er áhugaverð og óvænt spurning. Verður skothylki undir einhverju kringumstæðum álitið fallegt? Út frá litlu trúartákni fjallar Gró Einarsdóttir um ómannúðlegar aðstæður þrjú hundruð þúsund barna í yfir 85 löndum sem þjóna herjum og uppreisnarmönnum sem barnahermenn. Þessi litli kross segir svo ótal margt. Sá sem bjó hann til, í órafjarlægð frá litla Íslandi, hefur orðið vitni að meiri hryllingi en hægt er að ímynda sér.
Lesa meira um ómannúðlegar aðstæður barnahermanna....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 22:40
Ómerkileg grein um blogg o.fl.
Í grein dagsins fjallar Kári Hólmar Ragnarson um almenn leiðindi í skítakulda og hausti og þær frústrasjónir sem því fylgir. Þá er mjög klassískt að pirra sig á bloggi annarra, sérstaklega Moggabloggi: Mjög margir bloggarar skrifa bara til þess að tjá sig um ekki nokkurn skapaðan hlut og hafa ekkert fram að færa. Sem er ekki nógu gott, sérstaklega af því að sá bloggstíll sem tíðkast á Moggablogginu; að bæta sinni skoðun við fréttir, oftast með frekar yfirlætislegum hætti, hefur nokkurn veginn útrýmt eldri bloggstíl
Lesa meira um moggablogg og almenn leiðindi...
14.9.2007 | 13:39
Blackle.com - Google Krúttanna
Umhverfismeðvitund Íslendinga hefur aukist mikið síðustu árin og hefur hin svokallað Krúttkynslóð einkum leitt þá hugarfarsbreytingu. Valgerður Halldórsdóttir er mikill áhugamaður um krúttin og vildi því, í fyrsta grein sinni á Vefritinu, fjalla um hvernig þessi umhverfismeðvitaða kynslóð getur leitast við að hafa áhrif á umhverfi sitt með einföldum hlutum, jafnvel með því að nota sjálft Internetið á ábyrgan hátt. Með því að taka leitarsíðuna Google.com sem dæmi, en hún fær um 200 milljón heimsókna á dag, fann hann út með einföldum reikningum að ef allar birtingamyndir Google væru í ljóslituðum stöfum á svartan bakgrunn í stað hinns hefbunda hvíta, gætu sparast um 750 MW á ári. Til samanburðar gæti slík orka knúið árlega u.þ.b. tvö netþjónabú sem hafa mikið verið í umræðunni hérlendis undanfarið. Einnig má benda á að hin ofmetna Kárahnjúkavirkjun er um 690 MW.
Já! Ég vil lesa meira um Krúttin, Google, Blackle, Internetið og annað hresst...
Tíu ár síðan lénið google.com var skráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2007 | 17:22
Þetta unga fólk...
Hrafn Stefánsson er bjartsýnismaður að eðlisfari sem telur allajafna að glasið sé hálffullt. Hrafn telur sig hafa heyrt nöldur eins og þegar ég var ungur þá voru níu plánetur í sólkerfinu, en núna eru þær bara átta, einum of oft. Hann vildi því endilega skrifa miðvikudagspistlilinn um að heimurinn sé nokkuð ágætur og sé ekki að versna mikið. Mér finnst reyndar lífið vera miklu betra í dag heldur en það var þegar ég ólst upp. Efnahagurinn er mun sterkari nú heldur en hann var, Kalda Stríðinu er lokið, heimurinn er minni og ég hef aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga í gegn um internetið og svo mætti lengi telja.
Já! Ég vil lesa meira um að heimur fari ekki versnandi, efnishyggju og frelsi...
11.9.2007 | 11:31
Ekkert leyndarmál lengur
Í grein dagsins fjallar Lára Jónasdóttir um leyndarmálið sem farið hefur sigurför um heiminn. Það er hins vegar ekki eins einstakt og af er látið og á sér raunar miklu eldri forvera. Segir meðal annars í greininni: ,,Í grundvallaratriðum gengur hið svokallaða leyndarmál út á það að ef þú hugsar jákvætt þá gerast jákvæðir hlutir, hugsir þú neikvætt dregur þú að þér neikvæða orku og neikvæða hluti. Í myndinni er farið mjög ítarlega í þessa orku og flæði orku í heiminum, rætt er um skammtafræði, eðlisfræði, heimspeki og svo framvegis.
Já! Ég vil lesa meira um leyndarmál, sem eru ekki leyndarmál, og aðra hressa hluti...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006