Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Herðubreið

1tbl-fors.jpgNýtt tímarit er komið á markað, Tímaritið Herðubreið. Vefritsfólki lék fortvitni á að vita meira um ritið og sló Magnús Már Guðmundsson á þráðinn til ritstjórans Karls Th. Birgissonar. Í viðtalinu segir ritstjórinn  meðal annars frá tilkomu ritsins, hugmyndinni að baki nafninu, gáfaðasta ritstjórnarmeðliminum og hvers vegna hann kýs að skjóta orðinu frjálslyndur fyrir framan jafnaðarmanna nafbótina.

Auðvitað vil ég lesa þetta viðtal!


Kristur í Kastljósinu

kt2200512151634160tt1.jpgFyrir nokkrum dögum hófst ný auglýsingaherferð hjá Símanum. Í herferðina var farið til að kynna svokalla þriðju kynslóð farsíma, sem fyrirtækið hefur nýverið ákveðið að bjóða upp á hér á landi. Þórir Hrafn Gunnarsson vildi fjalla lauslega um hversu fyrirsjáanlega umfjöllunin í samfélaginu hefur verð um þessar auglýsingar Símans og hversu augljóst það er að Síminn ætlaði sér allan tímann að spila á þessi viðbrögð. „Reyndar kemur ekki á óvart að Síminn hafi ákveðið að nota Jesú. Það hefur sýnt sig að aðdáendahópur Krists er fjölmennur með eindæmum og að vinsældir hans eru engin tískubylgja. Hann hefur einnig mjög jákvæða ímynd og er í íslensku samfélagi tiltölulega óumdeildur. Augljóslega er heldur ekki slæmt að umræddur Jesú er víst ekki lengur í heimi hér og því ólíklegur til þess að krefjast greiðslu fyrir viðvikið.”

Já! Ég vil lesa meira um biskupinn, Kastljósið, Jesú og auglýsingar!


mbl.is Síminn dreifir 3G símum til heyrnarlausra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérframboðið Sameinaðir vinstrimenn

sameinast.jpg

Í dag skrifar Anna Pála Sverrisdóttir um nýtt framboð sem unnið verður að á næstunni og ætlar að bjóða fram í næstu kosningum til Alþingis. Vinnuheiti framboðsins er Sameinaðir vinstrimenn, en tilgangur þess er að fá félagshyggjufólk til að starfa saman. Félagshyggjufólk á að starfa í félagi hvert við annað. Nokkuð kaldhæðnislegt er til þess að hugsa að einstaklingshyggjufólk flykkist í samstarf hvert við annað af því það skilur mikilvægi samvinnunnar. Félagshyggjufólkið aftur á móti virðist gjarnara á að kjósa að vinna ekki saman til að geta haft hlutina nákvæmlega eftir eigin höfði í sínu framboði. Gallinn er bara að þá verða hlutirnir ekki eftir því sama höfði í þjóðfélaginu.

Vei! Auðvitað vil ég lesa mikið um vinstrimenn, bæði sundraða og sameinaða...


Þriðja kynslóðin

bring-bring-771504Tíminn líður hratt á gervihnattaöld, hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld. Vefritspenninn Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er stundum hugsandi yfir öllum þeim breytingum sem hafa orðið allra síðustu árin og hvort að þær hafi verið til bóta. Mis-kristileg kynningarherferð Símanns á nýju þriðjukynslóðar þjónustunni sem þeir bjóða uppá, varð til þess að Fanney ákvað að skrifa stutta hugleiðingu um hverfuleika tækninnar, hversu langt er síðan hún byrjaði í menntaskóla og hversu góðir vinir skipta miklu máli. „Á þessum árum hefur margt breyst í tæknimálum. Til að mynda átti nánast enginn farsíma nema verktakar og viðskiptamenn. Ég man þó eftir einni vinkonu minni á heimavistinni í MA sem fékk gamlan síma frá pabba sínum. Sá sími var á stærð við ágætis örbylgjuofn en við hinstóðum í löngum röðum eftir að geta hringt heim úr tíkallasímanum. Svo hljóp maður eins og fætur toguðu uppí herbergi til að ná símtalinu í herbergissímann.”

Auðvitað vil ég lesa meira um þriðju kynslóðina, tíkallasíma og MySpace. Það er meira að segja fjallað um kindur!


mbl.is Ísland í öðru sæti á efnahags- og lífsgæðalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beirút norðursins

253_reykjavik_iceland.jpgÞrátt fyrir að búa í miðbæ Reykjavíkur, og stunda félagslífið grimmt, hefur Atli Bollason aldrei verið laminn á djamminu. Ef út í það er farið þá hefur hann ekki einu sinni verið bitinn í eyrað á þessu mesta átakasvæði norðan Alpafjalla. Þar sem að umræðan um „Ástandið” í miðbænum hefur verið óvenju móðursýkisleg þetta sumarið, þá vildi Atli deila þessari óvenjulegu reynslu sinni með lesendum Vefritsins. Það er því óhætt að hvetja allar húsmæðurnar úr Vestubænum og Egil Helgason sérstaklega til að lesa þennan þriðjudagspistil. „Ég hef gengið Austurstræti að degi til og lifað það af, ég fór meiraðsegja einu sinni inn á Kaffi Austurstræti meðan það var og hét og slapp óskaddaður út. Ég er staddur í miðbænum í morgunsárið á laugardegi eða sunnudegi allavega einu sinni í mánuði (á tímabili var ég staddur þar vikulega) en ég hef aldrei fengið hnefa í andlitið né spark í magann. Lengst af þurfti ég að þvo bjórbletti úr skyrtunum mínum og reykingarlykt úr hárinu þegar svefninn losaði, en nú er ég laus við síðarnefnda.”

Heldur betur! Ég vil að sjálfsögðu lesa meira um bjór, næturlíf, Kaffi Austurstræti og Villa Vill...


Steinn í götu Gjábakkavegar

gullfoss.jpgAnna Tryggvadóttir vill fá að bæta við umræðuna sem að undanförnu hefur staðið um Gjábakkaveg. Hún þekkir af eigin raun að skrölta um misgóða vegi landsins með gubbandi ferðamenn. Fólk sem starfar í ferðaþjónustu hefur löngum kvartað yfir því að stjórnvöld taki ekki nógu mikið tillit til atvinnugreinarinnar. Að oft séu teknar sértækar ákvarðanir sem styrkja beint aðrar atvinnugreinar landsins, eins og fiskvinnslu svo ekki sé nú minnst á álbræðsluiðnaðinn, en ferðaþjónustan lendi alltaf undir. Þar að auki sé svo sjaldan litið til þarfa ferðaþjónustunnar í öllu almennu ákvarðanaferli að ferðamannaiðnaðurinn geti varla talist viðurkennd atvinnugrein hér á landi.

Auðvitað vil ég lesa meira um Gjábakkaveg, Þingvelli og helv. túristana....


« Fyrri síða

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband