Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Fjögur ár í viðbót?

geir Í helgarumfjöllun vikunnar skrifar Pétur Ólafsson um komandi kosningar, þörfina á að breyta um ríkisstjórn og allar þær fylgiskannanir sem hafa dunið yfir okkur. Í greininni segir meðal annars: “Ég sem var búinn að búa mig undir stórsigur vinstri aflanna í landinu eftir mestu lönguvitleysu íslenskrar stjórnmálasögu sem valdabandalag Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur verið allt frá árinu 1995. Það eru tólf ár síðan! Þá voru enn tvö ár í að hinn ungi Blair og New Labour stefnan ynni Bretland. Þá var Davíð Oddsson dökkhærður, Siggi Sveins ennþá í landsliðinu og allir söfnuðu körfuboltamyndum – sú var tíðinn.” Lesa meira...
mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prestastefna - Það sem enginn sá

prestastefnaÍ grein dagsins fjallar Grétar Halldór Gunnarsson um nýafstaðna prestastefnu á Húsavík.  Hann greinir frá því sem enginn sá en gerðist samt. Í greininni segir m.a: “Á prestastefnunni var hinsvegar líka hópur presta sem vildi ganga aðra leið en þá sem var farin. Prestarnir voru hluti af 40 manna hóp sem sendi frá sér aðra tillögu og lögðu fyrir prestastefnu. Þeir vildu ganga þann veg að gera hjónaband samkynhneigðra “eins” hjónaband og hjónaband karls og konu. Þeir voru ekki einir sem voru þeirrar skoðunar.”

Lesa meira...


mbl.is Hvað finnst prestum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkja og Kredda

prestastPrestastefna hefur verið í fréttum undanfarið.  Í grein dagsins fjallar Kári Hólmar Ragnarsson um hana gagnrýnir ýmislegt það sem honum finnst að kirkjunni og  stöðu hennar í tengslum við ríkisvaldið. Í greininni segir m.a: Jafnrétti er þannig ein af grundvallarreglunum sem við byggjum samfélag okkar á. Það að réttlæta mismunandi stöðu fólks með kynhneigð er því í andstöðu við stjórnarskránna. Mér, sem verðandi lögspekingi, finnst umræðan eiginlega ekkert eiga að ná lengra en þetta. 

Lesa meira....


Af Bóbóum

bobosHvað eru Bóbóar? Í grein dagsins útlistar Bryndís Björgvinsdóttir hvað Bóbóar eru og lýsir í grundvallaratriðum. Um leið skorar hún á alla sem lesa að sjá sjálfa sig í Bóbóunum. Í greininni segir m.a: „Hvíta ruslið” er líklegast eini hópurinn sem hinn pólitíski rétttrúnaður gefur skotleyfi á. „Hvíta ruslið“ býr til góðan smekk Bóbóunum til handa með því að stunda sinn vonda smekk. Hérlendis er „hvíta ruslið“ hinir „ómeðvituðu og smekklausu neytendur“. Fólkið sem sér ekkert athugavert við úthverfin, stríð í Írak eða Kárahnjúkavirkjun. „Hvíta ruslið“ fer í lýtaaðgerðaþætti í sjónvarpinu, á blautbolakeppni og á rallímót. Bóbóinn myndi aldrei láta sjá sig á slíkum samkomum nema í mótmælaskyni eða í einhverskonar grín bríeríi, gríni og yfirlæti eins og „íslenski hvíta rusls“ karakterinn Silvía Nótt tjáir eða sumar persónur Legs Hugleiks Dagssonar.

Lesa meira.....


Frelsisþulan gamla

kvennadagurÍ grein dagsins rifjar Steinnunn Gyðu-og Guðjónsdóttir upp baráttulag fyrir jafnrétti frá árinu 1975.  Hún skoðar í framhaldi hversu mikla þörf við höfum enn fyrir boðskap þessa baráttulags. Í greininni segir m.a: Því frelsisþulan gamla er fjarska lítið sönn og félagshyggju og jafnrétti miðar ekki spönn.

Lesa meira...


Frelsi til menntunar

myndafhaskoliFyrr í mánuðinum kynnti Stúdentaráð Háskóla Íslands áherslur stúdenta í menntamálum fyrir komandi kosningar. Af því tilefni gaf ráðið út stefnuskrá og skoraði á stjórnmálaflokkanna að gera stefnumál ráðsins að sínum og berjast þannig fyrir betra samfélagi. Í grein dagsins fjallar Agnar Freyr Helgason um eitt helsta áherslumál stúdentahreyfingarinnar - andstöðuna við skólagjöld. Segir meðal annars: ,,Sé það markmið okkar að hækka menntunarstig þjóðarinnar – ef ekki til að vera í fremstu röð meðal þjóða, heldur einungis til að halda í við nágrannaríki okkar – er erfitt að sjá hvernig upptaka skólagjalda við opinbera háskóla geti samrýmst því. Það þarf ekki hagfræðing til að benda á þá augljósu staðreynd að aukin gjaldtaka leiði til þess að færri sæki sér háskólamenntun.”

Lesa meira....


Hægriflokkar eru ekki velferðarflokkar

born-i-sundlaug Í dag eru þrjár vikur til kosninga og kosningaloforðin hellast yfir okkur kjósendur. Helga Tryggvadóttir skrifar í grein dagsins um tilhneigingu hægriflokka til þess að leggja mikla áherslu á velferðarmál í aðdraganda kosninga, án þess að hugur fylgi máli: „Það eru auðvitað engin ný sannindi að hægriflokkar reyni að tileinka sér velferðarpólitík félagshyggjufólks í aðdraganda kosninga. Helle Thorning-Schmidt, formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, gerði þetta einmitt að umtalsefni þegar hún var hér á landi í síðustu viku. Þar benti hún líka á að þegar til kæmi væru liðsmenn þessara flokka hins vegar alls ekki rétta fólkið til þess að koma loforðunum í verk.“ Lesa meira...
mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12. maí

Party1 Í grein dagsins skrifar Eva María Hilmarsdóttir um stærstu helgi ársins. Partíhelgin nálgast hratt og margir nú þegar farnir að hita upp til að vera tilbúnir í slaginn. Í greininni segir meðal annars: “Hvert lið hefur fyrir löngu haldið sitt prófkjör, margir þáttakendur, vinir og kunningjar úr sama bransa að berjast innbyrðis, það er alltaf hollt, heldur mönnum gangandi og við efnið. Þó að upp komi deilur er tíminn fljótur að græða sár, það skiptir jú mestu að vera með sigurstranglegustu keppendurna. Sumir reyndar halda ekki prófkjör, velja bara flotta fulltrúa og treysta þeim til að vinna verkið vel, þar hafa vinsældir líka alltaf viss áhrif, þannig virkar það bara.” Lesa meira...

Togstreita frekjunnar

310Í grein dagsins fjallar Elín Ósk Helgadóttir um það hversu erfitt það getur verið að ætla bæði að vera fylgjandi kynjajafnrétti og jafnrétti til náms á Íslandi í dag. Hún telur að jafnréttissinnum sé óhjákvæmilega boðið upp á óþægilega afarkosti. Í greininn segir m.a: Mér stendur ekki til boða að senda barnið mitt í grunnskóla þar sem markvist er unnið eftir þeirri kenningu að kyn skipti máli nema ég velji einkarekinn skóla til þessa að uppfræða börnin mín.

Lesa meira...


Frjálslyndur rasismi

un_flagsÍ grein dagsins fjallar Atli Bollason um það sem honum sýnist uggvænleg þróun í íslenskum stjórnmálum. Hann fjallar um frjálslynda flokkinn, málefni innflytjenda og skoðar sérstaklega þá furðulegu orðræðu sem flokkurinn viðhefur um þau mál. Í greininn segir m.a: Frjálslyndir vonast til að leiða orðræðuna og skilgreina valkostina, skapa óttann og hjátrúna. Munurinn á þeim og ríkisstjórninni er að hér er spurningin ekki um „ál eða hnignun“ eða „hagvöxt eða hálendið,“ heldur um það hvort Íslendingar vilji friðsælt og hvítt þjóðfélag eða svart gettó með bílabrennum, glæpum og ofbeldi. I þeirra heimi er það bara annaðhvort eða. Tvískautun af þessu tagi er algengt áróðursbragð og hefur verið nefnt ýmsum nöfnum. Það sem gerist er að tveimur hugtökum er teflt saman og þau látin tákna „gott“ og „illt,“ „plús“ og „mínus.“ Við þessa einföldun „spillist“ tungumálið

Lesa meira...


Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband