Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
11.4.2007 | 10:45
Mengum minna, borðum rétt
Í grein dagsins fjallar Lára Jónasdóttir um umhverfismál. Hún spyr sig hvað hver einstaklingur getur gert í baráttunni fyrir minni mengun, annað en að kvarta yfir henni. Í greininni segir m.a: Dagblöðin og mjólkurfernurnar í blaðagáma og flöskurnar í Sorpu, hvað meira getum við gert? Jú, verið á naglalausum dekkjum, sleppt því að keyra og notað strætó allt þetta klassíska. Það er bara svo miklu meira sem við getum gert án þess að þurfa umbreyta lífi okkar.
10.4.2007 | 20:22
Rétt og rangt
Í grein dagsins fjallar Þórir Hrafn Gunnarsson um stjórnarflokkana. Hann spyr hvers vegna málsvörn þeirra snúist alltaf um það hvort landslög hafi verið brotin með ákvörðunum þeirra. Skyldu þeir ekki hafa meiri metnað en það? Í greininni segir m.a: Ef marka má hegðun og málflutning stjórnarflokkanna og stuðningsmenna þeirra þá virðist það vera svo að þeir telji að það eina sem skeri úr um það hvort að ákvörðun eða athöfn sé rétt eða röng sé hvort að lög hafi verið brotin eða ekki. Greinarhöfundur er einn þeirra fjöldamörgu kjósenda sem telur það lágmarkskröfu til þingmanna, sem og annarra opinberra aðila, að þeir fylgi lögum í störfum sínum. Það vekur a.m.k. talsverða furðu að til séu stjórnmálamenn sem að telja það sér til sérstakra tekna að þeir hafi fylgt lögum og reglum og í raun og veru er það enn furðulegra að til séu stuðningsmenn stjórnmálaflokka sem eru tilbúnir til þess að verja það.
10.4.2007 | 20:20
Hroki og auðmýkt: Um valdþreytu ríkisstjórnar
Nú styttist óðum í alþingiskosningar. Í pistli dagsins veltir Pétur Ólafsson meðal annars fyrir sér þeim mörgu spurningum sem krefja mætti ríkisstjórnarflokkana svars við og hvers vegna enginn sé að spyrja þessara spurninga. Í greininni segir meðal annars: Einhvernveginn virðist ekki hægt að komast til botns í neinu máli: Hvort skattar hafi hækkað eða lækkað, hvort fátækt sé meiri eða minni nú eða fyrir fimmtán árum, hvort hér hafi verið rekin stóriðjustefna eða ekki eða hvort það hafi verið rétt eða röng ákvörðun a styðja Íraksstríðið. Þetta eru ekki álitamál heldur forsendur þess að kjósendur geti gert upp hug sinn á kjördag. Hins vegar stinga stjórnarflokkarnir hausnum í sandinn og neita því að hér hafi verið rekin stóriðjustefna, neita því enn að stuðningur við Íraksstríðið hafi verið röng ákvörðun, neita því að fátækt hafi aukist og að skattar hafi hækkað.
5.4.2007 | 13:28
Íbúalýðræðið,umræðan,óttinn og Evrópusambandið
Í grein dagsins fjallar Dagbjört Hákonardóttir um íbúalýðræði, umræðuna og Evrópusambandið. Í greininni segir m.a: Þessi ótti við íbúalýðræðið er síður en svo nýtilkominn. Þeir sem barist hafa fyrir málefnalegri umræðu um valfrelsi íbúa þessa lands til að skera úr um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa lengi beðið eftir þeirri stundu að umræðan breytist til hins betra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 17:37
Stóra loftslagsbreytingasvindlið
Í grein dagsins veltir Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir á ígrundaðan hátt fyrir sér ýmsum þáttum loftslagsbreytinga. Hún skoðar bæðri fræðilegan bakgrunn kenningar um loftlagsbreytingar og spyr fræðilegra og siðferðislegra spurninga um málið. Í greininni segir m.a: Ég man hversu hissa ég var þegar ég las í kennslubók í loftslagsfræði að ekki sé vitað hvort hærra magn koltvísýrings leiði til hækkandi hitastigs, eða að hækkandi hitastig leiði til meira magns koltvísýrings, en heitara loft getur borið meiri koltvísýring. Í myndinni er haldið fram að síðarnefnt ferli eigi sér stað og mælingar á ísborkjörnum sýni einmitt að koltvíoxíð í andrúmslofti aukist með hækkandi hitastigi en ekki öfugt. Þar af leiðandi hefur koltvísýringur ekki stjórnað hitastigi hingað til og hversvegna ætti hann þá að taka upp a því núna? Einnig er bent á að þegar losun a koltvísýringi var sem mest eftir seinni heimsstyrjöldina lækkaði hitastig á jörðinni samfleytt í 4 áratugi. Og í tilefni þess var auðvitað skellt fram heimsendaspá, yfirvofandi ísöld.
4.4.2007 | 17:35
Örlögin í okkar hendur
Eva Bjarnadóttir fjalla um eðli og mörk lýðræðis og það að fólkið fái völdin í sínar hendur í gegnum atkvæðagreiðslur. Í greininni segir m.a: Að sjálfsögðu er eðlilegt að ræða mörk og eðli lýðræðis. Undanfarin ár hafa raddirnar orðið háværari sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslur og víða annars staðar í heiminum þykja þær besta lausnin í erfiðum deilumálum. Það er því eðlileg þróun hér á landi að tækifæri fólksins til þess að velja örlög bæjarfélaga sinna séu aukin. Sérstaklega þegar um ræðir aðgerðir fyrirtækja, sem eiga eðli málsins samkvæmt ekki kjörna fulltrúa íbúanna.
2.4.2007 | 23:50
Er beint lýðræði betra lýðræði?
Í grein dagsins skoðar Hrafn Stefánsson beint lýðræði sem hefur svo mikið verið í umræðunni í sambandi við nýafstaðna íbúakosningu í Hafnarfirði. Í greininni segir m.a: Hins vegar má vel færa rök fyrir því að það sé í vissum tilvikum lýðræðislegra að nota beina kosningu við ákvarðanatöku. Beinni kosningu er hægt að beita þegar um er að ræða málefni sem eru þverpólitísk eða varða stórar breytingar á stjórnarskrá eða samfélagi. Mikilvægt er að hafa í huga er að þegar kosið er beint eru stjórnmálamenn og flokkar að afsala sér hluta af því valdi sem þeir fengu frá kjósendum í síðustu kosningum.
2.4.2007 | 23:47
Sumarfríið
Í helgarumfjöllun vikunnar er Anna Pála Sverrisdóttir farin að horfa til sumarsins. Meðal þess sem hér ber á góma eru hundasúrur, brimbretti, iðnbyltingin, ættarnöfn og bavíanasafarí. Eða með öðrum orðum: Ísland- sækjum það heim.
2.4.2007 | 23:44
Sigur stjórnarandstöðunnar 1971
Árið 1971 hafði sama stjórn setið í 12 ár samfleytt. Nýtt framboð kom fram í kosningum það ár, ríkisstjórnin féll og ný var mynduð. Magnús Már Guðmundsson fjallar um þetta stjórnarsamstarf, nýja framboðið og ástæðurnar fyrir falli stjórnarinnar Í greininn segir m.a: Sigur sinn áttu Samtökin ekki hvað síst að þakka að í landhelgismálinu boðuðu þau mjög afdráttarlausa stefnu sem féll í sérstaklega góðan jarðveg í kjördæmi formanns Samtakanna, Hannibals Valdimarssonar, Vestfjörðum. Í slíku máli þarf að bjóða kjósendum skýra og auðskiljanlega stefnu. Það gerði stjórnarandstaðan og þá einkum Samtökin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006