Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
16.2.2007 | 10:43
Stafræn stéttaskipting II
Fólk hefur annað hvort aðgang að upplýsinga- og fjarskiptatækni eða ekki, þú ert annað hvort tengdur eða ekki. Frá þessu sjónarhorni er auðvelt að skilgreina stafrænu gjána og því ætti að vera eins auðvelt að loka henni eða brúa hana, að því gefnu að pólitískur vilji sé fyrir hendi til að tengja þá sem ekki þegar eru tengdir. Það eru þeir sem eru menntaðir og efnaðir sem telja að aðrir þurfi upplýsingatækni, þeir telja einnig að tæknin teljist til þeirra nauðsynja sem ríki þurfa til að þróast.
16.2.2007 | 10:36
Vel get ég látið það eftir foreldrum mínum
Í grein dagsins fjallar Óskar Örn Arnórsson um ábyrgð einstaklinga og algeng skammtímasjónarmið í málefnum náttúrunnar. Í greininni segir m.a: Við erum líka svo stutt hérna hvort eð er, og bara í mesta lagi fjögur ár í næstu Alþingiskosningar, þannig að umhverfismálin verða að bíða. Og það sjá allir að það er mikilvægara að sækja litla bróður sinn á fótboltaæfingu en að komast hjá því að jöklarnir hverfi, eyjasamfélög fari undir sjó og landbúnaður í fátækustu löndum heims raskist.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 10:45
Félagshyggjufólk fagnaði sigri
12.2.2007 | 12:04
Þekkir þú helgarmömmu?
10.2.2007 | 21:08
Skandall skekur Downingstræti
Í helgaumfjöllun vikunnar fjallar Pétur Ólafsson um meinta sölu þingsæta í Lávarðardeild breska þingsins. Í greininni segir meðal annars: Eftir atvik ársins 2005 hóf lögreglan rannsókn sína sem náði allt aftur til ársins 2001. Samkvæmt henni virðast stærstu flokkar landsins viðriðnir sölu þingsæta á síðustu sex árum samkvæmt fréttaskýrendum dagblaðanna. Um eitt hundrað manns hafa verið færðir til yfirheyrslu vegna málsins, sumir með réttarstöðu sakborninga en aðrir sem vitni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 00:32
Bölvaður bjórinn II
Frumvarp fjórtán þingmanna úr stjórn og stjórnarandstöðu um afnám einkasölu ríkisins á bjór og léttvíni var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi fyrir viku síðan. Agnar Freyr Helgason fjallar í grein dagsins um málið, sem margoft hefur komið til kasta þingsins án þess að fá afgreiðslu úr nefnd: Vandséð er hvað veldur því að málið fái ekki brautargengi enda nýtur það þverpólitískrar samstöðu og hafa skoðanakannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að bjór og léttvín megi selja í matvöruverslunum. Í ljósi þessa hljóta því að liggja fyrir veigamikil rök gegn breytingunni enda virðist almennur vilji vera fyrir því að frumvarpið nái fram að ganga. Lesa meira.
7.2.2007 | 10:07
Röskva - rödd stúdenta
Í dag og á morgun er kosið til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kári Hólmar Ragnarsson fjallar í grein dagsins um félagshyggjusamtökin Röskvu, sem hefur verið leiðandi afl í ráðinu undanfarið ár. Segir meðal annars: ,,Það er enginn að fara að gera hlutina fyrir okkur. Ef við viljum ná árangri, þá verðum við að gera það sjálf, og þora að láta í okkur heyra. Þess vegna verður Stúdentaráð að hugsa stórt, marka sér stefnu til lengri tíma og vinna á skýrum hugmyndafræðilegum grundvelli.
6.2.2007 | 12:36
Stafræn stéttaskipting
5.2.2007 | 10:40
Líkur á sögulegum kosningum
Í grein dagsins fjallar Örlygur Hnefill Örlygsson um framboðsmál demókrata í Bandaríkjunum og þá sögulegu staðreynd að nú telja flestir valið standa milli konu og blökkumanns.
Skoðanakannanir í Bandaríkjunum hafa sýnt að 86 prósent treysta konu til embættis forseta og 93 prósent treysta þeldökkum frambjóðanda. Ef þær tölur reynast réttar eru þær mun hærri en áður í sögu Bandaríkjanna. Sögulegar óvinsældir sitjandi forseta geta líka átt sinn þátt í að fólk er tilbúið til að sjá breytingar. Lesa meira.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2007 | 15:38
Stórt tímamótaár að baki
Á miðvikudag og fimmtudag verður kosið til Stúdentaráðs og Háskólafundar í Háskóla Íslands. Það starfsár sem er að líða markaði ákveðin tímamót þar sem í fyrsta skipti hafa stúdenaráðsliðar Röskvu og Vöku myndað meirihluta í ráðinu. Valgerður B. Eggertsdóttir tók Ásgeir Runólfsson tali en hann hefur undanfarið ár starfað sem framkvæmdarstjóri ráðsins. Í viðtalinu segir Ásgeir meðal annars: Röskva vill að stúdentar fái styrk til að stunda háskólanám. Það kerfi þekkist allststaðar á Norðurlöndunum og á líka að vera við lýði á Íslandi. Við viljum útfæra þetta styrkjakerfi í gegnum lánasjóðinn og fólk mundi þá fá 25% af fullum námslánum sem styrk þegar það hefur lokið háskólagráðu. Lesa meira.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006