Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Sú hagkvæma fjárfesting

munkur1Í grein dagsins fjallar Grétar Halldór Gunnarsson um menntun, jöfnuð, aukna farsæld og bjarta framtíð. Í greininni segir meðal annars: “Hinir starfsmennirnir töldu háskólanema vera íþyngjandi byrði á samfélaginu. Kostnaðarauka sem borgaði sig ekki. Þessi menntun kostaði að þeirra mati morðfjár sem væri greitt af heiðvirðu vinnandi fólki sem hefði of sterka réttlætiskennd til að fara í frekara nám.”  Lesa meira...


mbl.is Heimili og skóli lýsa yfir áhyggjum af viðræðuslitum kennara og launanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbygging Íraks

basra Pétur Ólafsson skrifar í grein dagins um efni væntanlegrar bókar Rajiv Chandrasekaran um uppbygginguna í Írak. Í greininni segir meðal annars: “Í aðdraganda innrásarinnar sagði Bush forseti að ekkert yrði til sparað við uppbyggingu Íraks og að Írakar sjálfir mundu loks fá það frelsi sem Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir njóta. Forsetinn virðist því hafa lofað að enduruppbyggingin yrði glæsileg og að lykilstoðir íraska stjórnkerfisins og samfélagsins yrðu reistar af besta mögulega fólkinu. Chandrasekaran slær því hins vegar föstu að þegar á hólminn var komið, hafi stjórnmálaskoðanir frekar en sérfræðiþekking ráðið því hverjir gegndu þessum lykilstöðum.” Lesa meira...
mbl.is Maður handtekinn vegna tilraunar til að myrða varaforseta Íraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt sem er djúpt og dimmt í heiminum

Klámblöð í bókaverslunumKlám er bannað á Íslandi, en það er samt mjög auðveldlega aðgengilegt hérlendis. Eins og fram hefur komið í umræðu um klám undanfarna daga, er hægt að kaupa það í búðum. Ennþá auðveldara er að skoða það á Internetinu. Í helgarumfjöllun vikunnar skoðar Anna Pála Sverrisdóttir klámsíður á Netinu og veltir meðal annars upp einni hlið á spurningunni um frelsi og frjálsan vilja: „Við höfum líklega flest tekið þátt í einhverri umræðu um klám undanfarna daga, í tengslum við það hvort halda ætti hér ráðstefnu klámframleiðenda eða ekki. Meirihlutinn, eða a.m.k. meira áberandi voru þau sem ekki vildu sjá þessa ráðstefnu. Fókusinn í þessari umræðu hefur að einhverju leyti verið á einstaklingsfrelsið; frelsi til ferðalaga og fundahalda auk frelsis til að hafa þá atvinnu sem maður kýs sér sjálfur.“ Lesa meira.

Vertu sæt stelpa

normal_b Þórgunnur Oddsdóttir fjallar í grein dagsins um nýja skýrslu bandarísku sálfræðisamtakanna APA. Í skýrslunni er fjallað um þau áhrif sem það hefur á heilsu og líðan stúlkna þegar kynlíf og kynþokki kvenna gegnir lykilhlutverki í markaðssetningu og dægurmenningu. Í greininni segir meðal annars: “Öfgarnar ganga í allar áttir. Litlar stelpur eiga að vera fullorðinslegar og að sama skapi eiga stórar stelpur stundum að vera barnalegar. Allir fordæma barnaklám en samt sem áður er algengt að fullorðnar konur séu klæddar upp sem smástelpur í klámbransanum í þeim tilgangi að vera sexí. Íturvaxnar konur í efnislitlum skólabúningum þykja einstaklega æsandi jafnvel þótt flestar konur hætti að ganga í slíkum búningum um svipað leyti og þær verða sjálfráða. Það þykir líka þokkafullt að sleikja sleikipinna og vera með tíkó í hárinu.” Lesa meira...
mbl.is Federline fellur frá kröfu sinni um flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verndari sáttmála Evrópusambandsins

eu_flag Magnús Már Guðmundsson fjallar í grein dagsins um framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og hlutverk hennar sem yfirþjóðleg stofnun. Í greininni segir meðal annars: “Meðlimir framkvæmdastjórnarinnar eiga að vera sjálfstæðir í verkum sínum og eiga ekki undir neinum kringumstæðum að ganga erinda sinnar eigin þjóðar.” Lesa meira...

Orð um orðræðu

communicating.gif Eva Bjarnadóttir skrifar í grein dagsins um ólíka orðræðu mismunandi fólks. Í greininni segir meðal annars: "Undanfarna daga hefur orðræðan um klám, kyn og femínisma verið áberandi. Þar má sjá ásakanir um að femínistar fari yfir strikið með því að mótmæla klámráðstefnu. Flestar ásakanirnar eru á sömu nótum og áður þegar femínistar hafa mótmælt og að sama skapi eru mótmælin á svipuðum nótum og áður. Annar hópurinn er vanur að tala um klám sem ósköp venjulegan hlut og hinn sem misnotkun á konum." Lesa meira.
mbl.is Erlendir fjölmiðlar fjalla um klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða lyf er Alotabus?

alotabus_mynd_1 Eyjólfur Þorkelsson skrifar í grein dagsins um „Alotabus“, efni sem enginn þekkir nafnið á en 80-90% Íslendinga neyta a.m.k. einu sinni á ári. Í greininni segir meðal annars: „Það er vissulega góðra gjalda vert, kvíðastillandi, veldur gleði og nokkurri örvun. Það er þó engan vegin án aukaverkana því það slævir dómgreind, brenglar blóðfitur og truflar samhæfingu hreyfinga.“ Lesa meira...

Draumasamfélagið

0071379681_02__aa240_sclzzzzzzz_v56565343_.jpg Í grein dagsins fjallar Styrmir Goðason um framtíðarsýn danska stjórnmálfræðingsins Rolf Jensen eins og hún er sett fram í bók hans “The Dream Society”. Í greininni segir m.a: Hann segir að almenningur muni verða meðvitaðri um umhverfið og fólk byrji að taka tillit til hvers annars sem borgarar í samfélagi. Við munum þrá að tilheyra hópi þar sem við getum deilt tilfinningum okkar. Við munum hafa meiri tíma til þessa að skoða, meta og kaupa. Lesa meira.

Afnemum launaleyndina

hrannar.jpg Þriðjudaginn 6. febrúar sl. stóðu nemendur í MBA-námi við Háskóla Íslands og Feminstafélagið fyrir opnum fundi um leiðir til að minnka launamun kynjanna. Var málfundurinn haldinn í kjölfar námskeiðsins ,,Greining viðfangsefna og ákvarðanir”, þar sem nemendum var falið að vinna eina tillögu að því hvernig megi minnka launamun kynjanna á Íslandi. Samtals skiluðu átta hópar verkefnum og vakti eitt þeirra sérstaka athygli. Agnar Freyr Helgason heyrði í Hrannari Birni Arnarssyni, forstöðumanni og MBA-nema, sem lagði hönd á plóg við gerð tillögu um afnám launaleyndar á íslenskum atvinnumarkaði. Lesa meira.

Framtíðarlandið á flug

framKosið var um hugsanlegt þingframboð Framtíðarlandsins á dögunum. Anna Pála Sverrisdóttir mætti á fundinn og kaus. Í grein dagsins segir meðal annars: “Mér fannst ekki nógu sannfærandi að Framtíðarlandið, sem er þverpólitískt en sem ég þekki jafnframt marga vinstrisinnaða félaga í, myndi bjóða fram til að sækja á hægrimarkaðinn. Ég sá ekki annað fyrir mér en að framboðið myndi dreifa stjórnarandstöðufylginu og minnka líkur á að til valda kæmist fólk sem er líklegast til að bakka frá stóriðjustefnu og eyða tíma sínum í eitthvað uppbyggilegra.” 

Lesa meira...


Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband