Líkur á sögulegum kosningum

clinton_og_obama Hillary Clinton hefur sagt að nái hún kjöri sem forseti Bandaríkjanna muni hún binda enda á stríðsrekstur þeirra í Írak. Barátta hennar fyrir tilnefningu virðist þó erfiðari en í fyrstu var talið þar sem óvæntur keppinautur hefur nú slegist í hóp þeirra sem sækjast eftir útnefningu.
Í grein dagsins fjallar Örlygur Hnefill Örlygsson um framboðsmál demókrata í Bandaríkjunum og þá sögulegu staðreynd að nú telja flestir valið standa milli konu og blökkumanns.
“Skoðanakannanir í Bandaríkjunum hafa sýnt að 86 prósent treysta konu til embættis forseta og 93 prósent treysta þeldökkum frambjóðanda. Ef þær tölur reynast réttar eru þær mun hærri en áður í sögu Bandaríkjanna. Sögulegar óvinsældir sitjandi forseta geta líka átt sinn þátt í að fólk er tilbúið til að sjá breytingar.” Lesa meira.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Er ekki upplagt að Barack verði varaforsetaefnið hennar Hillary? Svo tekur við eftir átta ár 

Ingibjörg Stefánsdóttir, 7.2.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband