Í grein dagsins skrifar Sverrir Bollason um þekkingariðnaðinn og upplýsingatæknisamfélagið sem fór á bömmer. Segir meðal annars í greininni: ,,Google er upphafsstaður homo digitalus við upplýsingaleit. Ég þori að veðja að flestir lesendur þessa pistils hreyfi sig ekki spönn frá rassi né taki upp síma fyrr en þeir hafi gúglað það sem þeir leita. Býr veruleikinn í google amma? Lesa »
Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 19:54
Vinstrihreyfingin - grænt framboð á næsta leik
Vefritspenni dagsins, Dagbjört Hákonardóttir, tók upp á því fyrir helgi að glugga í tæplega ársgamalt dagblað. Þar var að finna góðar fréttir af uppbyggingu. Fimm Kringlur voru í byggingu. Evran kostaði 82 krónur og pundið 120. Dollarinn var í 59 krónum. Þá blómstraði íslenska Kauphöllin og fest voru kaup á erlendum lyfjafyrirtækjum og fatabúðum: Fyrir ári fór matarverðið auðvitað líka stöðugt hækkandi, en hugtök á borð við kaupmáttaraukning og 1,5% atvinnuleysi veittu okkur von. En það er auðvitað alltaf auðvelt að vera vitur eftirá. En ástand dagsins í dag var fyrirsjáanlegt og vel það en einhæfnin í íslensku atvinnulífi er alger. Því þarf auðvitað að breyta, en við höfum ekkert olnbogarými með ónýtan gjaldmiðil.
Já! Ég vil endilega lesa meira um það af hverju núna er komið að vinstri grænum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2008 | 09:15
Ef Reykjavík er ekki á Google Maps, eru Reykjavík þá til?
25.6.2008 | 11:25
Réttindabarátta fólks með fötlun, kosningamálið 2010?
Fólk með fötlun hefur þurft að þola brot á réttindum sínum í miklu ríkari mæli en flestir aðrir þjóðfélagshópar. Í grein dagsins fjallar Eva Kamilla Einarsdóttir um sorglegt hlutskipti margra þeirra sem eru með fötlun: ,,Jafnaldra mín sem er með CP (öðru nafni heilalömun) og bundin við hjólastól býr niðrí bæ. Hún skreppur ekkert í bíó með mér þegar hún vill. Í fyrsta lagi fengi hún seint akstur í slíkan hégóma og í öðru lagi þarf hún alltaf að fara í rúmið fyrir vaktskiptin þar sem hún býr.
Já, ég vil svo sannarlega lesa meira!
Áform um breyttan rekstur Droplaugarstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2008 | 16:02
Það er ekkert hlutleysi
Í pistli dagsins tekur Atli Bollason að sér að segja okkur að það sé ekkert hlutleysi til: Öllum greinaskrifum fylgir hugmyndafræðilegur baggi eða hagsmunatengsl. Hvort er heiðarlegra, að dylja hugmyndafræðina milli línanna eða að fara ekki í grafgötur með eigin skoðanir? Krafan um hlutleysi og jafnvægi í fjölmiðlum getur nefnilega haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Lesa meira um hlutleysið, rangfærslurnar, loftslagsbreytingar og Láru Ómars.
23.6.2008 | 15:08
Halla og konurnar í Íran
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður lauka nýlega meistaranámi í alþjóðasamskiptum og fjallaði lokaritgerð hennar um stöðu kvenna í Íran. Einar Örn Einarsson las viðtal við Höllu í Morgunblaðinu og í pistli dagsins gerir hann athugasemdir við ýmislegt sem fram kom í því um kúgun íranskra kvenna: Þessi yfirlýsing er með ólíkindum. Hvernig getur Halla haldið því fram að kúgunin sé eins ef að ein tegund af klæðnaði sé bönnuð og þegar að ALLAR tegundir af klæðnaði í heimi, utan einnar, séu bannaðar?
Ach, skoða greinina!
Hertar refsiaðgerðir væntanlegar gegn Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2008 | 13:42
Halla og konurnar í Íran
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður lauka nýlega meistaranámi í alþjóðasamskiptum og fjallaði lokaritgerð hennar um stöðu kvenna í Íran. Einar Örn Einarsson las viðtal við Höllu í Morgunblaðinu og í pistli dagsins gerir hann athugasemdir við ýmislegt sem fram kom í því um kúgun íranskra kvenna: Þessi yfirlýsing er með ólíkindum. Hvernig getur Halla haldið því fram að kúgunin sé eins ef að ein tegund af klæðnaði sé bönnuð og þegar að ALLAR tegundir af klæðnaði í heimi, utan einnar, séu bannaðar?
Ach, skoða greinina!
19.6.2008 | 00:28
Unga fólkið og afköst stjórnvalda
Það dugar ekki að seinka aðgerðum endalaust segir Jón Eðvald Vignisson í grein dagsins. Breytingar kalla á kjark og samstöðu.
,,Frjálshyggjupóllinn er auðvitað sá að fyrirtæki ættu að sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu. Hörðustu frjálshyggjumenn standa svo á því að fyrirtæki geri það raunverulega. Sagan sýnir hinsvegar að það er mesta vitleysa, því verr."
17.6.2008 | 14:20
Kandíflos og æðri menntun
Á þjóðhátíðardaginn og á afmæli langstærsta háskóla landsins er tilefni til að staldra við og íhuga gildi menntunar fyrir samfélagið segir Dagný Ósk Aradóttir í grein dagsins á Vefritinu.
,,Fyrir nokkrum árum var trendið að stofna háskóla, nú er trendið að sameina þá. Og trendið er að sjálfsögðu að rukka skólagjöld, helst frekar há og hækka þau árlega. Hádegismaturinn (hvort sem hann er keyptur á Eldsmiðjunni eða Krua Thai) er víst aldrei ókeypis, af hverju ætti menntun að vera það?
Vil ég lesa meira? Ehh... já.
Þjóðhátíð sett á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2008 | 17:27
Írsk þjóðaratkvæðagreiðsla skrifar sögu ESB
Í kjölfar þess að almenningur kaus gegn Lissabon sáttmála Evrópusambandsins hafa vaknað upp ýmsar spurningar um framtíð sáttmálans og jafnvel þróun Evrópu í heild. Hrafn Stefánsson skoðar hvernig landið liggur eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á Írlandi. En hvað tekur við? Mun ESB endurskoða Lissabon sáttmálann upp á nýtt og leggja hann aftur til samþykktar aðildarríkjanna að öðrum þremur árum liðnum? Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að hættulegt gæti reynst að reyna á þolrif evrópskra kjósenda með því að láta þá sífellt kjósa um sama hlutinn í nýjum búning.
Harma höfnun Lissabon-sáttmálans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2008 | 09:40
Af hækkandi eldsneytisverði og matvælaverði
Í grein dagsins gefur Atli Rafnsson lesendum Vefritsins fjölþætta mynd af því hversu matvælaverð í heiminum er að hækka og ýmsar þær afleiðingar sem sú hækkun hefur. Í greininni segir m.a: Í Danmörku hafa yfirvöld farið þá leið að hvetja bændur sem rækta lífrænt grænmeti og kornvöru að fara að framleiða aftur á gamla mátann til að forðast að að matvælaverð fari upp úr öllu valdi. Óttinn er einfaldlega að ekki verði til nógu mikið af grunnmatvælum og einungis útvaldir hafi efni á slíkum varningi.
Olían hefur hækkað um 100% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006