Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
11.6.2008 | 09:36
Bjartsýnishjal á krepputímum
Í grein dagsins tekur Halldóra Þórsdóttir að sér að sjá bjartar hliðar og áhugaverða möguleika í efnhagsástandinu. Í greininni segir m.a: En sannur Íslendingur sér tækifæri í hverju horni, því þegar bankarnir loka hurðunum opnar ríkið glugga og fellir niður stimpilgjöld við fyrstu kaup. Þeir sem eru sjóaðri og efnaðri ættu svo að leita uppi byggingarverktaka í Kaliforníu sem komst í fréttir nýlega fyrir að bjóða frítt raðhús í kaupbæti með 120 milljóna króna lúxusheimili. Tali nú enginn um örvæntingu eða skort á tækifærum!
Engin lán á ný hús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2008 | 09:36
Lifum við í Britney Spears hagkerfinu?
Hvað hefur Britney Spears með hagfræði að gera? Hvort kemur á undan: krísa hjá poppstjörnunni eða niðursveifla í hagkerfinu? Þessar spurningar svara sér ekki sjálfar og þess vegna skoðar Garðar Stefánsson þær í grein dagsins. Á sínum tíma fengu þessi lán bestu einkunn og leituðust margar fjármagnsstofnanir við að veita slík lán enda. Um sama leyti og engin takmörk virtust vera sett á stjarnfræðilegan árangur Britney Spears urðu undirmálslánin hvað mest vinsælust.
Lesa meira um poppprinsessuna og hagkerfið.......
Olíuverð í 250 dali? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2008 | 17:08
Allt feitt að frétta frá Landsbankalandi
Stundum er sagt að ein mynd segi meira en þúsund orð. Bryndís Björgvinsdóttir reynir að teikna upp örfáar myndir af ýmsu því sem ber fyrir sjónir í nútímanum. Þetta gerir hún í nokkrum orðum.
4.6.2008 | 10:15
Stopult jafnrétti
Kamilla Guðmundsdóttir veltir fyrir sér stöðu jafnréttismála og mikilvægi nýrra jafnréttislaga í grein dagsins. Hún segir meðal annars: íslenskt ungmenni eru mun íhaldssamari í dag heldur en fyrir 15 árum. Þegar spurt var um viðhorf ungmennanna varðandi verkaskiptingu kynjanna og þátttöku í atvinnulífinu gáfu svörin greinilega til kynna mikla afturför. Óvenju algengt er að unglingar í dag telji það eðlilega verkaskiptingu að konur sjái um heimilið og börnin en karlar um bílinn og fjármálin. Það sem sorglegast var við þessa könnun var samt sem áður að bakslagið var mun meira hjá stúlkum en drengum.
Já, ég vil svo sannarlega lesa um vafasamt hugarfar ungs fólks!
Óskaði Obama til hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Embættisfærslur fyrrverandi og núverandi ráðherra voru dæmdar ólögmætar af Hæstarétti á dögunum en lítið hefur farið fyrir málinu. Forsætisráðherra undrast dóminn og hafa fjölmiðlar látið þar við sitja. Steindór Grétar Jónsson veltir fyrir sér einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka í grein dagsins og dómi Hæstaréttar. Í greininni segir meðal annars: Líklega hafa fæst okkar tekið eftir því að Hæstiréttur úrskurðaði fyrir nokkrum vikum að forsætisráðherra og nokkrir aðrir stjórnmálamenn hefðu staðið á ólögmætan hátt að einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka hf. í tíð fyrrnefndrar ríkisstjórnar. Þessar embættisfærslur þeirra gætu hafa kostað ríkið milljarða, ef ekki tugi milljarða.
Já! Ég vil sko heldur betur lesa um spillingu á Íslandi!
Brugðist við tilmælum Neytendasamtakanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2008 | 13:32
Heimilisrekstur 103
Hvernig lærum við það sem við kunnum? Gró Einarsdóttir gerir sér grein fyrir að það er misjafnt eftir því hvert efnið er. En að þessu sinni hefur hún sérstakan áhuga á því að finna leiðir svo að ungmenni framtíðarinnar læri betur að standa á eigin fótum í flókinni samfélagsgerð. Gró segir m.a: Mér finnst það í rauninni merkilegt hversu lítið fer fyrir kennslu um svo stóran þátt í lífi fullorðins fólks. Vissulega lærði maður heimilisfræði í grunnskóla, en þar lærði maður mest hvernig ætti að gera ávaxtasalat og bollur.
Fréttaþreyta unga fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2008 | 09:45
Heimilisrekstur 103
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006