Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kaffisjúkdómur

coffee_drinker_print_web.jpgEinn bolli á dag kemur skapinu í lag sagði einhver, en bolli af hverju? Kaffi verður sífellt vinsælli drykkur á kostnað tes. Jafnvel í Asíu er aldargömul temenning að láta undan súkkulaði-soja-kaffi-latte í götumáli. Lára Jónasdóttir veltir fyrir sér kaffi- og termenningu: Hvort það eru tengsl milli lækkunar heimsmarkaðsverðs og þess að Asíubúar vilja frekar drekka kaffi nú til dags eru óvíst. Hins vegar er það nokkuð víst að kaffi virðist heilla unga Asíubúa, þeir telja teið vera gamaldags og nenna ekki að taka þátt í temenningunni.

 

Lesa meira um heita drykki... 


Bein lýsing frá leikvangi karlmennskunnar

mendelenk.jpgHvítur miðaldra karlmaður er lýsing á meðal stjórnanda á Íslandi en líka á meðal ofbeldismanni. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifar um karlmennskuna og vondar birtingarmyndir hennar: Í fjölmiðlum var talað um fótboltabullurnar sem ofbeldisfulla brjálæðinga fulla af hatri, skuggahliðar samfélagsins, menn sem voru drifnir áfram af biluðum kenndum en þegar Mendel-Enk fór að kynna sér málið féllu allar kenningarnar um sjálfar sig. Það eina sem þessir menn áttu sameiginlegt var að þeir voru allir karlmenn.

 

Lesa meira um karlmennskuna .... 


Kveðja til þriðja heimsins, skál!

end-of-pov.jpgÁ meðan Íslendingar áframsenda tölvupósta um fátækt og ójöfnuð í þriðja heiminum reynir raunverulegt fólk að komast af við erfiðar aðstæður. Lára Jónasdóttir fjallar um hvernig var umhorfs í Tansaníu þegar henni barst tölvupóstur um Alþjóðlegan dag fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna: Ef ég þekki svona daga rétt þá eru haldnir fundir og fyrirlestrar út um allt. Á einhverjum stöðum er líklega boðið upp á kokteil eftir fyrirlesturinn. Skál fyrir því hvað við erum dugleg að koma saman og tala um fátæka, skál fyrir því hvað ekkert hefur gerst í málum fátækra síðast liðinn áratug.

 

Lesa meira um fátækt og kokteilboð... 


Sálfræðingar skildir útundan

gro-salfr.bmpÓjafnrétti í heilbrigðiskerfinu felst meðal annars í því að þjónusta sálfræðinga er ekki niðurgreidd af ríkinu og því ekki á allra færi. Gró Einarsdóttir fjallar um mikilvægi andlegrar heilsu fyrir starfhæft samfélag: „Sálfræðingar tilheyra nefnilega ekki sjúkrasamlaginu. Það er því ekki á allra færi að leyfa sér þann lúxus að taka á sálrænum vandamálum sínum með hjálp sérfræðings. Það er því efnafólk sem hefur forgang í andlegri heilbrigðisþjónustu.

 

Lesa meira um sálfræðiþjónustu á Íslandi... 


Samsjálfstæðisflokkurinn

200px-sjalfstaedisflokkurinn1.jpgSíðastliðið vor sömdu tveir pólitískir andstæðingar um að stýra þjóðarskútunni í sameiningu. Eftir góðan aðlögunartíma er ef til vill tímabært að rifja upp kosningaloforð og rukka flokkana um svör. Kári Hólmar Ragnarsson spyr hvað gera skal í menntamálum: En þá komum við að aðal gúmmelaðinu. Í vissum málum voru flokkarnir tveir beinlínis ósammála í þessum málaflokki. Fyrst ber að nefna grundvallaratriði: Samfylkingin hafnaði skólagjöldum á öllum námsstigum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi að nemendur taki í auknum mæli þátt í kostnaði við nám sitt.

 Lesa meira um samsjálfstæðiskurlið ....


Af kynvillingu og bókstafstrú

topic_image.jpgSíðusta daga og vikur hefur umræðan um samkynhneigða og stöðu þeirra innan Þjóðkirkjunnar verið nokkuð áberandi í íslenskum fjölmiðlum, og þá sérstaklega í ljósi nýrrar þýðingar á Biblíunni sem kom út á dögunum. Í gær samþykkti Kirkjuþing að heimila prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra og í tilefni af því vildi Örlygur Hnefill Örlygsson fjalla um málið í þessum föstudagspistli. „Það að réttlæta mismunun heima fyrir með fordómum og fáfræði annara þjóða eru léleg rök í máli þeirra sem standa á móti réttindabaráttu samkynhneigðra.”

 

Lesa meira um samkynhneigð og kirkju...


Guðmundur, Guðmundur og Andri

andri.jpgRáðstefnur eru líklega sjaldnast mjög dramatískar og í verstu tilvikum gleymist í mesta lagi einn glærupakki heima. Valgerður Halldórsdóttir hefur þó frá óvenjulegri ráðstefnu á vegum Landsvirkjunar að segja þar sem kemur fyrir ræða Andra Snæs Magnasonar og óvænt uppsögn: Andri lét þetta ekki slá sig út af laginu og greip það ráð að þýða jafn óðum ásakanirnar. „He’s saying what I am saying is a bullshit…“ Salurinn ók sér vandræðalega í sætum sínum þegar karpyrðin héldu áfram. Án rökstuðnings við yfirlýsingar sínar stormaði svo Guðmundur á dyr með hurðaskellum með þeim orðum að hann sæti ekki undir svona vitleysu.

 

Lesa meira um rithöfund og dramatíska ráðstefnu.... 


Stríðið gegn hryðjuverkum hefur skilað öfgamönnum árangri

Í GuantanamoUm þessar mundir kemur út bókin Velkomin til Bagdad: ótti og örlög á vígvöllum stríðsins gegn hryðjuverkum eftir Davíð Loga Sigurðusson. Blaðamaðurinn svara spurningum Önnu Pálu Sverrisdóttur um stríðin og stjórnmálin á Vefritinu: „Gallinn er bara sá - og þetta var kannski markmið bins Ladens - að framganga Bandaríkjamanna hefur verið þannig, að sífellt fleiri öfgamenn verða til sem kannski tengjast ekki með neinu móti bin Laden, hafa aldrei í æfingabúðir al-Qaeda í Afganistan komið. Það er hlutur sem Bandaríkjamenn verða að átta sig á og taka mið af. Þeir verða að sjá að þeir hafa ekki staðið rétt að málum.“

Lesa viðtal við Davíð Loga Sigurðsson .... 


Kynlaus og litblind

dyrin.jpgJafnréttisbaráttan tekur á sig nýjar myndir eftir því sem fleiri hópar krefjast réttar síns. Steinunn Gyðu- og Guðjónardóttir, segir eitt mikilvægasta verkefni jafnréttissinna að stilla saman strengi pg auka skilning milli þeirra hópa sem heyja viðurkenningar-, réttinda- og frelsisbaráttu: „Réttur til þátttöku og hlutdeildar í óbreyttu kerfi er ekki nóg þegar kerfið er sniðið að einum hópi frekar en öðrum. Markmiðið er að breyta því kerfi sem viðheldur misrétti.“

Mig þyrstir í að vita meira um margþætt jafnrétti... 

 

Ráðstefna um samspil mismunandi jafnréttisbaráttu. 


Skemmt brauð í boði?

soup-kitchen.jpgHáskóli Íslands er munaðarleysingi sem fáir hafa sett undir sinn verndarvæng undanfarið. Hann hefur staðið við borðið í súpueldhúsinu og þegið skammarlega lágan skammt á meðan sultarólin hefur verið hert í þeim tilgangi að krafan umskólagjöld berist innan frá. Elín Ósk Helgadóttir spyr hvort félagshyggjuflokkurinn í ríkisstjórn ætli að láta það viðgangast að tekin verði upp skólagjöld í ríkisháskólum: Fráfarandi ríkisstjórnarflokkur hélt í bremsuna og stýrði bátnum frá þessari ákvörðun en það er tilfinning mín að nýi ríkistjórnarflokkurinn, félagshyggjuflokkurinn sé búinn að klippa á bremsurnar.

 

Lesa meira um súpueldhúsið og Háskólann... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband