Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mamma segir: Ghettó-Lúxusinn er 2 much 4 U

900318.jpgEftir mörg ár af séríslenskum vellystingum og lúxus, dýrustu jólin og flesta Range Roverana segir mamma stopp. Bryndís Björgvinsdóttir fjallar í grein dagsins um ghetto-lúxus og dekraða þjóð: Mamma mín, Davíð Oddsson, sem þrátt fyrir völd, góð sambönd og nokkurn auð gleymir því aldrei þegar hún var bara lítil stelpa á Selfossi, hefur nú lýst því yfir að alþýðan lifi við svo mikinn ghettó-lúxus að henni liggi við oföndun og gæti kafnað.

 

Meira um ghetto-lúxus mömmu... 


Kapphlaupið um starfskraftinn

22289118.jpg

Gífurleg þensla í þjóðfélaginu hefur skapað fjölmörg störf í allflestum atvinnugreinum og svo virðist sem endalaust vanti fólk í vinnu. Halldóra Þórsdóttir fjallar í grein dagsins um samkeppnishæfni ríkisins á tímum manneklu: Það er engin ástæða fyrir því að íslenska ríkið geti ekki verið fullkomlega samkeppnishæfur vinnuveitandi. Vinnuveitandi sem getur, rétt eins og bankarnir og tölvufyrirtækin, leitað fanga meðal sérfræðinga hvaðanæva úr heiminum, finnist þeir ekki á Íslandi.

  

Lesa meira um atvinnu og ríkið... 


Innihald ofar útliti

a.bmpÚtlitsdýrkun og staðalímyndir um fullkominnn líkama eiga sér langa sögu. Kamilla fletti í gegnum húsmóðurblöð ömmu sinnar og kannaðist vel við ýmsar hugmyndir: Á meðan ég fletti í gegnum blöðin og hugsaði stolt til þess sem konur hefðu áorkað í kvenréttindabaráttunni á síðastliðnum 47 árum rakst ég á grein um svokallaðar skapnaðar aðgerðir, það er að segja lýtaaðgerðir. Þessi grein hygldi slíkum aðgerðum óspart og þeim konum sem skrifuðu greinina þótti bersýnilega lýtaaðgerðir vera það merkasta í læknavísindunum hingað til.

 

Lesa meira um skapnaðaraðgerðir og annan óskapnað... 


Margskattað barn síns tíma

geisladiskar_131103.jpgÓtal gjöld eru lögð á tónlist og segir Arnar Burgess í grein dagsins að endurskoða þurfi höfundarréttarlög: Útvarpsstöðvar þurfa að greiða háar fjárhæðir til samtakanna til þess að fá rekstrarleyfi og gera það (býst ég við) sómasamlega. Að vinnustaðir þurfi einnig að greiða fyrir að útvarpa því sem útvarpið er að útvarpa þykir mér of mikið af hinu góða.

 

Lesa meira um STEF-gjöld... 


Ímynd Íslands

02_13_49_hugo-de-wolf_icelandic-myth.jpgAllir Íslendingar hafa líklega þurft að svara skrítnum spurningum um snjóhús, Björk og hvali þegar þeir fara utan. Eva María Hilmarsdóttir gerði óformlega könnun á því í París hver helstu viðbrögð manna eru: Mín tilfinning er sú að í dag sé fólk örlítið betur upplýst. Ég þori ekki að fara með það hverju nákvæmlega það er að þakka, nýjum kennslubókum í skólum, heimsfrægum íslenskum hljómsveitum eða almennri markaðssetningu. Ég er í það minnsta hætt að fá spurningar um snjóhús, lendi oft í umræðum um íslenska tónlist og kvikmyndir og fæ oft flóknar spurningar sem ég á oftar en ekki í mestu vandræðum með að svara.

 Lesa meira um ímynd Íslands....


Af-afhelgunin, trúin á uppleið?

globeÍ helgarumfjöllun Vefritsins er að þessu sinni fjallað um stöðu trúmála í heiminum í dag.   Grétar Halldór Gunnarsson tekur púlsinn á því hvort trúin sé í raun á útleið eða þá einfaldlega á uppleið. Í umfjölluninni segir m.a: En hver er staðan í dag í raun?  Er trú á útleið eins og var nefnt hér í upphafi?  Upp úr miðri síðustu öld töldu flestir trúarlífsfélagsfræðingar svo vera.  Þeir álitu að væðing afhelgaðra (e.secular) viðhorfa væri óhjákvæmileg. Allur heimurinn hlyti á endanum að fylgja með í þá þróun sem hófst með upplýsingarstefnunni og módernismanum. En í dag hafa nær allir skipt um skoðun….

Lesa meira.............


Lifi lýðræðið

kirchner.jpgLýðræði er ef til vill ofmetið fyrirbæri, þótt ágætt sé. Magnús Þorlákur Lúðvíksson veltir fyrir sér tengslum frambjóðenda í nokkrum lýðræðisríkjum nú um stundir: Skoðun á Bandaríkjunum verður svo enn forvitnilegri þegar haft er í huga að núverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, er elsti sonur George H. W. Bush sem var forseti frá 1989 til 1993. Nái Hillary kjöri er því allt útlit fyrir að eftirnöfn forseta Bandaríkjanna frá 1989 til 2012 (jafnvel 2016 og hver veit hvað Jeb Bush gerir…), verði einungis tvö, Bush og Clinton.

 

Lesa meira um fyrirbærið lýðræði... 


Blaðaútgáfa í skugga skoðanasýki

mailman.jpgSenn lítur fyrsta tölublað nýs Stúdentablaðs dagsins ljós. Blaðið er á sínu 83. aldursári og hefur í gegnum tíðina verið skemmtileg viðbót við blaðaflóruna hérlendis og kynt undir mörgum ritdeilunum. Atli Bollason, nýr ritstjóri blaðsins, gefur út sitt fyrsta tölublað í dag: Krafan virðist vera þessi: Allir verða að hafa rétt á sinni skoðun óháð því hvaða rök liggja fyrir í málinu. Á sama tíma er hins vegar gerð ófrávíkjanleg krafa um pólitíska rétthugsun svo úr verður ólíkindalegur blendingur, skrípamynd af hugsun sem er föst í kröppum dansi milli algjörs frelsis og þess að segja ekki eitthvað óviðurkvæmilegt.

 

Lesa meira um málgagn stúdenta.... 


Afskiptasemi og leiðindi

bored.jpg Til eru þeir sem líta á náungakærleik og samábyrgð sem eintóm afskipti og leiðindi. Stefán Bogi Sveinsson fjallar í grein dagsins um ólíkar meiningar í þessum efnum og skýrir val sitt: Mér sýnist valkostirnir í raun vera tveir. Annars vegar get ég samþykkt röksemdir kollega míns um að vandamál samfélagsins verði aldrei leyst. Best sé að láta einstaklingana í friði, því að þannig náist best niðurstaða í flestum málum. Það sem út af ber verði að skrifast sem fórnarkostnaður. Vandamálið er það að ég er ekki alinn upp á þennan hátt.

 

Lesa meira um drepleiðilega afskiptasemi... 


Einn vitnisburður - það sem allt veltur á

hamar.jpgÍ þónokkur ár hefur umræða spunnist upp um vitnisburði barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi og það hvernig staðið er að skýrslutökum af þeim. Þessar skýrslur skipta öllu máli enda oft eina sönnunargagnið í slíkum afbrotamálum. Valgerður B. Eggertsdóttir fjallar í grein dagsins um það hvert vandamálið er og nefnir til sögunnar lausnir við því. Í greininni segir m.a: “Það er auðvitað afar óheppilegt að ekki gæti lágmarks samræmis í framkvæmd héraðsdómstóla landsins í jafn mikilvægum málaflokki og þessum. Þannig standa og falla dómsmálin oft með þessum eina vitnisburði. Ég tel afar mikilvægt að stjórnvöld taki af skarið og ákveði með hvaða hætti skýrslutökur skuli fara fram.”

 

Lesa meira um framkvæmd skýrslutökum í kynferðisafbrotamálum... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband