Guðmundur, Guðmundur og Andri

andri.jpgRáðstefnur eru líklega sjaldnast mjög dramatískar og í verstu tilvikum gleymist í mesta lagi einn glærupakki heima. Valgerður Halldórsdóttir hefur þó frá óvenjulegri ráðstefnu á vegum Landsvirkjunar að segja þar sem kemur fyrir ræða Andra Snæs Magnasonar og óvænt uppsögn: Andri lét þetta ekki slá sig út af laginu og greip það ráð að þýða jafn óðum ásakanirnar. „He’s saying what I am saying is a bullshit…“ Salurinn ók sér vandræðalega í sætum sínum þegar karpyrðin héldu áfram. Án rökstuðnings við yfirlýsingar sínar stormaði svo Guðmundur á dyr með hurðaskellum með þeim orðum að hann sæti ekki undir svona vitleysu.

 

Lesa meira um rithöfund og dramatíska ráðstefnu.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Þegar rætt er um málefni tengd stóriðju hefur það hent Andra Snæ að villast af réttri leið.  Hann hefur t.d.  gefið lítið fyrir vel launuð störf sem þar skapast og benti á sem röksemd að þeir sem misstu störf þegar Keflavíkurherstöðin lokaði fengju atvinnu annars staðar.  Það hefur ekki reynst rétt.

Tryggvi L. Skjaldarson, 25.10.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: Kristján B. Jónasson

En Tryggvi, það var ekkert verið að ræða um það í stórmerkilegri frásögn Valgerðar af ráðstefnunni, heldur þá staðreynd að fundarstjóri telur sig þurfa að segja af sér vegna þess að Andri Snær bendir á það sem allir vita: Kárahnjúkavirkjun hefur seinkað.

Kristján B. Jónasson, 25.10.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Þetta er í raun sorgleg saga; fundarstjóri segir af sér fyrir það að hafa fengið frummælanda sem hreyfir við fundargestum og svarar frammíköllum - hann segir ekki af sér fyrir að hafa ekki getað þaggað niður í manni sem var að gjamma utan úr sal!

Guðrún Helgadóttir, 25.10.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband