Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.10.2007 | 10:29
Friðarverðlaun Nóbels og afneitunarsinnar
Nýlega voru Al Gore og Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tilnefnd friðarverðlaun Nóbels. Ekki eru allir á eitt sáttir með val dómnefndarinnar og helst eru þeir svekktir sem hafna því að loftslagsbreytingar eigi sér stað. Pétur Ólafsson fjallar um tilnefningu Gores og efahyggjumenn: An Inconvenient Truth hlaut Óskarsverðlaun og nú hefur Al Gore sjálfur fengið tilnefningu norsku nóbelsnefndarinnar til friðarverðlauna. Enn heyrast þó raddir sem bölva því að allt í einu sé búið að viðurkenna að loftslagsbreytingar séu mikið til af mannavöldum að þær hafi umbreyst í pólitíska rétthugsun.
Ég vil endilega lesa meira um afneitun loftslagsbreytinga....
18.10.2007 | 07:34
Ekki gleyma örygginu
Nú þegar allir hafa gleymt því hvers vegna það er bannað að ganga inn í fríhafnir flugstöðva í skóm eða bera vatnsbrúsa að heiman er ef til vill ástæða til að hugsa málið. Anna Tryggvadóttir fjallar um öryggið á flugvöllum: Ég á erfitt með að lýsa því hvað ég var hneyksluð. Að ég hafi farið gegn um tvöfallt öryggishlið með vasahníf. Hvað varð um allar öryggsreglurnar sem á ekki að vera hægt að komast framhjá? Ég hefði getað verið hryðjuverkamaður!
Lesa meira um öryggi og hryðjuverk...
16.10.2007 | 07:44
Okurbúllan Ísland
Íslenskir neytendur nöldra yfir háu verðlagi og þeir nöldra yfir því að þeir gera ekkert nema nöldra. Hvernig væri að mótmæla? Halldóra Þórsdóttir, stærðfræðinemi, íslenska neytandann: Nokkuð ljóst má þykja að engra breytinga er að vænta ef við höldum áfram að renna kortinu, reið í litla hjartanu en brosandi hinu blíðasta út á við. Auðvitað er erfitt að vera ekki með í lífsgæðakapphlaupinu út af einhverjum prinsippum.
![]() |
Lúxus fyrir 50 milljónir plús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 10:26
Bandalag um bitlinga?
Við lifum á spennandi tímum í Reykjavíkurborg. Mörgum spurningum um fall meirihlutans er enn ósvarað. Dagbjört Hákonardóttir fjallar um ásakanir gamla meirihlutans og glundroðakenninguna sem virðist ekki síður eiga við hann en aðra: Fyrrverandi meirihluti var aðeins búinn að vera til í nokkra mánuði þegar brestir tóku að myndast. Þó að einhverjir sjálfstæðismenn höfðu fallist á að fara undir fölsku flaggi sem félagshyggjumenn rétt framyfir kosningar, þýddi það víst ekki að Vilhjálmur mætti halda þeim leik áfram. Klám var fordæmt, spilakössum úthýst og bjór var drukkinn volgur.
Lesa meira....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 19:25
Til hammó með ammó!

Undanfarið ár hefur Vefritið vaxið og dafnað og er nú orðið að myndar krakka. Frá 13. október í fyrra hafa birst 270 greinar eftir 45 manns, sem lesnar hafa verið af nokkur þúsund Íslendingum. Umræðan um félagshyggju hefur breyst talsvert á þessum tíma og orðræðan stigið eitt skref frá yfirdrifnu frjálhyggjurausi. Við leyfum okkur að segja á þessum tímamótum að við eigum smá hlutdeild í því og munum við halda ótrauð áfram að færa samfélagsumræðunni okkar hugmyndir um hið góða samfélag.
Ritstjórn Vefritsins þakkar lesendum og pistlahöfundum fyrir frábært ár og hlakkar til þess næsta.
Lifi byltingin!
12.10.2007 | 07:50
Ný tækni - nýr skattur
Í grein dagsins fjallar Guðlaugur Kr. Jörundsson um nýja tækni og skoðar kostnað heimilanna við að skipta yfir í nýja tækni Gagnaveitan er í opinberri eigu og ætti að bjóða nýja tækni á viðráðanlegu verði þannig að ekki ráðist af efnahag fólks hvort það geti nýtt sér nýja tækni sem án nokkurs vafa tekur alfarið við af interneti í gegnum símalínur og sjónvarpi í gegnum loftnet.
11.10.2007 | 08:03
Hraðbraut á milli brjósta fjallkonunnar sem ber hjálm í skiptum fyrir skaut?
Konur og náttúra eru vörumerki Íslands. Dásamlegar konur er í það minnsta oft notaðar til að selja ferðamönnum ferðir til náttúruperlunnar Íslands og eru þær ýmist djammdruslur eða guðlegar þokkagyðjur sem ganga á vatni. Telma Magnúsdóttir, ferðamálafræðinemi veltir fyrir sér hvort ímyndin hafi jákvæð áhrif: Spurningin er hvort íslenskar konur meðvitað eða ómeðvitað láti ímyndina stjórna sér. Að sama skapi verður íslensk náttúra fyrir stöðugu áreiti þeirra sem vilja nýta fegurð hennar og krafta.
Lesa meira um ímynd Íslands...
8.10.2007 | 10:14
Sumarstarfsmaður Ikea
Verslunarferðir í stórverslanir og verslunarmiðstöðvar fara misjafnlega fólk, þá sérstaklega fólk sem venjulega er haldið flugvalla- og biðraðakvíða. Styrmir Goðason lýsir í grein dagsins einum degi í helvíti: " allavega, ég fór í Ikea og var búinn að kvíða því í um það bil mánuð eða frá því áður en ég kom til Reykjavíkur í páskafrí. Ég vissi sosum að þessi dagur myndi renna upp en ekkert getur undirbúið mig undir það að takast á við þá píslargöngu sem hver Ikea-ferð er."
Ég vil lesa meira um Ikea og sænskra kjötbollur.....
3.10.2007 | 18:56
Enginn gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona
Mannskilningur er mismunandi milli samfélaga og menningarheima. Í grein dagsins segir Grétar Halldór Gunnarsson frá því þegar bylting varð innan samfélags nokkurs í Afríku og meðlimir þess öðluðust nýjan mannskilning og þar með nýja stöðu. Þeirra viðhorf og hefð var að nálægð kvenna við matmálstíma væri nægjanleg til að menga matinn. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að staða kvenna innan samfélagsins var ekki beisin.
3.10.2007 | 18:54
Eldhúsið við Austurvöll
Fyrir kosningar í vor var oft talað um að stækka þyrfti þjóðarkökuna með tilliti til efnalegra lífsgæða. Agnar Burgess hefur gripið þessa líkingu á lofti, spinnur hana áfram og notar hana til að kryfja stöðuna í íslenskum stjórnmálum, frá kosningum snemmsumars til vorra daga. Hver er að baka flottustu kökurnar? Síðastliðið vor buðu stjórnmálaflokkarnir þjóðinni til kökuveislu íslenska lýðveldisins. Þeir flögguðu uppskriftum að dýrindis hnallþórum, skúffukökum fyrir unga fólkið, pönnukökum og kleinum svo fátt eitt sé nefnt. Gegn því einu að greiða fyrir göngu flokkanna í eldhúsið var öllu fögru lofað. Í gær var svo eldabuskunum hleypt inn í eldhúsið með uppskriftir sínar og nú er að sjá hvernig baksturinn muni ganga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006