Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að heyra og hlusta um jólin

3439.jpgÍ jólagreininni að þessu sinni veltir Grétar Halldór Gunnarsson því fyrir sér hvort við leyfum okkur þann munað að hlusta á frásöguna sem endurtekin er um sama leyti á hverju á ári.  Í framhaldi skorar hann á alla til að hlusta með eftirtekt og spyrja sig hvaða flokk þeir vilji fylla.  En það krjúpa ekki allir með kirkjunni líkt og það fylgdu ekki allir Jesú á sínum tíma. Heimurinn hataði Jesú og kenningu hans svo mikið að hann var hæddur með þyrnikórónu og aflífaður grimmilega.Samt sem áður héldu fylgjendur hans áfram að krjúpa fyrir honum og hafa síðan horft til næturinnar dimmu í Betlehem sem björtustu nótt allra tíma.

Auðvitað vil ég lesa meira um jólin!


Samfélagsleg vandamál

1089038_vinbud222.jpgEva Bjarnadóttir fjallar um samfélagsleg vandamál í Íslandi í grein dagsins. Í greininni fjallar Eva um smæð Íslands og hversu sjálfsagt öruggt þak yfir höfuðið sé. Það er algjört forgangsverkefni að finna heimilislausum stað í velferðarkerfinu. Það þarf að skapa ólík úrræði fyrir ólíkt fólk og ólík félagsleg vandamál. Það þarf einnig að hlúa að forvarnarstarfi gegn heimilisofbeldi og áfengi- og vímuefnaneyslu. Ekki síst þarf að gera húsnæðismarkaðinn þannig úr garði að þeir allra fátækustu hafi efni á þaki yfir höfuðið.

Ég vil lesa meira!


Fögnum fjölmenningu

nyc.jpgÍ grein dagsins fjallar New York búinn Snorri Sigurðsson um fjölmenningarsamfélagið vestra og ber það saman við Ísland, sem að hans mati mætti alveg vera aðeins fjölskrúðugra. Það þarf ekki nema að ganga um götur og hverfi New York borgar til að sjá hina ólíku menningarstrauma mætast. Veitingastaðir, verslanir, skólar, kirkjur, moskur og hof eiga uppruna sinn að rekja til innflytjenda. Sumir hóparnir hafa verið hér frá upphafi borgarinnar fyrir nokkrum öldum síðan. Aðrir hafa einungis haslað sér völl á nokkrum árum eða áratugum. Það sem er þó einna merkilegast og það sem New York er sjálfsagt þekktust fyrir er hversu auðveldlega hinir ólíku menningarheimar mætast, búa í sátt og samlyndi hlið við hlið og renna saman á nýstárlega máta. 

Heldur betur! Ég vil lesa meira um fjölmenningu og Ísland!


Gleði, gleði, gleði...

clementines.JPGÁ þessum góðviðrismánudegi þegar vika er til jóla, flytur Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir okkur jólaboðskap um það sem ber að gleðjast yfir þessi jól. Ljótar jólaskreytingar. Hér hljóta Íslendingar að eiga enn eitt metið. Margþættur tilgangur; t.d. lýsa þær óneitanlega upp skammdegið og tilveruna ef því er að skipta með sínu ótrúlega smekkleysi. Blikkseríu sem hefur verið kastað yfir tré, slönguseríu sem hefur verið vafin um allt sem fyrir er og stórir veifandi og glóandi plastjólasveinar standa uppúr í þessum flokki. Best þó sé öllu blandað saman - og passa uppá að blikkseríurnar blikki ekki í takt.

Lesa meira um ljótar jólaskreytingar


Bali vegvísirinn

zpolar460.jpgÍ umfjöllun helgarinnar skoðar Pétur Ólafsson Balí vegvísinn svokallaða sem var samþykktur á aukafundi á loftslagsráðstefnunni á Balí í Indónesíu. Vegvísirinn þykir merkilegur sökum sinnnaskipta Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Vegvísirinn svokallaði á að tiltaka hversu mikið þjóðir heims myndu skuldbinda sig um minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Annars vegar iðnríki og hins vegar þróunarríki. Öll þróuðu ríkin sem nefnast G77 voru sammála um að iðnríkin myndu draga úr útblæstri koltvísýrings og að þau, auk Kína og Indlands myndu leggja meira af mörkum en þróunarlöndin til loftslagsbreytinga

Lesa meira um vegvísi í loftslagsmálum ... 


Er heilinn kynfæri?

brain_sex_large.gifVirka heilar karla og kvenna á svipaðan hátt eða er munur á kynjunum þegar kemur að heilastarfsemi? Gró Einarsdóttir fjallar um mannsheilann og færir rök fyrir ólíkri getu karla og kvenna í daglegu lífi. Fyrir um 100 árum hefði það þó ekki verið talið til tíðinda ef einhver hefði bent á að kynin hefðu ólíka hæfileika og getu. En í dag mundi slík fullyrðing líklegast vekja önnur viðbrögð. Á undanförnum áratugum hefur verið lögð mikil áhersla á jafnrétti karla og kvenna í vestrænum samfélögum.

 

Lesa meira ... 


Er hægt að græða á barneignum?

grad_with_baby_rdax_225×300_90.jpgKári Hólmar Ragnarsson spyr lesendur vefritsins hvort mögulegt sé að græða á barneignum og hvort landslög hvetji stúdenta frekar en aðra til að eignast börn. Foreldri verður að ljúka þessu fulla námi, þ.e. standast próf og klára a.m.k. 11 einingar á önn. Segjum sem svo að barn námsmanns fæðist í júlí (sem reynslan sýnir að er ekki ómögulegt að gerist!). Þá er því ekki séns að falla í jólaprófi og ná síðan upptökuprófum í ágúst. Og það sem meira er; foreldri verður að hafa lokið fullu námi á bæði haust- og vorönn fyrir fæðingu.

 

Þú finnur það út hér hvort þú getir grætt á barnaeignum... 


Er umræðan um lyfjaverð og lyfjaverslun á villigötum?

pharmacist.jpgFjölmiðlar hafa fjallað mikið um lyfjaverð og lyfsölu í stórmörkuðum undanfarið. Í grein dagsins skoðar Kristín Laufey Steinadóttir málið og setur stórt spurningamerki við stórmarkaðsvæðingu lyfja. Í apótekum veita lyfjafræðingar ráðgjöf um lyf sjúklinga og svara spurningum sem upp kunna að koma tengdum verkun lyfjanna, notkun þess og svo framvegis. Reynslan sýnir að sífellt fleiri leita slíkrar ráðgjafar eða svokallaðri lyfjafræðilegri umsjá. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig lyfjafræðileg umsjá rúmast í póstverslun eða á afgreiðslukössum stórmarkaða. Þar hefur sjúklingurinn ekki tök á að ræða við lyfjafræðing augliti til auglitis og því er möguleiki að hættan aukist á að lyfið sé ekki tekið rétt inn.

Já, þetta ætla ég heldur betur að lesa...


Ertu búin/nn að gera allt fyrir jólin?

kokur.jpgÍ grein dagsins fjallar Fanney Dóra um undirbúning jólanna, aðventuna, jólagjafirnar og verslunaræði landans. Að mati Fanneyjar ætti fólk ekki að eyða tímanum í stress, heldur reyna að slaka meira á og jafnvel skera út laufabrauð. Margir fá hreinlega magapínu bara af því að hugsa um hvað á að gefa hverjum í jólagjöf, hvenær tími vinnist til að þrífa eldhússkápana og skipta um gardínur, hvernig skipuleggja eigi jólin og áramótin og þar fram eftir götunum. Vonandi fer þessi hópur fólks samt minnkandi, en mér finnst æ fleiri vera komnir í svipaðar hugleiðingar og ég hvað aðventuna varðar.

Auðvitað vil ég hafa það næs um jólin!


Ungfrú jarðsprengja

miss_landmine.jpg Í grein dagsins segir Valgerður Halldórsdóttir okkur frá fegurðarsamkeppni í Angóla með öðru sniði en við eigum að venjast. Valgerður fylgist með keppendum Ungfrú jarðsprengja og spáir í spilin og veltir fyrir sér tilgangi og tilurð keppninnar. ,,Á heimasíðu keppninnar eru myndir af keppendum þar sem þær stilla sér upp líkt og keppendur í fegurðasamkeppnum á sundlaugarbakka eða ströndinni. Hver og ein er fulltrúi síns landshluta í Angóla. Íklæddar American Apparel kjólum, með kórónu og borða brosa þær feimnislega í myndavélina.”

Já, ég vil að sjálfsögðu lesa um þetta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband