Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Margur er knár þótt hann sé smár (II)

Uppsprettur velgengninnarRannsóknir á sérstöðu smáríkja hafa færst í aukana á undanförnum áratugum samhliða fjölgun þeirra í alþjóðakerfinu. Hafa Íslendingar ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum, en Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands hefur skapað sér sess sem ein aðal miðstöð smáríkjarannsókna í heiminum. Eitt af viðfangsefnum smáríkjarannsókna snýr að hagsæld þeirra, sem merkilegt nokk er frekar mikil samanborið við stærri ríki heimsins. Í þessari seinni grein af tveim um efnahagslega stöðu smáríkja, fjallar Agnar Freyr Helgason um efnahagslega sérstöðu smáríkja og hvernig hún hefur stuðlað að velgengni þeirra á undanförnum áratugum.

Auðvitað vil ég lesa greinina!


Margur er klár þótt hann sé smár (1)

FánarRannsóknir á sérstöðu smáríkja hafa færst í aukana á undanförnum áratugum samhliða fjölgun þeirra í alþjóðakerfinu. Hafa Íslendingar ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum, en Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands hefur skapað sér sess sem ein aðal miðstöð smáríkjarannsókna í heiminum. Eitt af viðfangsefnum smáríkjarannsókna snýr að hagsæld þeirra, sem merkilegt nokk er frekar mikil samanborið við stærri ríki heimsins. Í þessari fyrri grein af tveim um hagsæld smáríkja, fjallar Agnar Freyr Helgason um þau efnahagslegu vandamál sem smáríki standa frammi fyrir og góðan árangur þeirra þrátt fyrir þau.

 

Lesa meira um sérstöðu smáríkja á borð við Ísland ... 


Forréttindi hverra?

feministaherkona.jpgUmræðan um konur, karla og jafnrétti umpólaðist og snýst nú um herskáar atlögur herfemínista með kynjafræðiprengjum og strategískum jafnréttisáætlunum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir fjallar um viðsnúninginn í grein dagsins:  Það er mjög merkilegt að komin sé upp sú staða að internetið er fullt af “forréttindafemínistum” og hvítum, karlkyns, millistéttar, gagnkynhneigðum píslarvottum þess að hafa fæðst inn í heim þar sem þeim sé “bannað” að tjá sig vegna þess að þeir tilheyri ekki minnihlutahóp.

 Lesa meira um kúgun miðaldra, hvítra karla í jakkafötum...


Allar leiðir liggja til [Háskólatorgs]

london.jpgÍ grein dagsins fjallar Atli Bollason um nýja miðju Háskóla Íslands, Háskólatorg, sem hann telur að muni breyta miklu í upplifun stúdenta á skóla sínum: Torgið sjálft er svo rými þar sem er hátt til lofts, vítt til veggja og nóg af sólarljósi, svo stúdentar geta matast, gluggað í bækur og haft það notalegt, allt í sömu mund. Á torginu er enn fremur svið þar sem til stendur að halda úti nokkurri dagskrá – tónleikum, upplestrum, o.þ.h. - svo torgið verði aðlaðandi kostur til afslöppunar milli þess sem bograð er yfir bókunum.

 

Lesa meira um menningu háskólatorgs ... 


Kapphlaupið um Sjálfstæðisflokkinn

39arikisstjornghhii.jpgEftir Alþingiskosningarnar í vor var kapphlaup um það að komast í ríkisstjórn. Kapphlaupið hófst vegna þess að sitjandi ríkisstjórn fékk naumasta mögulega meirihluta, og að Framsóknarflokkurinn var mjög laskaður eftir kosningar, aðallega vegna þess að hann fékk engan mann kjörinn í tvemur kjördæmum. Í grein dagsins segir Ásþór Sævar Ásþórsson: Þannig snerist þetta kapphlaup um Sjálfstæðisflokkinn og, því miður, ekki um framgang félagshyggju í íslensku samfélagi. Sigurvegari kapphlaupsins, Samfylkingin, hefur auðvitað þokað stjórn landsins í átt að hugsjónum félagshyggjufólks, en það gerðist ekki vegna stjórnarmyndunarkapphlaupsins, heldur þrátt fyrir það.

Lesa meira um hamaganginn í stjórnarráðinu og félagshyggju á kantinum ...


Neytendavakning?

moneeyy.JPGTilhneiging hefur verið meðal Íslendinga að borga uppsett verð án múðurs. Pétur Ólafsson sér blikur á lofti um að það kunni að vera að breytast: Almenningur virðist búinn að fá sig fullsaddan af því að borga okurvexti, samráðsbensín og krónukjúklinga án þess að láta í sér heyra. Fólkið virðist hafa hafnað þeirri skoðun að hátt vöruverð sé náttúrulögmál á Íslandi.

 

Meira um íslenskar alætur... 


Vilji til að bæta kjör lægst launaðra

margret.jpgUm miðjan seinasta mánuð sprakk meirihluti sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í borgarstjórn með látum eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks léku oddvita sinn og borgarstjóra grátt. Í kjölfarið var myndaður nýr meirihluti félagshyggjuflokkanna. Vefritinu lék forvitni á að vita um ganga mála og stemmninguna innan meirihlutans og sló Magnús Már Guðmundsson á þráðinn til Margrétar Sverrisdóttur, forseta borgarstjórnar. Í viðtalinu segir Margrét meðal annars að flugvöllurinn skuli vera í Reykjavík og áhuga hennar á að starfa áfram að borgarmálum eftir að Ólafur F. Magnússon snýr til baka úr veikindaleyfi

 

Meira um áherslur nýs borgarstjórnarmeirihluta ... 


Stefnulausar pólitískar samgöngur

vbill.JPGÍ grein dagsins segir Guðlaugur Kr. Jörundsson að draga verði úr pólitískum ákvörðunum um samgöngur, helsta bitbeini landsbyggðar og höfuðborgar: „Landbyggðin þarf að geta komist til og frá sinni heimabyggð en höfuðborgarbúar þurfa að geta komist á milli borgarhverfa án þess að þurfa að eyða til þess drjúgum tíma dagsins eða að þurfa að óttast heilsutjón vegna mengunar.

 

Lesa um vegi og samgöngumannvirki.... 


Réttindi okkar allra

gaypride.jpgErla Elíasdóttir gerir tilraun til að skýra grundvallaratriði umræðunnar um kynferði, kynhneigðir og réttindi þeirra hópa. Í grein dagsins segir meðal annars: „Konur hafa einfaldlega ekki alltaf skoðast sem menn. Öfugt við það sem sumir virðast kjósa að trúa hefur baráttan aldrei snúist um réttindi kvenna fram yfir karla, ekki frekar en samkynhneigðir vilja vera teknir fram yfir gagnkynhneigða. Fólk vill einfaldlega sitja við sama borð, á þeim ofureinföldu forsendum að vera fólk.

 

Lesa meira um mannréttindi ... 


Arne Munch-Petersen, íslenskir kommúnistar og hreinsanirnar í Sovétríkjum Stalíns

stalin.jpgÍslendingar kommúnistar voru í góðum samskiptum við Moskvu og Komintern í upphafi tuttugustu aldarinnar. Í grein dagsins tengir Magnús Már Guðmundsson hreinsanir Stalíns við Ísland: Stalín grunaði allt og alla um græsku. Á þeim tímapunkti hófust hinar svokölluðu hreinsanir og Moskvuréttarhöldin. Á tímabilinu voru fjölmargir drepnir eða sendir í Gúlagið og áttu fæstir afturkvæmt þaðan.

 

 

Lesa meira um íslenska komma og hreinsanir Stalíns... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband