Staða Íslands gagnvart Evrópusambandinu

Evropufani

Stjórnmálafræðineminn Jón Hartmann fjallar í grein dagsins um einkenni smáríkja, stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og veltir því fyrir sér hvort Ísland geti staðið utan ESB:

Það er ljóst að staða Íslands hefur breyst gríðarlega mikið og hratt síðustu misseri. Fall bankanna hefur varpað skýru ljósi á hversu viðkvæmt landið er fyrir áföllum og hversu dýrkeypt það hefur verið okkur að standa ein og óstudd. Gjaldeyriskreppan eykur á vanda þjóðarinnar sem er ærinn fyrir og ljóst er að sú peningamálastefna sem rekin hefur verið hér síðustu ár hefur ekki heppnast. Íslendingar hafa í gegnum tíðina treyst á tvíhliðasamninga við sterkar þjóðir en landið hefur nú vaknað upp, eitt og yfirgefið, án skjóls. Lesa meira»

 

 


mbl.is Ísland leitar til seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

já og við verðum líka að hætta með þetta fáránlega tungumál sem enginn skilur. Danski fánin er miklu flottari og það er miklu evrópskra að vera í konungsveldi heldur en vera í lýðveldi. göngum aftur í samband við dani og leggjum niður lýðveldið.

eða er þetta samantekt á textanum hérna að ofan?

Fannar frá Rifi, 28.10.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

"Fannar frá Rifi" hefur e.t.v. ekki pælt í því að lesa greinina sjálfa, sem þessi stutti úrdráttur vísar í?

Þórir Hrafn Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Tori

Það er eitt sem er áhugavert og það er hvað margir okkar stjórnmálamanna vita að ESB er betra en þeir að stjórna. Það er önnur leið þeir segja af sér og ábyrgt fólk er kosið.

Er ekki Ísland best sem skattaparadís og sjálfstæð þjóð.Tekst okkur þá ekki að halda landinu í byggð. Er ekki t.d. gott að bjóða fyrirtækjum til landsins sem veita 5 eða fleiri atvinnu tekjuskattleysi í 20 ár?

Tori, 30.10.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband