Fjörutíu hrefnur eru ekki þess virði

 


 

Sjávarútvegsráðherra hefur veitt leyfi til veiða á 40 hrefnum á þessu fiskveiðiári. Í grein dagsins fjallar Anna Tryggvadóttir um ákvörðun ráðherra, sem er reiðarslag fyrir andstæðinga hvalveiða. Segir meðal annars: ,,Andstæðingar hvalveiða eiga sér sterka fylgismenn erlendis. Á þessu ári einu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ítrekað andstöðu við hvalveiðar Japana og hópur þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lagt fram ályktunartillögu gegn hvalveiðum, svo einhverjir séu nefndir. Þannig er fullljóst og hefur verið lengi að andstaða við hvalveiðar er ekki einkamál náttúrverndarhópa, heldur mjög útbreidd skoðun fólks í vestrænum ríkjum.” Lesa »


mbl.is Veiðimenn ekki farnir af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Oft hefur verið frestað brottför á skipum sem ég hef verið á, af mismunandi ástæðum, án þess að fjölmiðlar fjalli sérstaklega um það.  Er svona lítið í fréttum að það sé reynt að "tína" allt upp?

Jóhann Elíasson, 20.5.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Hvað kemur okkur hér á Íslandi við hvernig þingmenn í Bandaríkjunum hugsa í sambandi við hvalveiðar. Ég er einn af mörgum Íslendingum sem eru á móti stríðsbrölti þeirra hingað og þangað um heimin, en ég tel nú ekki að kaninn hafi stórar áhyggjur af minni skoðun.

En ég segi það enn og aftur það á að veiða hvalinn bara til að halda jafnvægi í hafinu. Íslendingar ásamt öðrum þjóðum veiða ætið frá þeim. 

Runólfur Jónatan Hauksson, 20.5.2008 kl. 12:13

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Kannski þarf ekki að æsa sig út af nokkrum hrefnum, það er satt. En vitleysa er það samt að heimila hvalveiðar. Það skaðar nefnilega ímynd okkar sem ferðaland. Auk þess eru fyrirtækin sem skipuleggja og selja hvalaskoðunarferðir með réttu óhress því þetta tvennt fer alls ekki saman. Hér er verið að skaða atvinnugrein sem hefur vaxið og dafnað undanfarin ár, hér er að forna stærra hagsmuni fyrir minna.

Úrsúla Jünemann, 20.5.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ursula  eru hagsmunir hrefnuveiðimanna minni enn annara Íslendinga  ertu þeirrar skoðunar að þeir eigi minni rétt hér en hvalaskoðunarmenn ????

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.5.2008 kl. 12:52

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl, Hver er munurinn á að veiða Hrefnur og Hreindýr.?
Hvað lengi hleypur Hreindýr eftir að það er skotið að meðaltali ?
Hvað þarf mörg skot til að fella það?
Hvað væri sagt ef Hreindýr væri sjávardýr og öslaði um allan sjó eftir að skotið var á það og skyldi eftir sig margar kílómetra blóðslóð í sjónum.
Felst munurinn ekki í því að önnur greinin er SPORT  og þykir fínt hin er í atvinnuskini, í hafinu í kring um Ísland eru um 56 þúsund, dýr 56.000 dýr.

Þetta er sá liður sem umhverfismenn og Samfylkingin vilja ekki ræða.
Það eru Hvalaskoðunarmenn og Samfylkingin sem hrópa hæðst og gefa neikvæða mynd af Íslandi út á við og valda tjóni og skaða á Hagsmunum Íslands.

EKKI  Hrefnuveiðimenn.

Kv Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 20.5.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: Ómar Ingi

Kill Em All

Ómar Ingi, 20.5.2008 kl. 17:10

7 Smámynd: Anton Þór Harðarson

geta menn ekki bara hætt að drepa öll dýr,það er varla nauðsynlegt, það er alltaf nóg af kjöti í búðinni,

"því borðar fólkið ekki kökur"

Anton Þór Harðarson, 20.5.2008 kl. 21:11

8 identicon

Þetta er eins og fíkill, reykingamaður sem er að reyna að hætta en getur ekki látið það vera að reykja eina og eina, helst í laumi.
Aumt, mjög aumt.
Algjör óþarfi.
Aumingja Íslendingar geta reynt að láta vorkenna sér eins og hrefnunum. Erum við ekki í útrýmingarhættu ef við fáum ekki að drepa hvali?
Það er alveg sama hvaða rök við komum með hérna. Heimurinn er ekki að hlusta á okkur, fátæklingana, aumingjana, peningagráðugu nautnaseggina.
Ef það er svona gott að drepa hvali, og svona rammíslenskt, gott málefni, gæti ekki til dæmis Björk (sem nýtur virðingar í poppheiminum) samið lag á ensku sem verður vinsælt um allan heim og inniheldur áróður með hvalveiðum?
Þá munu öll útlendingafíflin fatta hvað við íslendingar vorum klárir að kála hvölum.

Einar (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:41

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Úrsúla. Með því að veiða ekki hval erum við að skaða atvinnugrein, sem eru fiskveiðar og íslenska þjóðin hefur lifað á og gerir enn. Við erum að raska jafnvægi í hafinu og hvalastofnar éta margfalt af fiski á við það sem við getum nokkurn tímann veitt með allri okkar tækni. Þetta ímyndarkjaftæði er rugl. Kanar virðast ekki óttast að skaða ímynd sína með því að drepa fólk út um allan heim, ekki heldur Bretar og önnur herveldi. - Við eigum að lifa í sátt við náttúruna, sem við erum hluti af og passa upp að raska ekki jafnvæginu þar. Ef við ætlum að friða hvali þá er eins gott fyrir okur að hætta að hugsa um fiskveiðar. Varla býst ég við að ykkur hugnist að næra ykkur á álflýsum í stað fisks.

Haraldur Bjarnason, 21.5.2008 kl. 00:00

11 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Við getum ekki látið ógnina stjórna því hvað við gerum eða gerum ekki. það að láta ógnina stjórna okkur er eins og lifa lífi fullu af stöðvunarskildum.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 22.5.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband