Amazon, fjarlægðin og skatturinn

Bækur frá AmazonAðgengi Íslendinga að erlendum bókum hefur gjörbreyst nú þegar óteljandi titlar standa til boða í netverslunum á borð við Amazon. Þórir Hrafn Gunnarsson rekur í grein dagsins ýmsar hindranir og kostnað sem íslenskir bókaunnendur rekast þó á við kaup á bókum á netinu: „Þegar 1000 króna bókin er loksins komin hendurnar á viðskiptavininum þá kostar hún 2215 krónur. Hún hefur sumsé meira en tvöfaldast í verði á leiðinni frá Bretlandi til Íslands.“

Já! Ég vil svo sannarlega lesa meira um Amazon, fræðimennskuna og skattpíninguna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einfalt að snúa þessu sér í hag með því að panta fleiri bækur í einu, þá er hlutfall sendingakostnaðar af heildargjaldi minna, auk þess sem tollagjald (450 krónur) vegur minna. Svo er líka hagstæðara að panta frá amazon í bandaríkjunum.

Jóhann Þ (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 10:47

2 identicon

Fín grein hjá Þóri. Ég er ein af þeim sem þarf að panta nánast allar bækur á mínu fræðasviði frá Amazon. Mér finnst það alltaf jafnergilegt að fá allan þennan viðbótarkostnað. Það er í raun með ólíkindum að ekki skuli vera búið að afnema öll þessi gjöld.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:57

3 identicon

Til Írlands væri sama bók búin að hækka 1,65 fallt. (Burðargjaldið er það sama og til Íslands). Ef verðið á bókinni væri undir 5 Pund, þá myndi það meira en tvöfaldast á leiðinni til Írlands og bók á 2,75 Pund myndi tvöfaldast í verði innan Bretlands. Er ekki málið að panta aðeins meira í einu?

Kristján (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það sem er blóðugast við þessa tolla er að maður er að borga tollgjöld af sendingarkostnaði. Ég hringdi í tollinn til að spyrjast fyrir um hvort að þetta gæti verið eðlilegt að maður borgi tolla og gjöld af póstsendingum!!! Svarið sem ég fékk var, "þetta er bara svona." Ég get sætt mig við að borga tolla upp að vissu marki af vörunni, en að borga tolla af sendingarkostnaði er hreinn þjófnaður.

Birgitta Jónsdóttir, 12.3.2008 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband