Vík milli Villa

Á dögunum kom út skýrsla stýrihóps á vegum Reykjavíkurborgar vegna REI-málsins svokallaða. Niðurstaða skýrslunnar virðist hrópa á afsögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar þótt hvergi sé þess getið berum orðum. Í umfjöllun helgarinnar skýrir Pétur Ólafsson frá gangi mála í REI-málinu og færir rök fyrir því hvers vegna Vilhjálmur eigi að víkja. Í fyrsta lagi kannaðist Vilhjálmur ekki við að hafa séð kaupréttarsamninga þar sem meðal annars var fjallað um kauprétt starfsmanna, annarra en sérfræðinga OR. Þeir samningar snerust um að starfsmenn REI auk svokallaðra lykilstarfsamanna skyldu fá að kaupa í REI á genginu 1,28. Starfsmenn REI höfðu margir hverjir unnið fyrir fyrirtækið í aðeins nokkrar vikur. Þeir samningar komu fyrst fram 1. október á fundi stjórnar OR. Hefði sá samningur náð fram að ganga hefði mögulega hálfur milljarður tapast þar sem markaðsvirði hlutanna var tvöfalt hærra.

Ég vil lesa um Villa og afsögn hans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband