Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
28.1.2009 | 12:44
Loksins var hlustað á þjóðina
Þegar Dagný Aradóttir skrifaði grein dagsins voru eiginlega engir ráðherrar á Íslandi. Að minnsta kosti enginn með pólitískt vald. Verið var að mynda nýja ríkisstjórn eftir sögulega mótmælaöldu á götum stærstu bæja landsins. Það hlustuðu þó ekki allir á raddir fólksins: Sjálfstæðismenn hefðu fengið mörg prik í kladdann ef þeir hefðu drifið sig í að losa sig við hann áður en stjórninni var slitið. Geir hefur sjálfur gefið það út að vegna veikinda sinna muni hann stíga til hliðar frá og með landsfundi og segja skilið við pólitík. Með því að hreinsa til í Seðlabankanum hefði hann því ekki verið að eyðileggja einhverja pólitíska framtíð sína. Hvað á þetta að þýða, af hverju er ekki löngu búið að láta Davíð fara?
Lesa meira um heyrnaleysi Sjálfstæðisflokksins ...
28.1.2009 | 12:43
Hvar ætti að skera niður?
Í upphafi árs komu upplýsingar frá Þjóðskrá um að hlutfall skráðra Íslendinga í þjóðkirkjuna væri í fyrsta skipti komið undir 80%. Staða kirkjunar hér á landi er nokkuð umdeild en sú krafa verður sífellt háværari að skilja beri á milli ríkis og kirkju. Í Vefritsgrein dagsins fer Bjarni Þór Pétursson aðeins yfir stöðu þjóðkirkjunar í ljósi kreppunar. ,,Er boðlegt að ríkið eyði 5-6 milljörðum á ári (plús ofurlaun presta og skattfríðindi) þegar að brot af þjóðinni nýtir sér þjónustuna þegar þessar tölur eru skoðaðar blákalt? Eða er kannski kominn tími á aðskilnað; þar sem kirkjugestir halda uppi sinni eigin kirkju og milljarðarnir fara í velferðarkerfið eða hreinlega í tóma vasa almennings?
Lesa meira um aðskilnað ríkis og kirkju ...
28.1.2009 | 12:41
Skattalækkun eða skattahækkun?
Um áramótin voru gerðar breytingar á skattkerfi þjóðarinnar. Helstu breytingarnar voru meðal annars þær að álagningarhlutfall tekjuskatts var hækkað og að persónulafsláttur hækkaði. Í umræðum í fjölmiðlum var almennt talað um þessar breytingar sem skattahækkanir. Vefritspenninn Arnaldur Sölvi Kristjánsson er ekki sammála þessari fjölmiðlaumfjöllun og bendir á í grein dagsins að skattar hafi almennt lækkað í kjölfar þessara breytinga. Nettó áhrif breytinganna fela í sér einstaklingar með tekjur á bilinu 100 til 574 þús. kr. á mánuði munu á þessu ári greiða lægra hlutfall tekna sinna í tekjuskatt. Lækkunin er mest hjá fólki með 120 þús. kr. í tekjur eða um 5,5%-stig.
Lesa meira um skattalækkanirnar ...
28.1.2009 | 12:39
Há tækni á lágu plani
Hvernig viljum við hafa heilbrigðiskerfi Íslands? Hvað færir okkur mesta heilsu? Er það ef til vill steypa? Í grein dagsins mælir Eyjólfur Þorkelsson fyrir byggingu nýs sjúkrahúss: Óþörf peningaeyðsla og óþörf áhætta fyrir sjúklinga er hinsvegar nokkuð sem ég sé svo gott sem upp á dag við núverandi aðstæður.
Lesa meira um nýtt sjúkrahús...
20.1.2009 | 13:35
Kryddsíld - Taka II
Kryddsíldarmótmælin eru Vefritspennum hugleikin um þessar mundir. Í grein dagsins gagnrýnir Bryndís Björgvinsdóttir almenna umfjöllun um mótmælin. Í greininni bendir Bryndís á að þessi þörf samfélagsins á að skipta íbúunum í góða þegna og vonda þegna, eða skríl, sé ástæðan fyrir því að stjórnvöld og fjárglæframenn virðast komat upp með hvað sem þeir vilja. Auðmenn og valdhafar hafa fengið að valsa um með frelsi fólks og sparifé í skjalatöskum, án þess að þurfa að rekast á þær fólkið sjálft. Það er fólkið, sem á með réttu þetta sparifé, frelsið og tímann sem harðsvíruð yfirstétt tók með í kasínóið.
Ég vil svo sannarlega meira...
Mótmælendur við alla innganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2009 | 12:54
Förum í fýlu og prumpum í kór
Já, ég vil lesa meira um vinstrimenn í góðærinu!
Táknmynd góðæris eða kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2009 | 12:51
Af sjúku heilbrigðiskerfi á sökkvandi eyju
Ráðlegging eða boð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2009 | 10:43
Nú er hart í Árni
Umboðsmaður Alþingis segir í áliti sínu að Árni Mathiesen hafi ekki valið hæfasta umsækjandann í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Í grein dagsins spyr Steindór Grétar Jónsson hvort þingmenn Samfylkingarinnar sætti sig við að Árni sitji áfram í ráðherrastól í umboði þeirra. Allir ættu nú að geta sammælst um að það var rangt af Árna að skipa Þorstein í starfið, annarlegir hagsmunir hafi þar augljóslega ráðið för og að svona pólitískar skipanir ættu ekki að líðast í frjálsu og opnu lýðræðisríki. Dómarar hafa mikil völd yfir fólki, fjármunum þess, frelsi og framtíð. Það er því sjálfsögð krafa að þeir hæfustu gegni þessum þýðingarmiklu embættum.
Ég treysti Árna Matt til engra verka, en vil samt lesa meira...
Mótmælt við Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.1.2009 | 12:56
Eru stjórnmálaflokkarnir ónýtir?
Í pistli dagsins andæfir Stefán Bogi Sveinsson því að það eigi að kasta flokkakerfinu.
Fyrir bankahrun tóku menn sig til, gerðu upp húsin sín og öllu var hent, ekki af því að það væri ónýtt, heldur af því að það var orðið svolítið lummó. Þetta var mér einu sinni kennt að héti sóun og bruðl.
Hvítskúrað stjórnarráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006