Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Frjálshyggjunni er ekki treystandi fyrir ríkinu

Félagshyggjufólki er ekki treystandi fyrir skattpeningum! Í pistli dagsins skoðar Sverrir Bollason þessa fullyrðingu og er meðal annars ekki frá því að hann noti frjálshyggjuna sem innblástur öðru hvoru. „Þessi prentsmiðja ætti í raun ekki að skipta sér af prentiðnaði, til þess eru mörg önnur fyrirtæki með öðru rekstrarsniði til þess betur fallin!“ Ímyndið ykkur móralinn á þeim vinnustað eftir slíka ræðu. Ímyndið ykkur svo móralinn ef þetta væri í raun eina framlag forstjórans til rekstursins. Sennilega er það ekki svo ólíkt því að starfa hjá ríkisstofnunum hér á landi undanfarin ár.“

 

Já, ég lesa um sviðna jörð frjálshyggjumanna í ríkisrekstri ...


Ísland - næstum því himnaríki?

Bjarni Þór Pétursson leggur út af þáttunum ,,Weird Weekends” í Vefritspistli dagsins. Í einum slíkum ferðast Louis Theroux til Idaho í Montana til að kynnast sjúkum ofur-þjóðernissinnum sem halda úti smáu samfélagi til varnar bandarísku stjórnarskránni og finnur ýmsar samsvaranir við Ísland nútímans: ,,Eins og allir ,,sannir Íslendingar” vita hins vegar að þá er ESB illa innrætt bandalag sem tók áratugi að byggja upp til þess eins að fara illa með Íslendinga samkvæmt leynilegu plani – hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir ætla íslenskir þjóðernissinnar út í þegar að þjóðin samþykkir inngönguna?”
 

Sanngirni og virðing: Viðskiptafrasar næstu ára

Lausnin á efnahagsvanda okkar tíma felst í að gera ekki sömu mistökin aftur. Sverrir Bollason skrifar í grein dagsins um það hvernig íslenskt atvinnulíf eigi að taka til við endursköpun sína án þess að græðgin verði aftur látin ráða för: „Bæði í pólitík og viðskiptum er oft talað um hádegisverðinn sem aldrei er ókeypis. Það þýðir að maður gerir ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn. Skilningur landsmanna á heilbrigðum samskiptum hefur verið brenglaður af því hugarfari að hægt sé að fá allt fyrir ekkert því merkilegt nokk, gekk það um tíma. Það tímabil er liðið og beið skipbrot með viðeigandi skell.“

 

Já, ég vil lesa meira nýja viðskiptahætti...


Listin að mótmæla

Kamilla Guðmundsdóttir fór með fjögurra ára son sinn á mótmæli á Austurvelli um daginn. Sonurinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmæli væru þegar fólk safnaðist saman til að heyrðist betur í þeim. Vefritsgrein dagsins fjallar um mótmæli: "Það má í raun segja að mótmæli séu list sem við Íslendingar höfum aldrei náð að tileinka okkur að fullu. Margir álíta að ef þeir mæti á mótmæli þá öðlist þeir stimpil sem róttækir aktívistar og séu einu skrefi frá því að ganga í kommúnu og hætta að baða sig. Mótmæli á Íslandi hafa því oft minnt meira á fámenna gjörninga heldur en háværar köfur frá samfélaginu."

Akkúrat! Ég vil lesa meira um af hverju við þurfum að berjast fyrir betri framtíð.


mbl.is Mótmælendur „sitja ekki aðgerðarlausir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjaveröld kreppunnar

Karlar eru með 19,6% hærri laun en konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem kynnt var fyrir tveimur vikum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir rekur í grein dagsins af hverju laun kvenna þurfa að hækka sem því nemur: „Gera mætti að því skóna að launamunur kynjanna sé kominn til að vera þegar við siglum inn í tímabil kreppu á landinu öllu nema til róttækra aðgerða komi. Lilja benti á að viðkvæði ráðamanna væri oft þannig að alls ekki megi hækka laun kvennastétta því þá fari launaskrið af stað. Þetta er alþekkt afsökun fyrir því að hækka ekki laun kvennastétta.“

Auðvitað við ég lesa um nauðsyn þess að gæta vel að launamunur kynjanna aukist ekki í kreppunni.


Eiga kaup á vændi að vera refsiverð?

Vændi vekur alltaf upp sterk tilfinningaviðbrögð og umræðu í samfélaginu, og hefur umdeildasta umræðuefnið undanfarinn áratug verið hvort gera eigi kaup á vændi refsiverð. Hrafnhildur Kristinsdóttir ræðir vændi í pistli dagsins: „Óumdeilt er að í kjölfar gildistöku laganna dró verulega úr sýnilegu vændi í Svíþjóð, þ.e. götuvændi, auk þess sem þeim körlum fækkaði, sem keyptu kynlífsþjónustu. Þá eru einnig fyrir hendi skýrar vísbendingar um að lögin hafi haft bein og jákvæð áhrif á mansal til Svíþjóðar og að Svíþjóð hafi nú ekki lengur aðdráttarafl fyrir þá sem skipuleggja slíka starfsemi.“

 Já! Ég vil lesa af hverju kaup á vændi eiga að vera refsiverð.


Utan gátta

Vefritspenni dagsins, Jóhanna Katrín Magnúsdóttir, sá leikritið Utan gátta í Kassanum í Þjóðleikhúsinu um helgina og þótti aðstæðurnar um margt kunnuglegar: „Morguninn eftir þegar ég settist niður með tebolla og blöðin þá rifjaðist þetta allt upp fyrir mér. Þetta er einmitt sama leikrit og stjórnvöld og Seðlabanki íslands hafa boðið almenningi upp á í síðustu viku. Á föstudaginn síðasta kom ég heim um kvöldið og þurfti virkilega að melta þau ummæli og fáránleikann sem kom frá stjórnvöldum í liðinni viku.“

Lesa um Villu og Millu, Geir og Ingibjörgu Sólrúnu.


Eru ráðamenn og verða ráðamenn?

Í sviptingum undanfarinna vikna hefur hrikt í stoðum samfélagsins. Erla Elíasdóttir bendir í grein dagsins á nauðsyn þess að skapa nú jafnréttismálum sess til framtíðar: „Hefð er fyrir því að afsaka stráka og afskrifa heimskupör þeirra með því að þeir 'séu og verði strákar'; bojs vill bí bojs. Þetta hljómar voða krúttlega en heldur auðvitað ekki vatni í neinskonar rökræðu. Merkilegt nokk, þá finnst mér afsakanir ráðamanna á ástandinu og þaraðlútandi sinnuleysi vera á nokkurnveginn þessu plani. Eins og þau hafi hvorki vitað betur né átt að vita betur.“

Ég vil lesa meira um jafnréttið og kreppuna.


„Nýtt“ Ísland á úreltum gildum

Vefritspenni dagsins, Dagný Ósk Aradóttir, kallar eftir því að ríkisstjórnin taki ábyrgð og viðurkenni að mistök hafi verið gerð við stjórnun landsins: „Ef það er eitthvað sem einkennir ráðmenn þessa dagana þá er það óbilandi trú á eigin ágæti og gríðarlegur hroki. Auðvitað bera stjórnvöld ábyrgð. Það gera líka ýmsir aðrir, einhverjir bankakallar, eftirlitsstofnanir og fleiri. Ég skal meira að segja samþykkja að „óviðráðanlegar ytri aðstæður“ hafi haft einhver áhrif líka. Almenningur ber hins vegar ekki ábyrgð, en henni er samt klínt á okkur í formi fyrirsjáanlegra skattahækkana og skertra lífskjara.“

 Lesa meira um "Nýja" Ísland.


Tími risaeðlanna ætti að vera löngu liðinn

Átök milli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, í umræðum um tillögu stjórnarandstöðunnar um vantraust á ríkisstjórnina hafa vakið mikla athygli. Ásþór Sævar Ásþórsson ræðir í grein dagsins hegðun risaeðlanna í íslenskum stjórnmálum: „Stjórnmálaumræða milli þessara risaeðla hefur oft einkennst af miklum sleggjum, stundum kímni, en oftast reiði út í hvorn annan sem birtist stundum í ómálefnalegum tilburðum. Auk dæmisins hérna að ofan má nefna atvikið snemma á síðasta áratug þar sem stjórnarandsæðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson lýsti Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, nánast sem holdgervingi skítlegs eðlis og atvikið þar sem Davíð Oddson kallaði Samfylkinguna „afturhalds-kommatittsflokk“.

Lesa meira um Davíð, Steingrím, Ólaf Ragnar og fleiri risaeðlur.


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband