Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hví er ekki hægt að kaupa evrur, fránka og dollara?

Í grein dagsins fer Arnaldur Sölvi Kristjánsson yfir aðdraganda og ástæður gjaldeyrisskortsins sem er viðvarandi hér á landi. Einnig skoðar hann af hverju heilbrigður gjaldeyrismarkaður er mikilvægur fyrir okkur öll. Ástæðan fyrir því að mjög mikilvægt er að koma gjaldeyrismarkaðnum í lag er sú að gengisþróun krónunnar og aðgangur að erlendum gjaldeyri getur haft úrslitaáhrif á það hversu djúp og langvarandi efnahagslægðin verður. Seðlabankinn spáir því að þeim mun lengri tíma sem það tekur að styrkja gengi krónunnar, þeim mun hærra verður atvinnuleysið og verðbólgan og samdráttur landsframleiðslunnar. 
 
Ég vil lesa meira um gjaldeyrismarkaðinn»

Hvað ef?

mynd1-utg1Krafan um kosningar verður sífellt háværari í samfélaginu. Í grein dagsins fjallar Jens Sigurðsson um hvað myndi gerast ef boðað yrði til kosninga. En hvað myndi gerast ef Haarde hlustaði nú á þjóðina og boðaði til kosninga? Það er ómögulegt að spá fyrir um kosningabaráttuna sjálfa, í hvaða anda hún yrði háð og hvaða málefni yrðu ofaná. Flokkarnir hefðu 45 daga til að halda prófkjör, sem og móta endurnýjaða og heildstæða stefnu sem tekst á við breyttan veruleika. Yrðu einhverjar stórvægilegar breytingar á uppröðun þingflokkanna? Mestur er vafinn innan Framsóknarflokksins og forystusveitar hans. Það er ekkert sem bendir til uppstokkunar eða mikilla mannabreytinga í forystusveitum annara flokka.  
 
Ég vil að sjálfsögðu lesa meira»

mbl.is Haldist í hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga úr stórborginni

Gró Einarsdóttir skrifar frá Gautaborg. Hún veltir fyrir sér samfélagslegum kvillum norrænna samfélaga, þar sem þarf að kenna innflytjendum að vera fjarrænir og kaldir. Hún sagði honum að hann yrði að hætta að horfa í augun á fólki. Ég sá að strákinum fannst þetta undarlegt en hún hélt áfram. Ef þú horfir í augun á stelpum halda þær að þú sért að reyna við þær og ef þú horfir í augun á strákum finnst þeim þú vera að hóta þeim. Strákurinn kinkaði niðurlútur kolli.  Lesa meira »

 

 

 


Næst á dagskrá: Fólksflótti

Um þessar mundir undirbýr fjöldi Íslendinga að flytja úr landi. Garðar Stefánsson veltir í grein dagsins fyrir sér fólksflóttanum og hvað þurfi að gera til að tryggja að Íslendingar komi aftur heim. Það er skylda stjórnvalda að undirbúa jarðveginn til þess að fá fólk aftur heim, þegar ástandið batnar loksins, og gera landið að fýsilegum kosti fyrir menntafólk. Finnska leiðin svokallaða er tilvalin til þess að skapa aðstæður fyrir því að fá fólk aftur heim. Í stuttu máli lögðu Finnar allan sinn þunga í að efla nýsköpun og bæta menntakerfið. Þannig ættu íslensk stjórnvöld að einbeita sér að því sama, efla nýsköpun og efla menntakerfið.  Lesa meira »

 

 

 


Obama og viðhorfsbreytingin

Karl Tryggvason rifjar upp langvinna óánægju sína með íslenska stjórnmálaflokka í grein dagsins, þar sem framapot, óheilindi og hrossakaup eru daglegt brauð. Hann lýsir svo hvernig von hans um breytta tíma í stjórnmálum hafi vaknað, og það fyrir vestan haf. Að Bandaríkjamaður skyldi kveikja á vonarneista í brjósti manns, vekja til lífs hugsjónir og trú á betri tíma hefði mér þótt ólíklegt og jafnvel hlægilegt þar til fyrir skömmu. En svo skaust öldungardeildar þingmaður frá Illinois fram á sjónarsviðið og heillaði Bandaríkjamenn og heiminn allan með mælsku sinni, bjartsýni, einlægni og brennandi hugsjónum.  Lesa meira »

 

 

 


Obama vann!

Að Barack Hussein Obama sé nýr forseta Bandaríkjanna vekur með mörgum von um breytta tíma. Eva Bjarnadóttir fjallar í grein dagsins um hvað geti falist í slíkum breytingum: Orð Obama vekja von með allri heimsbyggðinni um breytta tíma. Í stað herskárra yfirlýsinga forvera hans lofar hann stuðningi. Í stað hroka sýnir hann auðmýkt. Í stað þess að taka þátt í því sem á tímum virtist vera óendalega langdregin typpakeppni, leggur hann áherslu á gildi og hugmyndafræði.

 

Já, ég vil lesa meira um nýjan forseta BNA ...


Að leika Pollíönnu í kreppunni – skynsamlegt eða barnalegt?

Kreppan er sannarlega á allra vörum. Í grein dagsins veltir Kristín Laufey Steinadóttir fyrir sér hver séu réttu viðbrögðin við kreppufréttum. Já muna, ekki vera reið. Bara knúsandi í lopapeysu með ást í hjarta. Þetta man maður kannski í nokkrar mínútur og jafnvel klukkutíma, alveg þar til manni er kippt aftur niður á gráhvíta jörðina með fregnum af ríka kallinum sem keypti sér fjölmiðil. Eða konunni hans sem hannaði lúxussnekkju. Og fjölmiðlakaupin rétt eftir að flugfélagið hans fór á hausinn. Já maður verður ekki bara reiður heldur líka ringlaður, því atburðarásin „meikar ekkert sens“ eins og sagt er. Lesa meira»

 

 


Svipmynd: Dominique Strauss-Kahn

Víðar en á Íslandi setjast gamlir stjórnmálamenn í forsæti mikilvægra banka. Í grein dagsins fjallar Anna Tryggvadóttir um franska sósíalistann Dominique Strauss-Kahn, eða DSK eins og hann er kallaður í Frakklandi, sem nú stýrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar segir meðal annars: Þrátt fyrir að Sarkozy hafi stutt DSK hefur skipun hans verið gagnrýnd. Gagnrýnin hefur í meginatriðum verið tvíþætt (að frátalinni almennri gagnrýni á skipunarferlið) og byggst annars vegar á ókostum þess að hafa pólitíkusa í bankastjórnum og hins vegar að hafa þar sósíalista. Lesa meira »

 

 


Mótmæli gegn mótmælum gegn mótmælum

15protest-london2

Mótmælum hefur verið mótmælt í umræðunni síðustu daga. Sverrir Bollason mótmælir mótmælum gegn mótmælum í grein dagsins. Við gefum honum orðið:

Mótmæli gegn slökum og tvístruðum mótmælum er eitthvað leiðinlegasta þrefið sem ég hef heyrt síðustu daga. Minnimáttarkenndin gegnsýrir allt en brýst aðallega fram í því þegar kvartað er yfir hvað Íslendingar séu lélegir að mótmæla. Oft er þá vitnað til mikillar herkænsku og reynslu franskra mótmælenda sem virðist vera samdóma álit um að séu allra bestir. Ég sting niður penna nú til að fara í gegnum nokkrar ranghugmyndir fólks um mótmæli og velta upp tilgangi þessa tjáningaformsLesa meira»

 

 


mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband