Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hvernig meðaljóninn komst á spjöld sögunnar

Hvað esociete-generale.jpgru 470 milljarðar króna? Fyrir 470 milljarðar króna er hægt að kaupa hundrað stykki Airbus þotur og 470 milljarðar króna svara til áætlaðra heildartekna íslenska ríkisins á komandi ári. Þessi upphæð er í raun óskiljanleg fyrir venjulegt fólk. Samt tókst venjulegum þrítugum verðbréfamiðlara að veðja henni burt á um það bil tíu dögum.
Frakkinn Jerome Kerviel komst í heimspressuna nú á dögunum þegar vinnuveitandi hans, franski risabankinn Société Générale, tilkynnti 4,8 milljarða evra tap af völdum fjársvika. Upphæðin markar stærsta tap af þessari gerð í sögunni. Sökudólgurinn var Kerviel, 31 árs verðbréfamiðlari sem hafði starfað hjá Société Générale frá árinu 2000, fyrst í bakvinnslu en sem miðlari frá árinu 2005.

Ég vil lesa meira um Jerome Kerviel og svikamylluna
 


Global vs. Local = Glocalismi

americaHnattvæðing er það orð sem að einna mest fer fyrir í umræðunni í dag. Í augum margra er hnattvæðingin slæm, stuðlar að einsleitni þjóða og hefur orsakað bil milli þeirra sem ríkir eru og þeirra sem fátækir eru. Hnattvæðingin hefur þann blæ á sér að vesturveldin séu að sölsa undir sig heiminn smátt og smátt, efnahagslega sem og menningarlega.
Það er morgunljóst að á undanförnum árum hefur átt sér stað gríðarleg samfélagsbreyting hjá stórum hluta mannkyns. Tæknilegar framfarir hafa gert það að verkum að samfélagið ferðast um á ljóshraða, atburðir í Asíu eru komnar í fréttirnar í Evrópu á örskotsstundu. Ferðalög hafa aldrei verið auðveldari og sífellt eru samfélög að verða fjölmenningarlegri og um leið er sagt að heimurinn sé að minnka, fjarlægðirnar séu að verða að engu.

Ég vil lesa meira um hnattvæðingu


Fíflalæti í Reykjavík

thumbsÞað hafa komið fram ýmsar útlistanir á því hvað gerðist á bak við tjöldin þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Ólafur F. Magnússon mynduðu  borgarstjórnarmeirihluta. Vefritið ætlar að reyna að forðast spurningarnar sem snúa að því hvað gerðist í bakherbergjum og beina ljósi af því sem eru aðalatriði í þessu máli öllu.

Lesa meira.........


Braskað með Barack og verðhækkanir á Hillary

hillaryogbarackMargir eru spenntir að vita hverjir verða frambjóðendur demókrata og repúblikana í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum. Margir fylgjast með fréttum og spekúlera. Aðrir rýna í kannanir. Valgerður B. Eggertsdóttir bendir á annað nokkuð sem getur gefið þeim forvitnustu nýjar og áhugverðar vísbendingar um hvernig þetta gæti allt farið. Í helgarumfjölluninni að þessu sinni segir m.a: En í Bandaríkjunum er gengið á frambjóðendunum hins vegar uppfært á 15 mínútna fresti. Settar hafa verið á fót vefsíður þar sem hægt er að kaupa bréf í Hillary og öðrum frambjóðendum sem keppa um útnefningu fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum. Gengi þessara bréfa gefa síðan vísbendingu um hugsanleg úrslit forvalanna.

Lesa meira....


Nýtt varnarmálafrumvarp

nato.jpgFyrsta umræða um ný varnamálalög fer fram á Alþingi í dag. Eva Bjarnadóttir fjallar um fjögur markmið frumvarpsins og hvers vegna það er mikilvægt framfaraskref: Í fyrsta sinn er lögð fram heildstæð löggjöf um varnarmál en hingað til hefur verið byggt á lausreipuðum lögum um veru Bandaríkjahers í landinu, sem fela ekki í sér neina aðkomu íslenska ríkisins. Frumvarpið tryggir því lýðræðislega meðferð öryggis- og varnarmála.

 

Lesa meira um öryggi- og varnir Íslands 


Mannaráðningar og sjálfstæði dómstóla

justiceÞorsteinn Davíðsson var nýverið skipaður í embætti héraðsdómara Norðurlands. Sú ráðning hefur ollið miklu fjaðrafoki enda var Þorsteinn aðeins talinn „hæfur“ í embættið á meðan enginn umsækjenda var talinn „vel hæfur“ en þrír umsækjendur þóttu „ mjög hæfir.“ Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði svo Þorstein í embættið, þvert á vilja nefndarinnar sem vildi sjá einhvern af þessum „ mjög hæfu gegna embættinu.“

 Vil lesa meira um Árna Mathiesen og sjálfstæði dómstóla


Fólk án húsnæðis

homeless_06.jpgÞað virðist erfitt að fá velferðarkerfið til þess að ná utan um þjónustu við heimilislausa. Málefni þeirra er enn einn málaflokkurinn sem ríki og sveitafélög henda sín á milli og leysa með því að treysta á frjáls félagasamtök. Enginn veit raunar hversu margir eru heimilislausir. Þeir sem starfa dags daglega við umönnun heimilislausra segir fjöldann hlaupa á hundruðum. Þá er ekki aðeins rætt um þá sem sofa í hitakompum, neyðarskýlum og fangaklefum, heldur einnig þá sem fá að halla sér hjá ættingjum og kunningjum, gista á spítölum og geðsjúkrahúsum. Málaflokkurinn einkennist af algjörri ringulreið og skyndilausnum.

Lesa meira um fólk án húsnæðis á Íslandi... 


Hið nýja ofurmenni?

hackers_0.jpgEru hakkarar snillingar eða óprúttnir glæpamenn sem svífast einskis? Í grein dagsins fjallar Valgerður Halldórsdóttir um tölvuþrjóta heimsins sem margir hverjir geta brotist inn í tölvur, sjónvörp og jafnvel farsíma. Í erindi sínu sýnir Holman t.d. hvernig hann geti nýtt sér netkerfi hótels til að fá allar upplýsingar um aðra hótelgesti. Með því að tengjast sjónvarpsskjá á hótelherbergi sínu getur hann ekki einungis horft á bíómyndir hótelsins, sem greiða þarf gjald fyrir, fríar heldur getur hann einnig stjórnað hvað gestir á öðrum hótelherbergjum horfa á, skoðað tölvunotkun gesta og þar af leiðandi kortafærslur, bankanotkun o.s.frv.

Jahá! Ég meina, hver vill ekki lesa um hakkara?


Og þá er það 2008

flugeldar.jpgÍ byrjun nýs árs fjallar Hrafn Stefánsson um vonir og væntingar hinna síkátu Íslendinga: „Nærri helmingur þjóðarinnar telur að atvinnuleysi muni aukast og að efnahagsástand í landinu muni versna. Meirihluti landsmanna telur að verkföll muni aukast. Við fyrstu sýn kemur þetta nokkuð á óvart því Íslendingar eru almennt bjartsýn þjóð sem lifir eftir þeirri lífsspeki að hlutirnir reddist alltaf á endanum.“

 Lesa meira um vonir og væntingar árið 2008


Geirfugl í Garðabæ á flakki í fimmtíu ár, Náttúrufræðistofnun á hrakhólum

geirfugl.jpgÍ grein dagsins fjallar Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir um húsnæði fyrir náttúrufræðistofnun Íslands og svokallað náttúruhús sem fyrirhugað var í Vatnsmýrinni lengi vel. Það var nefnilega árið 1989, á 100 ára afmæli Hins íslenska náttúrufræðifélags og Náttúrugripasafns Íslands sem Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og menntamálaráðneyti f.h. ríkisins bundust samtökum um að nú loks skyldi reist hús fyrir Náttúrugripasafn. Yrði það gert á umræddri lóð á háskólasvæðinu og var deiliskipulagi í kjölfarið breytt og byggingarreitnum bætt og merktur á árituðum uppdrætti „einungis ætlaður fyrir náttúrufræðisafn og tengda starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands.“

Heldur betur. Ég vil lesa um Björgólf, Geirfugla og Náttúrugripasafn!


Næsta síða »

Um höfund

Vefritid
Vefritstíðindi flytja fregnir af Vefritinu. Markmið Vefritsins er að stuðla að uppbyggilegri umræðu um samfélagsmál. Hér verða birtir bútar úr greinum, þær er hægt að lesa í heild sinni á Vefritid.is.

Nota bene

Móðurfélagið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband