Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
7.1.2008 | 10:24
Hvað bakaðir þú margar sortir vinan?
Eftir jólafrí snýr Vefritið aftur með grein Elínar Ósk Helgadóttur en hún fjallar um jól í fortíð og nútíð. Sú kona, sem elskar manninn sinn, leitast aldrei við að kasta skugga á húsbóndastöðu hans á heimilinu. Þvert á móti. Henni er ánægja að því að draga sig í hlje, ef kostir hans koma frekar í ljós við það. Jafnvel þótt hún sje meiri gáfum gædd en eiginmaður hennar, gætir hún þess af auðæfum elsku sinnar, að láta sem minnst á því bera. (Madama Tobba 1922, eftirleiðis MT).
Já, að sjálfsögðu vil ég forvitnast um kökubaksturinn hennar Elínar!
7.1.2008 | 10:22
Að heyra og hlusta um jólin
Í jólagreininni að þessu sinni veltir Grétar Halldór Gunnarsson því fyrir sér hvort við leyfum okkur þann munað að hlusta á frásöguna sem endurtekin er um sama leyti á hverju á ári. Í framhaldi skorar hann á alla til að hlusta með eftirtekt og spyrja sig hvaða flokk þeir vilji fylla. En það krjúpa ekki allir með kirkjunni líkt og það fylgdu ekki allir Jesú á sínum tíma. Heimurinn hataði Jesú og kenningu hans svo mikið að hann var hæddur með þyrnikórónu og aflífaður grimmilega.Samt sem áður héldu fylgjendur hans áfram að krjúpa fyrir honum og hafa síðan horft til næturinnar dimmu í Betlehem sem björtustu nótt allra tíma.
Auðvitað vil ég lesa meira um jólin!
7.1.2008 | 10:20
Samfélagsleg vandamál
Eva Bjarnadóttir fjallar um samfélagsleg vandamál í Íslandi í grein dagsins. Í greininni fjallar Eva um smæð Íslands og hversu sjálfsagt öruggt þak yfir höfuðið sé. Það er algjört forgangsverkefni að finna heimilislausum stað í velferðarkerfinu. Það þarf að skapa ólík úrræði fyrir ólíkt fólk og ólík félagsleg vandamál. Það þarf einnig að hlúa að forvarnarstarfi gegn heimilisofbeldi og áfengi- og vímuefnaneyslu. Ekki síst þarf að gera húsnæðismarkaðinn þannig úr garði að þeir allra fátækustu hafi efni á þaki yfir höfuðið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006